Fréttir

Svar Lands­bank­ans við bréfi Banka­sýslu rík­is­ins

Bankasýsla ríkisins óskaði þann 12. febrúar sl. eftir upplýsingum um sjónarmið bankaráðs í tengslum við ákvarðanir um hækkun launa bankastjóra Landsbankans. Svar bankaráðs hefur verið sent til Bankasýslunnar og er jafnframt birt á vef bankans.
19. febrúar 2019

Bankasýsla ríkisins óskaði þann 12. febrúar sl. eftir upplýsingum um sjónarmið bankaráðs Landsbankans um laun bankastjóra bankans. Svar bankaráðs hefur verið sent til Bankasýslunnar og er jafnframt birt á vef bankans.

Í svari bankaráðs kemur m.a. fram að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans frá árinu 2017 sé til komin vegna þess að á árunum 2009-2017 heyrðu kjör bankastjóra undir kjararáð sem varð til þess að laun bankastjóra drógust langt aftur úr þeim launum sem greidd voru fyrir sambærileg störf.

Á meðan ákvörðun um laun bankastjóra Landsbankans var í höndum kjararáðs gerði bankaráð ítrekaðar athugasemdir við fyrirkomulagið og úrskurði kjararáðs. Launakjör bankastjórans voru ekki samkeppnishæf og því ekki í samræmi við starfskjarastefnu bankans að mati bankaráðs.

Þegar nýr bankastjóri var ráðinn til starfa 23. janúar 2017 lá fyrir að ákvörðun um að kjör bankastjóra Landsbankans myndu færast frá kjararáði til bankaráðs 1. júlí 2017. Í starfskjarastefnu bankans, sem samþykkt hefur verið á hluthafafundi, segir m.a.: „Starfskjör helstu stjórnenda skulu vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fyrirtækjum á fjármálamarkaði og ákveðin í samræmi við lög, en þó ekki leiðandi.

Í eigandastefnu ríkisins frá 2009 segir m.a.: „Opinber fjármálafyrirtæki skulu tileinka sér hófsemi þegar kemur að launakjörum. Með þessu er átt við að laun stjórnenda eigi að standast samanburð á þeim sviðum sem viðkomandi fyrirtæki starfa á, en séu ekki leiðandi.“ Í eigandastefnunni frá 2017 er kveðið á um eftirfarandi meginreglu: „Félagið skal setja sér starfskjarastefnu sem er samkeppnishæf, en hófleg og ekki leiðandi.“ Að mati bankaráðs var ákvörðun um laun bankastjóra í samræmi við þetta.

Við mat bankaráðs á hver laun nýs bankastjóra ættu að vera var m.a. aflað gagna frá óháðum ráðgjafarfyrirtækjum um laun stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja og forstjóra stórra fyrirtækja á Íslandi og óskað álits á hver samkeppnishæf laun væru. Niðurstöður þeirra voru m.a. að eðlilegt væri að launin væru á bilinu 3,5-4,9 milljónir króna á mánuði. Í kjölfarið var samið um að laun bankastjóra yrðu 3,25 milljónir króna frá og með 1. júlí 2017. Í ráðningarsamningnum kemur fram að það sé stefna bankaráðs að greiða bankastjóra samkeppnishæf laun. Launin voru síðan endurskoðuð í samræmi við ákvæði samningsins og starfskjarastefnunnar frá og með 1. apríl 2018. Heildarlaun bankastjóra nema nú 3,8 milljónum króna á mánuði. Eftir hækkunina eru laun bankastjóra Landsbankans umtalsvert lægri en laun bankastjóra hinna stóru bankanna tveggja.

Í svari bankaráðs er nánar fjallað um forsendur og aðdraganda ákvörðunar um laun bankastjóra Landsbankans, m.a. um hvernig bankaráð tók mið af tilmælum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Svar bankaráðs Landsbankans við bréfi Bankasýslu ríkisins 12. febrúar sl.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Grænland
13. feb. 2024
Fyrirtækjaráðgjöf bankans ráðgjafi í vel heppnuðu hlutafjárútboði Amaroq
Amaroq Minerals Ltd., félag sem starfar á sviði námuvinnslu og er handhafi réttinda til leitar að verðmætum málmum í jörðu á Suður-Grænlandi, lauk í gær vel heppnuðu hlutafjárútboði að andvirði 7,6 milljarða íslenskra króna.
Reykjanesbær
13. feb. 2024
Nasz oddział w Reykjanesbær przy Krossmóar 4a został ponownie otwarty
Serdecznie witamy Klientów w tych samych godzinach otwarcia co wcześniej, tj. w godz. 10.00‒16.00 w każdy dzień roboczy.
Reykjanesbær
12. feb. 2024
Útibú bankans í Reykjanesbæ opið
Útibú okkar í Reykjanesbæ að Krossmóum 4a hefur verið opnað að nýju.
Gulleggið 2024
9. feb. 2024
Sea Growth er sigurvegari Gulleggsins 2024
Viðskiptahugmyndin Sea Growth bar sigur úr bítum í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Sea Growth gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Teymið skipa Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir, Alexander Schepsky, Martin Uetz og Sigrún Guðjónsdóttir.
Sjávarklasinn
8. feb. 2024
Landsbankinn hefur samstarf við Íslenska sjávarklasann
Íslenski sjávarklasinn og Landsbankinn hafa hafið samstarf sem miðar að því að styðja við aukna verðmætasköpun í bláa hagkerfinu. Áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að lausnum á þeim áskorunum sem rótgrónari fyrirtæki standa frammi fyrir, auk þess að styðja við frumkvöðla sem vinna verðmæti úr því sem áður var fargað.
Netbanki
26. jan. 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 29. janúar. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti til kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Reykjastræti
23. jan. 2024
Skert þjónusta í hraðbönkum vegna kerfisuppfærslu
Vegna kerfisuppfærslu verða hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki lokuð milli kl. 21.00 og 23.30 þriðjudagskvöldið 23. janúar.
Ánægjuvogin
19. jan. 2024
Efstur banka í Ánægjuvoginni fimmta árið í röð
Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2023 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu og er þetta fimmta árið í röð sem bankinn fær þessa viðurkenningu.
Austurbakki
18. jan. 2024
Przedłużamy możliwe rozwiązania dla mieszkańców Grindavíku
Na samym początku klęski żywiołowej Landsbankinn zaproponował wszystkim mieszkańcom Grindavíku program ochrony płatności obowiązujący przez okres sześciu miesięcy, a ponadto zniesienie odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych na okres trzech miesięcy. W związku z sytuacją, w której znaleźli się mieszkańcy Grindavíku, postanowiliśmy przedłużyć okres, w którym obowiązuje zniesienie odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych o dodatkowe trzy miesiące, tj. do końca kwietnia br.
Austurbakki
18. jan. 2024
Við framlengjum úrræði fyrir Grindvíkinga
Strax í upphafi hamfaranna bauð Landsbankinn öllum Grindvíkingum greiðsluskjól í sex mánuði og einnig felldum við niður vexti og verðbætur á íbúðalánum þeirra í þrjá mánuði. Í ljósi þeirrar stöðu sem Grindvíkingar eru í höfum við ákveðið að framlengja þann tíma sem íbúðalán þeirra bera hvorki vexti né verðbætur um þrjá mánuði til viðbótar, þ.e. til aprílloka.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur