Fréttir

Lands­bank­inn mun fylgja nýj­um við­mið­um SÞ um ábyrga banka­starf­semi

Landsbankinn hefur ákveðið að undirrita yfirlýsingu um að fylgja nýjum viðmiðum UNEP FI um ábyrga bankastarfsemi (Principles for Responsible Banking) sem ætlað er að tengja bankastarfsemi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Parísarsamkomulagið.
18. desember 2018

Landsbankinn hefur ákveðið að undirrita yfirlýsingu um að fylgja nýjum viðmiðum UNEP FI um ábyrga bankastarfsemi (Principles for Responsible Banking)  sem ætlað er að tengja bankastarfsemi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Parísarsamkomulagið.

Verkefnið var kynnt til sögunnar á hringborðsfundi UNEP FI í París í nóvember 2018 og er Landsbankinn fyrsti íslenski bankinn sem tilkynnir þátttöku og í hópi fyrstu aðila að verkefninu á heimsvísu. Viðmiðin hafa verið send til samráðsaðila víðsvegar um heim og fer undirritun fram í september 2019.

Viðmiðin voru mótuð af 28 alþjóðlegum bönkum í samvinnu við UNEP FI (United Nations Environmental Programme - Financial Initiative) sem Landsbankinn er nú þegar aðili að. UNEP FI er samstarfsvettvangur Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og  200 fjármálafyrirtækja þar sem fjallað er um áhrif ákvarðana í fjármálaumhverfinu á umhverfis- og samfélagsmál.

Viðmiðunum er ætlað að vera alþjóðlegur mælikvarði á ábyrga bankaþjónustu og tryggja að bankar skapi verðmæti fyrir bæði hluthafa sína og samfélagið. Þetta er í fyrsta sinn sem settar eru fram alþjóðlegar leiðbeiningar um samþættingu sjálfbærniviðmiða á öllum stigum bankastarfsemi, frá stefnumótun til eignasafna til einstakra viðskipta. Viðmiðin kveða á um gagnsæi og ábyrgðarskyldu og aðilar að þeim skuldbinda sig til að forgangsraða aðkallandi verkefnum, setja sér opinber markmið og sinna upplýsingagjöf um árangur.

Eric Usher, forstöðumaður UNEP FI: „Það er fagnaðarefni að kynna til leiks fyrstu aðilana að viðmiðum um ábyrga bankastarfsemi. Það er mjög ánægjulegt að viðmiðin hljóti nú þegar hljómgrunn, enda er ljóst að aðgerðir til að takast á við loftslagsbreytingar og aðrar áskoranir í samfélags- og umhverfismálum eru aðkallandi.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans: „Það er afar ánægjulegt að Landsbankinn sé í hópi þeirra fyrstu sem taka þá ákvörðun að fylgja viðmiðum UNEP FI um ábyrga bankastarfsemi. Landsbankinn vill vera í fararbroddi hvað varðar samfélagsábyrgð og ábyrgar fjárfestingar og stefna bankans í samfélagsábyrgð er mótuð á þann hátt að tryggt sé að hún sé hluti af kjarnastarfseminni. Viðmiðin um ábyrga bankastarfsemi eru sameiginlegur grundvöllur til að miðla upplýsingum um árangur í þessum efnum og eins til að skapa sér sérstöðu, sem er mikilvægt fyrir viðskiptavini okkar, starfsfólk og hluthafa.“

Sex viðmið um ábyrga bankastarfsemi:

  1. Aðlögun: Við munum aðlaga starfsstefnu okkar og leggja okkar af mörkum til að mæta þörfum einstaklinga og markmiðum samfélagsins, eins og þau eru skilgreind í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, Parísarsamkomulaginu og viðeigandi landslögum og -reglum. Við munum beita kröftum okkar þar sem áhrifamáttur okkar er mestur.
  2. Áhrif: Við munum leitast við að auka jákvæð áhrif okkar og jafnframt draga úr neikvæðum áhrifum og áhættu af starfsemi okkar, vörum og þjónustu, á einstaklinga og umhverfið.
  3. Viðskiptavinir: Við munum vinna með viðskiptavinum okkar á ábyrgan hátt að því að stuðla að sjálfbærum viðskiptaháttum og styðja við atvinnustarfsemi sem skapar sameiginlegan ávinning fyrir bæði núverandi og komandi kynslóðir.
  4. Hagsmunaaðilar: Við munum taka frumkvæði að ábyrgu samráði og samstarfi við viðeigandi hagsmunaaðila til að ná markmiðum samfélagsins.
  5. Stjórnarhættir og markmiðasetning: Við munum framkvæma skuldbindingar okkar samkvæmt viðmiðum þessum undir formerkjum áhrifaríkra stjórnarhátta og innleiðingu menningar um ábyrga bankastarfsemi, með metnað og ábyrgðaskyldu að leiðarljósi, enda munum við gera helstu markmið og áhrifin af vinnu okkar opinber.
  6. Gagnsæi og ábyrgðaskylda: Við munum reglulega yfirfara árangur okkar í tengslum við einstök viðmið og innleiðingu viðmiðanna í heild og birta upplýsingar um bæði jákvæð og neikvæð áhrif af starfsemi okkar á markmið samfélagsins á ábyrgan og gagnsæjan hátt.

Tilkynning UNEP FI

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur