Aðalheiður Snæbjarnardóttir ráðin sérfræðingur í samfélagsábyrgð
Aðalheiður Snæbjarnardóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Landsbankanum þar sem hún mun sinna störfum tengdum samfélagsábyrgð bankans. Aðalheiður hefur undanfarin ár starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi í samfélagsábyrgð og var m.a. ráðgjafi Landsbankans við gerð á samfélagsskýrslum bankans fyrir árin 2017 og 2018. Aðalheiður var stjórnarmaður í Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, á árunum 2015-2017. Hún lauk GRI-námskeiði á vegum Festu og Enact árið 2015.
Aðalheiður lýkur M.Sc. námi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands í haust en hún útskrifaðist með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2013. Aðalheiður mun hefja störf í júní næstkomandi og um er að ræða 50% stöðu.