Hættir í bankaráði Landsbankans hf.
Samúel Guðmundsson hefur sagt sig úr bankaráði Landsbankans. Samúel var kjörinn varamaður í bankaráð á hluthafafundi í apríl 2016 og aðalmaður í mars 2018.
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, segir: „Samúel átti hlut í rekstrarfélagi veitingahúss sem lenti í rekstrarerfiðleikum. Hann taldi rétt við þessar aðstæður að segja sig úr bankaráði, enda gæti áframhaldandi seta hans orkað tvímælis og dregið úr trausti til bankaráðs og Landsbankans. Ég virði þessa ákvörðun, óska honum velfarnaðar og þakka honum fyrir gott samstarf undanfarin ár.“