Borgaðu með símanum í maí og þú færð 1.000 Aukakrónur
Nú geta allir borgað með símanum og þeir viðskiptavinir Landsbankans sem borga með síma eða snjallúri hjá samstarfsaðilum Aukakróna á tímabilinu 13.- 31. maí 2019 fá 1.000 Aukakrónur að gjöf frá Landsbankanum.*
Hægt er að greiða með Aukakrónum hjá fjölbreyttum hópi samstarfsaðila þar sem finna má yfir 250 fyrirtæki í verslun og þjónustu um allt land. Meðal þeirra má nefna Dominos, Krónuna, 66°Norður, Olís, ÓB, verslanir skor.is og verslanir Bestseller.
Ein Aukakróna gildir sem ein íslensk króna. Þeir viðskiptavinir sem þegar eru í Aukakrónusöfnun munu fá Aukakrónurnar greiddar inn á skráð úttektarkort. Aðrir viðskiptavinir munu fá sent nýtt úttektarkort með inneign upp á 1.000 Aukakrónur.
Aukakrónur verða greiddar út til viðskiptavina ef greitt er einu sinni eða oftar með síma eða öðru snjalltæki hjá samstarfsaðila. Aukakrónurnar verða greiddar út í júní.
Það er einfalt og öruggt að borga með símanum. Hægt er að skrá bæði debet- og kreditkort í Apple Pay eða Android-kortaappið og borga með símanum eða öðrum snjalltækjum.
Allt um Aukakrónur og virkni þeirra má finna á www.aukakronur.is.
Nánar um Android-kortaapp Landsbankans
*Á ekki við um handahafa fyrirtækjakorta.









