Dagatal Landsbankans 2019
Í dagatali Landsbankans fyrir árið 2019 er fjallað um fjölbreytta þjónustu Landsbankans og nýjar stafrænar lausnir sem kynntar hafa verið að undanförnu. Dagatölin verða send í bréfpósti til virkra viðskiptavina sem eru 60 ára og eldri.
Dagatölin verða til afgreiðslu um miðjan janúar. Viðskiptavinir sem óska eftir dagatali geta þá vitjað þeirra í næsta útibúi. Fyrirtæki á landsbyggðinni munu geta fengið dagatöl afhent í næsta útibúi og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu geta sótt þau í Fyrirtækjamiðstöð Landsbankans í Borgartúni.
Prentað í minna upplagi
Landsbankinn hefur í takt við samfélagsstefnu sína sett sér markmið um að draga úr prentun og er dagatalið því prentað í minna upplagi en áður.