Fréttir

Opið sölu­ferli á allt að 12,1% eign­ar­hlut Lands­bank­ans í Eyri In­vest

Landsbankinn hf. býður til sölu, í heild eða að hluta, allt að 12,1% eignarhlut í fjárfestingarfélaginu Eyri Invest hf. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna og er öllum opið sem teljast hæfir fjárfestar skv. skilgreiningu í 9. tl. 43. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti.
5. nóvember 2018

Landsbankinn hf. (hér eftir einnig "seljandi") býður til sölu, í heild eða að hluta, allt að 12,1% eignarhlut í fjárfestingarfélaginu Eyri Invest hf. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna og er öllum opið sem teljast vera hæfir fjárfestar skv. skilgreiningu í 9. tl. 43. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Eyrir Invest hf. er fjárfestingarfélag sem stofnað var árið 2000. Langstærsta eign Eyris Invest hf. er 25,9% eignarhlutur í Marel hf. Eyrir Invest hf. á einnig tæpan helmings hlut í Eyri Sprotum slhf., fjárfestingarfélagi sem fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum, og um þriðjungshlut í Efni ehf., sem sérhæfir sig í að byggja upp nýjar markaðs- og söluleiðir fyrir fyrirtæki í gegnum netsölu og samfélagsmiðla.

Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna í eigu bankans og er öllum opið sem teljast hæfir fjárfestar samkvæmt skilgreiningu í 9. tölulið 43. greinar laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti.

Áhugasamir fjárfestar geta haft samband við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans með því að senda tölvupóstfang á netfangið soluferli@landsbankinn.is. Þá má nálgast stutta sölukynningu, trúnaðaryfirlýsingu, eyðublað vegna hæfismats, upplýsingar um lágmarksverð, lágmarksfjárhæð tilboða og aðra söluskilmála, ásamt mati á hagsmunaárekstrum hér að neðan.

Fjárfestar sem undirritað hafa trúnaðaryfirlýsingu og uppfylla hæfisskilyrði fyrir þátttöku í söluferlinu fá afhent ítarlegri kynningargögn um Eyri Invest hf. og gera tilboð á grundvelli þeirra. Eingöngu verður tekið við tilboðum á sérstöku tilboðsformi og samkvæmt þeim skilmálum sem þar koma fram. Tilboðsform má nálgast hjá umsjónaraðila söluferlisins, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.

Tilboðsfrestur er til kl. 12.00 miðvikudaginn 28. nóvember 2018.

Nánar um söluferlið og fyrirkomulag sölunnar

Umsjónaraðili mun birta tilboðsskilmála söluferlisins fyrir 12. nóvember 2018 hér á vef bankans. Upplýsingagjöf í tengslum við söluferlið verður tvískipt, annars vegar verða birtar upplýsingar á vef Landsbankans sem allir hafa aðgang að og hins vegar munu fjárfestar sem skilað hafa inn trúnaðaryfirlýsingu og uppfylla hæfisskilyrði fá afhent ítarlegri kynningargögn um Eyri Invest hf.

Seljandi áskilur sér rétt til að samþykkja einstök eða öll tilboð sem berast og jafnframt til að hafna einstökum eða öllum tilboðum. Gildir það um tilboðin í heild eða að hluta og án tillits til verðs þeirra. Afstaða til tilboðanna þarf ekki að byggja á sérstökum rökstuðningi og ber seljanda ekki að veita upplýsingar þar að lútandi.

Seljandi áskilur sér rétt til að breyta, hætta við eða fresta söluferlinu hvenær sem er án sérstaks rökstuðnings. Seljanda ber ekki skylda til að bæta fjárfesti tjón eða kostnað sem hann kann að verða fyrir vegna þátttöku sinnar í söluferlinu, hætt hafi verið við það eða því frestað.

Hagsmunaárekstrar

Landsbankinn hefur greint hugsanlega hagsmunaárekstra vegna sölunnar og gert ráðstafanir til að takmarka þá eins og kostur er.

  • Landsbankinn er eigandi þeirra hluta í Eyri Invest hf. sem boðnir eru til sölu og umsjónaraðili sölunnar er Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans. Fjárfestum er bent á að afla sér óháðrar ráðgjafar
  • Framkvæmdastjóri Fjármála Landsbankans situr í stjórn Eyris Invest hf.
  • Fyrirtækjasvið Landsbankans er lánveitandi Eyris Invest hf. Fyrirtækjasvið Landsbankans kann að hafa yfir að ráða ítarlegri upplýsingum um rekstur félagsins en gerðar hafa verið opinberar hluthöfum þess en Fyrirtækjasvið er aðskilið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans í samræmi við stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra, sbr. 4. þátt reglugerðar 995/2007, um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja.
  • Landsbankinn er viðskiptavaki með hlutabréf í Marel hf. sem tekin hafa verið til viðskipta í kauphöll. Hagfræðideild Landsbankans gefur reglulega út hlutabréfagreiningar á Marel hf. Hagfræðideild Landsbankans vinnur slíkar greiningar í samræmi við lög nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, reglur nr. 1013/2007, um opinbera fjárfestingaráðgjöf og reglugerð nr. 995/2007, um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja.

Tengd skjöl

Lágmarksgengi í söluferli (27. nóvember 2018)Stutt sölukynning dagsett 6. nóvember 2018Samþykktir Eyris Invest hf. dagsettar 12. apríl 2018Ársreikningur Eyris Invest hf. fyrir árið 2017 (18 mb)TrúnaðaryfirlýsingUpplýsingar um fjárfesti og hæfisskilyrðiÚtboðsskilmálar 9. nóvember 2018

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur