Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Jó­hann Ís­lands­meist­ari í hrað­skák eft­ir sig­ur á Frið­riks­móti Lands­bank­ans

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson sigraði á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák – sem fram fór laugardaginn 15. desember í útibúi bankans í Austurstræti. FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson varð annar. Ferðafélagarnir og landsliðsmennirnir, Helgi Áss Grétarsson og Guðmundur Kjartansson urðu jafnir í 3.-4. sæti.
17. desember 2018

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson (2554 skákstig) sigraði á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák – sem fram fór laugardaginn 15. desember í útibúi bankans í Austurstræti. FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson (2351) varð annar. Ferðafélagarnir og landsliðsmennirnir, Helgi Áss Grétarsson (2574) og Guðmundur Kjartansson (2399) urðu jafnir í 3.-4. sæti.

Mótið var vel sótt venju samkvæmt en 86 keppendur tóku þátt. Tefldar voru 13 umferðir með umhugsunartímanum 3+2.

Skoða myndasafn frá Friðriksmótinu

Helgi Áss byrjaði með látum en Jóhann vann á

Mótið hófst með því að Elínborg Valdís Kvaran, forstöðumaður markaðsdeildar Landsbankans, lék fyrsta leikinn fyrir Helga Áss Grétarsson gegn Aron Þór Mai. Helgi hóf mótið með miklum látum og vann fyrstu sjö skákirnar. Eftir það hrökk allt í baklás hjá Helga og hlaut hann aðeins 2½ vinning í lokaumferðunum sex. Það sama átti ekki við hjá Jóhanni.

Jóhann Hjartarson byrjaði rólega og hafði 5½ vinning eftir 7 umferðir. Hann vann hins vegar sex síðustu skákirnar.

Ingvar Þór Jóhannesson átti einnig góðan endasprett og vann þrjár síðustu skákirnar og krækti nokkuð óvænt í silfrið.

Frammistaða Karls Axels vakti athygli

Frammistaða Karls Axels Kristjánssonar vakti mikla athygli. Karl Axel sem er stigalaus hlaut 8 vinninga og vann með annars Lenku Ptácníková (2109) og Halldór Grétar Einarsson (2144). Í lok mótsins fór fram verðlaunaafhending og afhenti Friðrik Ólafsson verðlaunin en mótið er tileinkað honum.

  • Skákstig 2001-2200: Oliver Aron Jóhannesson
  • Undir 2000: Karl Axel Kristjánsson
  • Efsta konan: Lenka Ptácníková
  • Efsti strákur (u16): Vignir Vatnar Stefánsson
  • Efsta stelpa (u16): Batel Goitom Haile
  • Efstir öldungur (y65): Bragi Halldórsson
  • Útdreginn heppinn keppandi: Sveinbjörn Jónsson

Skákstjórar voru Þórir Benediktsson og Ólafur Ásgrímsson. Einar Hjalti Jensson sá um beinar útsendingar.

Landsbankinn þakkar Skáksambandi Íslands fyrir frábært samstarf við mótshaldið.

Fleiri myndir

Þú gætir einnig haft áhuga á
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.  
Snjallsími
3. sept. 2025
Breyting á dagslokum bankadaga
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.
3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum! 
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.