Fréttir

Jó­hann Ís­lands­meist­ari í hrað­skák eft­ir sig­ur á Frið­riks­móti Lands­bank­ans

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson sigraði á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák – sem fram fór laugardaginn 15. desember í útibúi bankans í Austurstræti. FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson varð annar. Ferðafélagarnir og landsliðsmennirnir, Helgi Áss Grétarsson og Guðmundur Kjartansson urðu jafnir í 3.-4. sæti.
17. desember 2018

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson (2554 skákstig) sigraði á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák – sem fram fór laugardaginn 15. desember í útibúi bankans í Austurstræti. FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson (2351) varð annar. Ferðafélagarnir og landsliðsmennirnir, Helgi Áss Grétarsson (2574) og Guðmundur Kjartansson (2399) urðu jafnir í 3.-4. sæti.

Mótið var vel sótt venju samkvæmt en 86 keppendur tóku þátt. Tefldar voru 13 umferðir með umhugsunartímanum 3+2.

Skoða myndasafn frá Friðriksmótinu

Helgi Áss byrjaði með látum en Jóhann vann á

Mótið hófst með því að Elínborg Valdís Kvaran, forstöðumaður markaðsdeildar Landsbankans, lék fyrsta leikinn fyrir Helga Áss Grétarsson gegn Aron Þór Mai. Helgi hóf mótið með miklum látum og vann fyrstu sjö skákirnar. Eftir það hrökk allt í baklás hjá Helga og hlaut hann aðeins 2½ vinning í lokaumferðunum sex. Það sama átti ekki við hjá Jóhanni.

Jóhann Hjartarson byrjaði rólega og hafði 5½ vinning eftir 7 umferðir. Hann vann hins vegar sex síðustu skákirnar.

Ingvar Þór Jóhannesson átti einnig góðan endasprett og vann þrjár síðustu skákirnar og krækti nokkuð óvænt í silfrið.

Frammistaða Karls Axels vakti athygli

Frammistaða Karls Axels Kristjánssonar vakti mikla athygli. Karl Axel sem er stigalaus hlaut 8 vinninga og vann með annars Lenku Ptácníková (2109) og Halldór Grétar Einarsson (2144). Í lok mótsins fór fram verðlaunaafhending og afhenti Friðrik Ólafsson verðlaunin en mótið er tileinkað honum.

  • Skákstig 2001-2200: Oliver Aron Jóhannesson
  • Undir 2000: Karl Axel Kristjánsson
  • Efsta konan: Lenka Ptácníková
  • Efsti strákur (u16): Vignir Vatnar Stefánsson
  • Efsta stelpa (u16): Batel Goitom Haile
  • Efstir öldungur (y65): Bragi Halldórsson
  • Útdreginn heppinn keppandi: Sveinbjörn Jónsson

Skákstjórar voru Þórir Benediktsson og Ólafur Ásgrímsson. Einar Hjalti Jensson sá um beinar útsendingar.

Landsbankinn þakkar Skáksambandi Íslands fyrir frábært samstarf við mótshaldið.

Fleiri myndir

Þú gætir einnig haft áhuga á
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Play
24. apríl 2024
Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur