Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Jó­hann Ís­lands­meist­ari í hrað­skák eft­ir sig­ur á Frið­riks­móti Lands­bank­ans

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson sigraði á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák – sem fram fór laugardaginn 15. desember í útibúi bankans í Austurstræti. FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson varð annar. Ferðafélagarnir og landsliðsmennirnir, Helgi Áss Grétarsson og Guðmundur Kjartansson urðu jafnir í 3.-4. sæti.
17. desember 2018

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson (2554 skákstig) sigraði á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák – sem fram fór laugardaginn 15. desember í útibúi bankans í Austurstræti. FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson (2351) varð annar. Ferðafélagarnir og landsliðsmennirnir, Helgi Áss Grétarsson (2574) og Guðmundur Kjartansson (2399) urðu jafnir í 3.-4. sæti.

Mótið var vel sótt venju samkvæmt en 86 keppendur tóku þátt. Tefldar voru 13 umferðir með umhugsunartímanum 3+2.

Skoða myndasafn frá Friðriksmótinu

Helgi Áss byrjaði með látum en Jóhann vann á

Mótið hófst með því að Elínborg Valdís Kvaran, forstöðumaður markaðsdeildar Landsbankans, lék fyrsta leikinn fyrir Helga Áss Grétarsson gegn Aron Þór Mai. Helgi hóf mótið með miklum látum og vann fyrstu sjö skákirnar. Eftir það hrökk allt í baklás hjá Helga og hlaut hann aðeins 2½ vinning í lokaumferðunum sex. Það sama átti ekki við hjá Jóhanni.

Jóhann Hjartarson byrjaði rólega og hafði 5½ vinning eftir 7 umferðir. Hann vann hins vegar sex síðustu skákirnar.

Ingvar Þór Jóhannesson átti einnig góðan endasprett og vann þrjár síðustu skákirnar og krækti nokkuð óvænt í silfrið.

Frammistaða Karls Axels vakti athygli

Frammistaða Karls Axels Kristjánssonar vakti mikla athygli. Karl Axel sem er stigalaus hlaut 8 vinninga og vann með annars Lenku Ptácníková (2109) og Halldór Grétar Einarsson (2144). Í lok mótsins fór fram verðlaunaafhending og afhenti Friðrik Ólafsson verðlaunin en mótið er tileinkað honum.

  • Skákstig 2001-2200: Oliver Aron Jóhannesson
  • Undir 2000: Karl Axel Kristjánsson
  • Efsta konan: Lenka Ptácníková
  • Efsti strákur (u16): Vignir Vatnar Stefánsson
  • Efsta stelpa (u16): Batel Goitom Haile
  • Efstir öldungur (y65): Bragi Halldórsson
  • Útdreginn heppinn keppandi: Sveinbjörn Jónsson

Skákstjórar voru Þórir Benediktsson og Ólafur Ásgrímsson. Einar Hjalti Jensson sá um beinar útsendingar.

Landsbankinn þakkar Skáksambandi Íslands fyrir frábært samstarf við mótshaldið.

Fleiri myndir

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
15. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar 14. október 2025 í máli nr. 55/2024
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.