Fréttir

Svar Lands­bank­ans við bréfi Banka­sýslu rík­is­ins

Bankasýsla ríkisins óskaði þann 12. febrúar sl. eftir upplýsingum um sjónarmið bankaráðs í tengslum við ákvarðanir um hækkun launa bankastjóra Landsbankans. Svar bankaráðs hefur verið sent til Bankasýslunnar og er jafnframt birt á vef bankans.
19. febrúar 2019

Bankasýsla ríkisins óskaði þann 12. febrúar sl. eftir upplýsingum um sjónarmið bankaráðs Landsbankans um laun bankastjóra bankans. Svar bankaráðs hefur verið sent til Bankasýslunnar og er jafnframt birt á vef bankans.

Í svari bankaráðs kemur m.a. fram að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans frá árinu 2017 sé til komin vegna þess að á árunum 2009-2017 heyrðu kjör bankastjóra undir kjararáð sem varð til þess að laun bankastjóra drógust langt aftur úr þeim launum sem greidd voru fyrir sambærileg störf.

Á meðan ákvörðun um laun bankastjóra Landsbankans var í höndum kjararáðs gerði bankaráð ítrekaðar athugasemdir við fyrirkomulagið og úrskurði kjararáðs. Launakjör bankastjórans voru ekki samkeppnishæf og því ekki í samræmi við starfskjarastefnu bankans að mati bankaráðs.

Þegar nýr bankastjóri var ráðinn til starfa 23. janúar 2017 lá fyrir að ákvörðun um að kjör bankastjóra Landsbankans myndu færast frá kjararáði til bankaráðs 1. júlí 2017. Í starfskjarastefnu bankans, sem samþykkt hefur verið á hluthafafundi, segir m.a.: „Starfskjör helstu stjórnenda skulu vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fyrirtækjum á fjármálamarkaði og ákveðin í samræmi við lög, en þó ekki leiðandi.

Í eigandastefnu ríkisins frá 2009 segir m.a.: „Opinber fjármálafyrirtæki skulu tileinka sér hófsemi þegar kemur að launakjörum. Með þessu er átt við að laun stjórnenda eigi að standast samanburð á þeim sviðum sem viðkomandi fyrirtæki starfa á, en séu ekki leiðandi.“ Í eigandastefnunni frá 2017 er kveðið á um eftirfarandi meginreglu: „Félagið skal setja sér starfskjarastefnu sem er samkeppnishæf, en hófleg og ekki leiðandi.“ Að mati bankaráðs var ákvörðun um laun bankastjóra í samræmi við þetta.

Við mat bankaráðs á hver laun nýs bankastjóra ættu að vera var m.a. aflað gagna frá óháðum ráðgjafarfyrirtækjum um laun stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja og forstjóra stórra fyrirtækja á Íslandi og óskað álits á hver samkeppnishæf laun væru. Niðurstöður þeirra voru m.a. að eðlilegt væri að launin væru á bilinu 3,5-4,9 milljónir króna á mánuði. Í kjölfarið var samið um að laun bankastjóra yrðu 3,25 milljónir króna frá og með 1. júlí 2017. Í ráðningarsamningnum kemur fram að það sé stefna bankaráðs að greiða bankastjóra samkeppnishæf laun. Launin voru síðan endurskoðuð í samræmi við ákvæði samningsins og starfskjarastefnunnar frá og með 1. apríl 2018. Heildarlaun bankastjóra nema nú 3,8 milljónum króna á mánuði. Eftir hækkunina eru laun bankastjóra Landsbankans umtalsvert lægri en laun bankastjóra hinna stóru bankanna tveggja.

Í svari bankaráðs er nánar fjallað um forsendur og aðdraganda ákvörðunar um laun bankastjóra Landsbankans, m.a. um hvernig bankaráð tók mið af tilmælum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Svar bankaráðs Landsbankans við bréfi Bankasýslu ríkisins 12. febrúar sl.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur