Lindaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti
Lindaskóli úr Kópavogi er sigurvegari Skólahreysti 2019 eftir æsispennandi úrslitakeppni í Laugardalshöll miðvikudaginn 8. maí og lauk keppni með 56 stig.
Holtaskóli var í öðru sæti með 55 stig og fékk silfrið. Sigurvegarinn síðan í fyrra, Heiðarskóli í Reykjanesbæ, endaði í þriðja sæti með 53 stig og fékk bronsið.
Íslandsmet Síðuskóla frá 2017 í hraðaþrautinni var jafnað af Heiðarskóla og fóru þau brautina á 2.03 mínútum. Það voru Klara Lind Þórarinsdóttir og Eyþór Jónsson sem fóru brautina fyrir Heiðarskóla. Ólafur Jónsson úr Grunnskóla Reyðarfjarðar gerði flestar upphífingar eða 48 talsins. Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir úr Grunnskóla Húnaþings vestra gerði flestar armbeygjur, 54 talsins, og hékk lengst allra í hreystigreip eða í 6.28 mínútur. Bartosz Wiktorowicz úr Heiðarsóla bar sigur úr býtum í dýfum með því að taka 53 dýfur.
Sigurlið Lindaskóla skipa Hilmar Þór Hugason og Sara Bjarkadóttir (hraðaþraut), Alexander Broddi Sigvaldason (upphífingar og dýfur) og Selma Bjarkadóttir (armbeygjur og hreystigreip).
Silfurlið Holtaskóla skipa Stefán Elías Davíðsson og Harpa Rós Guðnadóttir (hraðaþraut), Guðni Kjartansson (upphífingar og dýfur) og Daría Sara Cegielska (armbeygjur og hreystigreip).
Bronslið Heiðarskóla skipa Eyþór Jónsson og Klara Lind Þórarinsdóttir (hraðaþraut), Bartosz Wiktorowicz (upphífingar og dýfur) og Hildur Björg Hafþórsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).
Aðrir skólar er kepptu í ár voru Laugalækjarskóli, Hvolsskóli, Brekkuskóli, Flóaskóli, Foldaskóli, Varmahlíðarskóli og grunnskólar Húnaþings vestra, Ísafjarðar og Reyðarfjarðar.
Landsbankinn óskar keppendum og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.