Fréttir

Lands­bank­inn mun fylgja nýj­um við­mið­um SÞ um ábyrga banka­starf­semi

Landsbankinn hefur ákveðið að undirrita yfirlýsingu um að fylgja nýjum viðmiðum UNEP FI um ábyrga bankastarfsemi (Principles for Responsible Banking) sem ætlað er að tengja bankastarfsemi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Parísarsamkomulagið.
18. desember 2018

Landsbankinn hefur ákveðið að undirrita yfirlýsingu um að fylgja nýjum viðmiðum UNEP FI um ábyrga bankastarfsemi (Principles for Responsible Banking)  sem ætlað er að tengja bankastarfsemi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Parísarsamkomulagið.

Verkefnið var kynnt til sögunnar á hringborðsfundi UNEP FI í París í nóvember 2018 og er Landsbankinn fyrsti íslenski bankinn sem tilkynnir þátttöku og í hópi fyrstu aðila að verkefninu á heimsvísu. Viðmiðin hafa verið send til samráðsaðila víðsvegar um heim og fer undirritun fram í september 2019.

Viðmiðin voru mótuð af 28 alþjóðlegum bönkum í samvinnu við UNEP FI (United Nations Environmental Programme - Financial Initiative) sem Landsbankinn er nú þegar aðili að. UNEP FI er samstarfsvettvangur Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og  200 fjármálafyrirtækja þar sem fjallað er um áhrif ákvarðana í fjármálaumhverfinu á umhverfis- og samfélagsmál.

Viðmiðunum er ætlað að vera alþjóðlegur mælikvarði á ábyrga bankaþjónustu og tryggja að bankar skapi verðmæti fyrir bæði hluthafa sína og samfélagið. Þetta er í fyrsta sinn sem settar eru fram alþjóðlegar leiðbeiningar um samþættingu sjálfbærniviðmiða á öllum stigum bankastarfsemi, frá stefnumótun til eignasafna til einstakra viðskipta. Viðmiðin kveða á um gagnsæi og ábyrgðarskyldu og aðilar að þeim skuldbinda sig til að forgangsraða aðkallandi verkefnum, setja sér opinber markmið og sinna upplýsingagjöf um árangur.

Eric Usher, forstöðumaður UNEP FI: „Það er fagnaðarefni að kynna til leiks fyrstu aðilana að viðmiðum um ábyrga bankastarfsemi. Það er mjög ánægjulegt að viðmiðin hljóti nú þegar hljómgrunn, enda er ljóst að aðgerðir til að takast á við loftslagsbreytingar og aðrar áskoranir í samfélags- og umhverfismálum eru aðkallandi.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans: „Það er afar ánægjulegt að Landsbankinn sé í hópi þeirra fyrstu sem taka þá ákvörðun að fylgja viðmiðum UNEP FI um ábyrga bankastarfsemi. Landsbankinn vill vera í fararbroddi hvað varðar samfélagsábyrgð og ábyrgar fjárfestingar og stefna bankans í samfélagsábyrgð er mótuð á þann hátt að tryggt sé að hún sé hluti af kjarnastarfseminni. Viðmiðin um ábyrga bankastarfsemi eru sameiginlegur grundvöllur til að miðla upplýsingum um árangur í þessum efnum og eins til að skapa sér sérstöðu, sem er mikilvægt fyrir viðskiptavini okkar, starfsfólk og hluthafa.“

Sex viðmið um ábyrga bankastarfsemi:

  1. Aðlögun: Við munum aðlaga starfsstefnu okkar og leggja okkar af mörkum til að mæta þörfum einstaklinga og markmiðum samfélagsins, eins og þau eru skilgreind í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, Parísarsamkomulaginu og viðeigandi landslögum og -reglum. Við munum beita kröftum okkar þar sem áhrifamáttur okkar er mestur.
  2. Áhrif: Við munum leitast við að auka jákvæð áhrif okkar og jafnframt draga úr neikvæðum áhrifum og áhættu af starfsemi okkar, vörum og þjónustu, á einstaklinga og umhverfið.
  3. Viðskiptavinir: Við munum vinna með viðskiptavinum okkar á ábyrgan hátt að því að stuðla að sjálfbærum viðskiptaháttum og styðja við atvinnustarfsemi sem skapar sameiginlegan ávinning fyrir bæði núverandi og komandi kynslóðir.
  4. Hagsmunaaðilar: Við munum taka frumkvæði að ábyrgu samráði og samstarfi við viðeigandi hagsmunaaðila til að ná markmiðum samfélagsins.
  5. Stjórnarhættir og markmiðasetning: Við munum framkvæma skuldbindingar okkar samkvæmt viðmiðum þessum undir formerkjum áhrifaríkra stjórnarhátta og innleiðingu menningar um ábyrga bankastarfsemi, með metnað og ábyrgðaskyldu að leiðarljósi, enda munum við gera helstu markmið og áhrifin af vinnu okkar opinber.
  6. Gagnsæi og ábyrgðaskylda: Við munum reglulega yfirfara árangur okkar í tengslum við einstök viðmið og innleiðingu viðmiðanna í heild og birta upplýsingar um bæði jákvæð og neikvæð áhrif af starfsemi okkar á markmið samfélagsins á ábyrgan og gagnsæjan hátt.

Tilkynning UNEP FI

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur