Fréttir

Jó­hann Ís­lands­meist­ari í hrað­skák eft­ir sig­ur á Frið­riks­móti Lands­bank­ans

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson sigraði á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák – sem fram fór laugardaginn 15. desember í útibúi bankans í Austurstræti. FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson varð annar. Ferðafélagarnir og landsliðsmennirnir, Helgi Áss Grétarsson og Guðmundur Kjartansson urðu jafnir í 3.-4. sæti.
17. desember 2018

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson (2554 skákstig) sigraði á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák – sem fram fór laugardaginn 15. desember í útibúi bankans í Austurstræti. FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson (2351) varð annar. Ferðafélagarnir og landsliðsmennirnir, Helgi Áss Grétarsson (2574) og Guðmundur Kjartansson (2399) urðu jafnir í 3.-4. sæti.

Mótið var vel sótt venju samkvæmt en 86 keppendur tóku þátt. Tefldar voru 13 umferðir með umhugsunartímanum 3+2.

Skoða myndasafn frá Friðriksmótinu

Helgi Áss byrjaði með látum en Jóhann vann á

Mótið hófst með því að Elínborg Valdís Kvaran, forstöðumaður markaðsdeildar Landsbankans, lék fyrsta leikinn fyrir Helga Áss Grétarsson gegn Aron Þór Mai. Helgi hóf mótið með miklum látum og vann fyrstu sjö skákirnar. Eftir það hrökk allt í baklás hjá Helga og hlaut hann aðeins 2½ vinning í lokaumferðunum sex. Það sama átti ekki við hjá Jóhanni.

Jóhann Hjartarson byrjaði rólega og hafði 5½ vinning eftir 7 umferðir. Hann vann hins vegar sex síðustu skákirnar.

Ingvar Þór Jóhannesson átti einnig góðan endasprett og vann þrjár síðustu skákirnar og krækti nokkuð óvænt í silfrið.

Frammistaða Karls Axels vakti athygli

Frammistaða Karls Axels Kristjánssonar vakti mikla athygli. Karl Axel sem er stigalaus hlaut 8 vinninga og vann með annars Lenku Ptácníková (2109) og Halldór Grétar Einarsson (2144). Í lok mótsins fór fram verðlaunaafhending og afhenti Friðrik Ólafsson verðlaunin en mótið er tileinkað honum.

  • Skákstig 2001-2200: Oliver Aron Jóhannesson
  • Undir 2000: Karl Axel Kristjánsson
  • Efsta konan: Lenka Ptácníková
  • Efsti strákur (u16): Vignir Vatnar Stefánsson
  • Efsta stelpa (u16): Batel Goitom Haile
  • Efstir öldungur (y65): Bragi Halldórsson
  • Útdreginn heppinn keppandi: Sveinbjörn Jónsson

Skákstjórar voru Þórir Benediktsson og Ólafur Ásgrímsson. Einar Hjalti Jensson sá um beinar útsendingar.

Landsbankinn þakkar Skáksambandi Íslands fyrir frábært samstarf við mótshaldið.

Fleiri myndir

Þú gætir einnig haft áhuga á
Grænland
13. feb. 2024
Fyrirtækjaráðgjöf bankans ráðgjafi í vel heppnuðu hlutafjárútboði Amaroq
Amaroq Minerals Ltd., félag sem starfar á sviði námuvinnslu og er handhafi réttinda til leitar að verðmætum málmum í jörðu á Suður-Grænlandi, lauk í gær vel heppnuðu hlutafjárútboði að andvirði 7,6 milljarða íslenskra króna.
Reykjanesbær
13. feb. 2024
Nasz oddział w Reykjanesbær przy Krossmóar 4a został ponownie otwarty
Serdecznie witamy Klientów w tych samych godzinach otwarcia co wcześniej, tj. w godz. 10.00‒16.00 w każdy dzień roboczy.
Reykjanesbær
12. feb. 2024
Útibú bankans í Reykjanesbæ opið
Útibú okkar í Reykjanesbæ að Krossmóum 4a hefur verið opnað að nýju.
Gulleggið 2024
9. feb. 2024
Sea Growth er sigurvegari Gulleggsins 2024
Viðskiptahugmyndin Sea Growth bar sigur úr bítum í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Sea Growth gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Teymið skipa Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir, Alexander Schepsky, Martin Uetz og Sigrún Guðjónsdóttir.
Sjávarklasinn
8. feb. 2024
Landsbankinn hefur samstarf við Íslenska sjávarklasann
Íslenski sjávarklasinn og Landsbankinn hafa hafið samstarf sem miðar að því að styðja við aukna verðmætasköpun í bláa hagkerfinu. Áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að lausnum á þeim áskorunum sem rótgrónari fyrirtæki standa frammi fyrir, auk þess að styðja við frumkvöðla sem vinna verðmæti úr því sem áður var fargað.
Netbanki
26. jan. 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 29. janúar. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti til kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Reykjastræti
23. jan. 2024
Skert þjónusta í hraðbönkum vegna kerfisuppfærslu
Vegna kerfisuppfærslu verða hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki lokuð milli kl. 21.00 og 23.30 þriðjudagskvöldið 23. janúar.
Ánægjuvogin
19. jan. 2024
Efstur banka í Ánægjuvoginni fimmta árið í röð
Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2023 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu og er þetta fimmta árið í röð sem bankinn fær þessa viðurkenningu.
Austurbakki
18. jan. 2024
Przedłużamy możliwe rozwiązania dla mieszkańców Grindavíku
Na samym początku klęski żywiołowej Landsbankinn zaproponował wszystkim mieszkańcom Grindavíku program ochrony płatności obowiązujący przez okres sześciu miesięcy, a ponadto zniesienie odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych na okres trzech miesięcy. W związku z sytuacją, w której znaleźli się mieszkańcy Grindavíku, postanowiliśmy przedłużyć okres, w którym obowiązuje zniesienie odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych o dodatkowe trzy miesiące, tj. do końca kwietnia br.
Austurbakki
18. jan. 2024
Við framlengjum úrræði fyrir Grindvíkinga
Strax í upphafi hamfaranna bauð Landsbankinn öllum Grindvíkingum greiðsluskjól í sex mánuði og einnig felldum við niður vexti og verðbætur á íbúðalánum þeirra í þrjá mánuði. Í ljósi þeirrar stöðu sem Grindvíkingar eru í höfum við ákveðið að framlengja þann tíma sem íbúðalán þeirra bera hvorki vexti né verðbætur um þrjá mánuði til viðbótar, þ.e. til aprílloka.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur