Landsbankinn semur við Vörð um kreditkortatryggingar
Tryggingavernd kreditkorta bankans verður sambærileg og áður svo þessar breytingar munu ekki hafa áhrif á kjör korthafa. Viðskiptavinir Landsbankans geta beint fyrirspurnum vegna tjóna eða spurninga er varða kortatryggingar til Varðar í síma 514 1000. Ef alvarlegt slys eða veikindi verða erlendis skal hafa samband við neyðarþjónustu SOS International í síma +(45) 70 10 50 50, þar sem er vakt allan sólarhringinn. VÍS, sem annast hefur kortatryggingar bankans síðastliðin 3 ár, mun sinna fyrirspurnum vegna tjóna sem áttu sér stað fyrir 1. maí 2019.
Nánar um kortatryggingar Landsbankans