Landsbankinn selur 9,2% eignarhlut í Eyri Invest
Landsbankinn auglýsti opið söluferli á allt að 12,1% eignarhlut sínum í fjárfestingafélaginu Eyri Invest hf. þann 6. nóvember sl. en bankinn átti fyrir söluferlið 22% hlut í félaginu. Söluferlið fór fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna og var öllum opið sem teljast vera hæfir fjárfestar skv. skilgreiningu 9. tl. 43. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti. Lágmarksgengi sem fjárfestar gátu boðið í söluferlinu var 41,80 krónur á hvern hlut í Eyri Invest.
Landsbankinn tók fjórum tilboðum af fimm sem bárust í 91.509.035 hluti í Eyri Invest. Allir hlutirnir voru seldir á sama sölugengi sem var 42,845 krónur á hvern hlut. Tilboði sem var undir sölugengi var hafnað. Söluandvirði hlutanna nemur um 3,9 milljörðum króna.

Landsbankinn kolefnisjafnar starfsemina

Landsbankinn á Djúpavogi flytur

Besti banki á Íslandi að mati The Banker

Landsbankinn efstur banka í Íslensku ánægjuvoginni 2020

Ný fjármálaumgjörð Landsbankans stuðlar að sjálfbærni

Oddziały banku są otwarte, ale uprzejmie prosimy o umówienie się na wizytę

Gott ár hjá Íslenska lífeyrissjóðnum

Við opnum útibúin en biðjum þig um að panta tíma

Úthlutun Tómstundastyrkja Klassa
