Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Linda­skóli bar sig­ur úr být­um í Skóla­hreysti

Lindaskóli úr Kópavogi er sigurvegari Skólahreysti 2019 eftir æsispennandi úrslitakeppni í Laugardalshöll miðvikudaginn 8. maí og lauk keppni með 56 stig. Landsbankinn óskar keppendum og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.
9. maí 2019

Lindaskóli úr Kópavogi er sigurvegari Skólahreysti 2019 eftir æsispennandi úrslitakeppni í Laugardalshöll miðvikudaginn 8. maí og lauk keppni með 56 stig.

Holtaskóli var í öðru sæti með 55 stig og fékk silfrið. Sigurvegarinn síðan í fyrra, Heiðarskóli í Reykjanesbæ, endaði í þriðja sæti með 53 stig og fékk bronsið.

Íslandsmet Síðuskóla frá 2017 í hraðaþrautinni var jafnað af Heiðarskóla og fóru þau brautina á 2.03 mínútum. Það voru Klara Lind Þórarinsdóttir og Eyþór Jónsson sem fóru brautina fyrir Heiðarskóla. Ólafur Jónsson úr Grunnskóla Reyðarfjarðar gerði flestar upphífingar eða 48 talsins. Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir úr Grunnskóla Húnaþings vestra gerði flestar armbeygjur, 54 talsins, og hékk lengst allra í hreystigreip eða í 6.28 mínútur. Bartosz Wiktorowicz úr Heiðarsóla bar sigur úr býtum í dýfum með því að taka 53 dýfur.

Sigurlið Lindaskóla skipa Hilmar Þór Hugason og Sara Bjarkadóttir (hraðaþraut), Alexander Broddi Sigvaldason (upphífingar og dýfur) og Selma Bjarkadóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Silfurlið Holtaskóla skipa Stefán Elías Davíðsson og Harpa Rós Guðnadóttir (hraðaþraut), Guðni Kjartansson (upphífingar og dýfur) og Daría Sara Cegielska (armbeygjur og hreystigreip).

Bronslið Heiðarskóla skipa Eyþór Jónsson og Klara Lind Þórarinsdóttir (hraðaþraut), Bartosz Wiktorowicz (upphífingar og dýfur) og Hildur Björg Hafþórsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Aðrir skólar er kepptu í ár voru Laugalækjarskóli, Hvolsskóli, Brekkuskóli, Flóaskóli, Foldaskóli, Varmahlíðarskóli og grunnskólar Húnaþings vestra, Ísafjarðar og Reyðarfjarðar.

Landsbankinn óskar keppendum og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.

Myndir og nánari upplýsingar um Skólahreysti

Þú gætir einnig haft áhuga á
24. okt. 2025
Breytingar á framboði nýrra íbúðalána
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.  
Reykjastræti
22. okt. 2025
Útibúin verða lokuð 24. október vegna kvennaverkfalls
Vegna kvennaverkfallsins verða útibú Landsbankans lokuð föstudaginn 24. október. Einnig má búast við skertri þjónustu í Þjónustuveri bankans.
Austurbakki
20. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.