Landsbankinn hlýtur þrjár tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

Landsbankinn hlaut þrjár tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna sem verða afhent 22. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Netbanki einstaklinga er tilnefndur í flokknum vefkerfi ársins, Landsbankaappið hlaut tilnefningu sem app ársins og Umræðan keppir um bestu efnis- og fréttaveituna.
Nánar má lesa um flokkana á svef.is
Það eru Samtök vefiðnaðarins (SVEF) sem standa að Íslensku vefverðlaununum en þau eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins. Hátíðin er haldin með það að markmiði að efla iðnaðinn, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Veitt verða verðlaun í 11 flokkum og einnig veitir dómnefnd sérstök verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun og viðmót og vef ársins 2018.









