Áætlun Landsbankans hf. um fjármögnun á markaði árið 2019
Landsbankinn hefur birt áætlun um fjármögnun á markaði fyrir árið 2019.
Stefnt er að mánaðarlegum útboðum sértryggðra skuldabréfa sem tilkynnt verða í fréttaveitu Nasdaq Iceland tveimur viðskiptadögum á undan fyrirhuguðu útboði. Áætlað er að gefa út sértryggð skuldabréf fyrir 35-40 ma.kr. á árinu. Áætlunin gerir ráð fyrir að nafnverð útgefinna sértryggðra skuldabréfa nemi 123-128 ma.kr. í árslok 2019 en einn flokkur sértryggðra skuldabréfa er á gjalddaga á árinu, LBANK CB 19.
Ekki er gert ráð fyrir reglulegum víxlaútboðum á árinu en ákvörðun um útboð ræðst af markaðsaðstæðum hverju sinni. Heildarfjárhæð víxlaútgáfu á árinu mun ráðast af markaðsaðstæðum.
Landsbankinn áskilur sér rétt til þess að gera breytingar á útgáfuáætlun ársins 2019 án fyrirvara eða sérstakrar tilkynningar þar um.