Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Jó­hann Ís­lands­meist­ari í hrað­skák eft­ir sig­ur á Frið­riks­móti Lands­bank­ans

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson sigraði á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák – sem fram fór laugardaginn 15. desember í útibúi bankans í Austurstræti. FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson varð annar. Ferðafélagarnir og landsliðsmennirnir, Helgi Áss Grétarsson og Guðmundur Kjartansson urðu jafnir í 3.-4. sæti.
17. desember 2018

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson (2554 skákstig) sigraði á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák – sem fram fór laugardaginn 15. desember í útibúi bankans í Austurstræti. FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson (2351) varð annar. Ferðafélagarnir og landsliðsmennirnir, Helgi Áss Grétarsson (2574) og Guðmundur Kjartansson (2399) urðu jafnir í 3.-4. sæti.

Mótið var vel sótt venju samkvæmt en 86 keppendur tóku þátt. Tefldar voru 13 umferðir með umhugsunartímanum 3+2.

Skoða myndasafn frá Friðriksmótinu

Helgi Áss byrjaði með látum en Jóhann vann á

Mótið hófst með því að Elínborg Valdís Kvaran, forstöðumaður markaðsdeildar Landsbankans, lék fyrsta leikinn fyrir Helga Áss Grétarsson gegn Aron Þór Mai. Helgi hóf mótið með miklum látum og vann fyrstu sjö skákirnar. Eftir það hrökk allt í baklás hjá Helga og hlaut hann aðeins 2½ vinning í lokaumferðunum sex. Það sama átti ekki við hjá Jóhanni.

Jóhann Hjartarson byrjaði rólega og hafði 5½ vinning eftir 7 umferðir. Hann vann hins vegar sex síðustu skákirnar.

Ingvar Þór Jóhannesson átti einnig góðan endasprett og vann þrjár síðustu skákirnar og krækti nokkuð óvænt í silfrið.

Frammistaða Karls Axels vakti athygli

Frammistaða Karls Axels Kristjánssonar vakti mikla athygli. Karl Axel sem er stigalaus hlaut 8 vinninga og vann með annars Lenku Ptácníková (2109) og Halldór Grétar Einarsson (2144). Í lok mótsins fór fram verðlaunaafhending og afhenti Friðrik Ólafsson verðlaunin en mótið er tileinkað honum.

  • Skákstig 2001-2200: Oliver Aron Jóhannesson
  • Undir 2000: Karl Axel Kristjánsson
  • Efsta konan: Lenka Ptácníková
  • Efsti strákur (u16): Vignir Vatnar Stefánsson
  • Efsta stelpa (u16): Batel Goitom Haile
  • Efstir öldungur (y65): Bragi Halldórsson
  • Útdreginn heppinn keppandi: Sveinbjörn Jónsson

Skákstjórar voru Þórir Benediktsson og Ólafur Ásgrímsson. Einar Hjalti Jensson sá um beinar útsendingar.

Landsbankinn þakkar Skáksambandi Íslands fyrir frábært samstarf við mótshaldið.

Fleiri myndir

Þú gætir einnig haft áhuga á
Reykjastræti
19. júní 2025
Útibú TM er flutt í Reykjastræti 6
Útibú TM á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag, 19. júní 2025, í útibú Landsbankans í Reykjastræti 6 í miðborg Reykjavíkur. Þar tekur starfsfólk TM og bankans vel á móti viðskiptavinum.
Yayland
4. júní 2025
YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag – Yayland
Fjártæknifyrirtækið YAY og Landsbankinn hafa stofnað nýtt félag, Yayland ehf., sem mun sérhæfa sig í þróun, sölu, útgáfu og rekstri á stafrænum og hefðbundnum inneignarkortum, gjafabréfum og vildarkortum. Yayland mun taka yfir alla gjafakortastarfsemi YAY á Íslandi og jafnframt alla útgáfu og rekstur á inneignarkortum Landsbankans.
Námsstyrkir 2025
3. júní 2025
8 milljónum úthlutað í námsstyrki
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán hæfileikaríkra námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 28. maí. Námsstyrkirnir voru veittir í þrítugasta og sjötta sinn og heildarupphæð styrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 450 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2025
26. maí 2025
Holtaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti 2025
Holtaskóli er sigurvegari Skólahreysti 2025 og ber því titillinn Skólahreystimeistari með rentu! Úrslitin réðust í æsispennandi lokakeppni tólf grunnskóla fyrir troðfullum sal í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ, laugardagskvöldið 24. maí.
Landsbankinn
23. maí 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 3. júní 2025.
Nasdaq bjalla
16. maí 2025
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans ráðgjafi ríkisins í vel heppnuðu Íslandsbankaútboði
Áhugi fjárfesta reyndist mjög mikill og skilaði sér í heildareftirspurn upp á um 190 milljarða króna. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá mikinn áhuga og þátttöku almennings. Í útboðinu voru seldir 850.000.007 hlutir á genginu 106,56 krónur á hlut, sem samsvarar heildarvirði upp á 90,6 milljarða króna. Þetta er stærsta hlutafjárútboð sem haldið hefur verið á Íslandi.
Austurstræti 11
15. maí 2025
Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 til sölu
Landsbankinn auglýsir til sölu hús bankans við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 í Reykjavík. Heildarstærð húsanna er 5.836 fermetrar og þar ef eru 1.380 fermetrar í kjallara. Húsin verða seld í einu lagi.
Nasdaq bjalla
13. maí 2025
Upplýsingar um útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka
Útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst kl. 8.30 þriðjudaginn 13. maí og gert er ráð fyrir að því ljúki kl. 17.00 fimmtudaginn 15. maí.
Austurbakki
28. apríl 2025
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í A-
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að lánshæfismat Landsbankans til langs tíma hefði verið hækkað úr BBB+ í A-. Lánshæfismatið hefur ekki verið hærra frá árinu 2014, þegar S&P hóf að veita bankanum lánshæfiseinkunnir.
16. apríl 2025
Þjónusta um páskana – appið og Ellí loka ekki
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 22. apríl nk.