Varað við svikapóstum
Að gefnu tilefni vill Landsbankinn vara við tilraunum til fjársvika en nokkur dæmi eru um að svikapóstar hafa verið sendir til viðskiptavina í nafni Apple. Efni póstanna er fölsk tilkynning um að viðskiptavinir þurfi að skrá sig inn í Apple store.
Við ráðleggjum fólki eindregið að opna ekki póstana, smella ekki á hlekki og gefa ekki upp neinar upplýsingar, hafi það verið gert er brýnt að hafa samband við þjónustuver Landsbankans.
Á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu Landsbankans, er ítarleg umfjöllun um netöryggismál og hvernig hægt sé að verjast tilraunum til fjársvika á netinu.