Fréttir

Svar Lands­bank­ans við bréfi Banka­sýslu rík­is­ins

Bankasýsla ríkisins óskaði þann 12. febrúar sl. eftir upplýsingum um sjónarmið bankaráðs í tengslum við ákvarðanir um hækkun launa bankastjóra Landsbankans. Svar bankaráðs hefur verið sent til Bankasýslunnar og er jafnframt birt á vef bankans.
19. febrúar 2019

Bankasýsla ríkisins óskaði þann 12. febrúar sl. eftir upplýsingum um sjónarmið bankaráðs Landsbankans um laun bankastjóra bankans. Svar bankaráðs hefur verið sent til Bankasýslunnar og er jafnframt birt á vef bankans.

Í svari bankaráðs kemur m.a. fram að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans frá árinu 2017 sé til komin vegna þess að á árunum 2009-2017 heyrðu kjör bankastjóra undir kjararáð sem varð til þess að laun bankastjóra drógust langt aftur úr þeim launum sem greidd voru fyrir sambærileg störf.

Á meðan ákvörðun um laun bankastjóra Landsbankans var í höndum kjararáðs gerði bankaráð ítrekaðar athugasemdir við fyrirkomulagið og úrskurði kjararáðs. Launakjör bankastjórans voru ekki samkeppnishæf og því ekki í samræmi við starfskjarastefnu bankans að mati bankaráðs.

Þegar nýr bankastjóri var ráðinn til starfa 23. janúar 2017 lá fyrir að ákvörðun um að kjör bankastjóra Landsbankans myndu færast frá kjararáði til bankaráðs 1. júlí 2017. Í starfskjarastefnu bankans, sem samþykkt hefur verið á hluthafafundi, segir m.a.: „Starfskjör helstu stjórnenda skulu vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fyrirtækjum á fjármálamarkaði og ákveðin í samræmi við lög, en þó ekki leiðandi.

Í eigandastefnu ríkisins frá 2009 segir m.a.: „Opinber fjármálafyrirtæki skulu tileinka sér hófsemi þegar kemur að launakjörum. Með þessu er átt við að laun stjórnenda eigi að standast samanburð á þeim sviðum sem viðkomandi fyrirtæki starfa á, en séu ekki leiðandi.“ Í eigandastefnunni frá 2017 er kveðið á um eftirfarandi meginreglu: „Félagið skal setja sér starfskjarastefnu sem er samkeppnishæf, en hófleg og ekki leiðandi.“ Að mati bankaráðs var ákvörðun um laun bankastjóra í samræmi við þetta.

Við mat bankaráðs á hver laun nýs bankastjóra ættu að vera var m.a. aflað gagna frá óháðum ráðgjafarfyrirtækjum um laun stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja og forstjóra stórra fyrirtækja á Íslandi og óskað álits á hver samkeppnishæf laun væru. Niðurstöður þeirra voru m.a. að eðlilegt væri að launin væru á bilinu 3,5-4,9 milljónir króna á mánuði. Í kjölfarið var samið um að laun bankastjóra yrðu 3,25 milljónir króna frá og með 1. júlí 2017. Í ráðningarsamningnum kemur fram að það sé stefna bankaráðs að greiða bankastjóra samkeppnishæf laun. Launin voru síðan endurskoðuð í samræmi við ákvæði samningsins og starfskjarastefnunnar frá og með 1. apríl 2018. Heildarlaun bankastjóra nema nú 3,8 milljónum króna á mánuði. Eftir hækkunina eru laun bankastjóra Landsbankans umtalsvert lægri en laun bankastjóra hinna stóru bankanna tveggja.

Í svari bankaráðs er nánar fjallað um forsendur og aðdraganda ákvörðunar um laun bankastjóra Landsbankans, m.a. um hvernig bankaráð tók mið af tilmælum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Svar bankaráðs Landsbankans við bréfi Bankasýslu ríkisins 12. febrúar sl.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Netöryggi
10. júní 2024
Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur