Fréttir

Ný út­gáfa af al­menn­um við­skipta­skil­mál­um Lands­bank­ans

Landsbankinn hefur gefið út nýja útgáfu af almennum viðskiptaskilmálum. Með útgáfunni eru uppfærð ákvæði um vinnslu persónuupplýsinga, peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, netbanka fyrirtækja og greiðslukort. Þá eru skilmálar um kreditkort felldir inn í almennu viðskiptaskilmálana.
15. mars 2019

Landsbankinn hefur gefið út nýja útgáfu af almennum viðskiptaskilmálum. Með útgáfunni eru uppfærð ákvæði um vinnslu persónuupplýsinga, peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, netbanka fyrirtækja og greiðslukort. Þá eru skilmálar um kreditkort felldir inn í almennu viðskiptaskilmálana. Nýju skilmálarnir gilda frá og með 15. mars 2019 gagnvart nýjum viðskiptavinum en frá og með 15. maí 2019 gagnvart núverandi viðskiptavinum.

Helstu breytingar á almennum viðskiptaskilmálunum eru eftirfarandi:

A. Vinnsla persónuupplýsinga og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka:

  1. Umfjöllun um vinnslu persónuupplýsinga er færð undir kafla um almenn ákvæði um viðskiptasambandið.
  2. Ákvæði um heimildir bankans til vinnslu persónuupplýsinga eru skýrð. M.a. er bætt við ákvæðum um fræðslu að því er varðar:
  3. Bætt er við ákvæði um ábyrgð og skyldur viðskiptavina móttaki þeir upplýsingar sem varða þá ekki.
  4. Mælt er fyrir um skyldu raunverulegra eigenda lögaðila til að sanna á sér deili við stofnun viðskipta.

B. Greiðslukort og netbanki fyrirtækja:

  1. Skilmálar um debet- og kreditkort hafa verið sameinaðir í 5. kafla skilmálanna sem ber heitið „Greiðslukort“. Almenn umfjöllun um greiðslukort (bæði debet- og kreditkort) er að finna í undirköflum 5.1 til 5.4. en sérákvæði um kreditkort er að finna í undirkafla 5.5.
  2. Með breytingunni falla niður viðskiptaskilmálar fyrir Visa kreditkort og viðskiptaskilmálar MasterCard kreditkorta Landsbankans.
  3. Ákvæði um netbanka fyrirtækja eru skýrð. Felld eru brott ákvæði um umsóknir um netbanka fyrirtækja, tengilið fyrirtækis, starfsmenn og heimildir þeirra og ýmsar tilkynningaskyldur í tengslum við lokun fyrir aðgang starfsmanns og hámarks millifærsluheimild. Bætt er við umfjöllun um skyldur þess sem fer með ákvörðunarvald fyrir hönd fyrirtækis, skyldu notanda til að kynna sér Almennu viðskiptaskilmálana og að framkvæmdastjóri eða prókúruhafi fyrirtækis hafi ákvörðunarvald aðgangsstjóra nema fyrirtæki tilgreini annan.

Í samræmi við ákvæði laga um greiðsluþjónustu hefur núverandi viðskiptavinur rétt á að tilkynna bankanum um uppsögn rammasamnings um greiðsluþjónustu fyrir 15. maí 2019 ef hann samþykkir ekki breytingarnar. Núverandi viðskiptavinur telst hafa samþykkt breytingarnar tilkynni hann bankanum ekki um annað fyrir 15. maí 2019.

Almennir viðskiptaskilmálar Landsbankans (ný útgáfa)

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur