Fréttir

Opið sölu­ferli á allt að 12,1% eign­ar­hlut Lands­bank­ans í Eyri In­vest

Landsbankinn hf. býður til sölu, í heild eða að hluta, allt að 12,1% eignarhlut í fjárfestingarfélaginu Eyri Invest hf. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna og er öllum opið sem teljast hæfir fjárfestar skv. skilgreiningu í 9. tl. 43. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti.
5. nóvember 2018

Landsbankinn hf. (hér eftir einnig "seljandi") býður til sölu, í heild eða að hluta, allt að 12,1% eignarhlut í fjárfestingarfélaginu Eyri Invest hf. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna og er öllum opið sem teljast vera hæfir fjárfestar skv. skilgreiningu í 9. tl. 43. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Eyrir Invest hf. er fjárfestingarfélag sem stofnað var árið 2000. Langstærsta eign Eyris Invest hf. er 25,9% eignarhlutur í Marel hf. Eyrir Invest hf. á einnig tæpan helmings hlut í Eyri Sprotum slhf., fjárfestingarfélagi sem fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum, og um þriðjungshlut í Efni ehf., sem sérhæfir sig í að byggja upp nýjar markaðs- og söluleiðir fyrir fyrirtæki í gegnum netsölu og samfélagsmiðla.

Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna í eigu bankans og er öllum opið sem teljast hæfir fjárfestar samkvæmt skilgreiningu í 9. tölulið 43. greinar laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti.

Áhugasamir fjárfestar geta haft samband við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans með því að senda tölvupóstfang á netfangið soluferli@landsbankinn.is. Þá má nálgast stutta sölukynningu, trúnaðaryfirlýsingu, eyðublað vegna hæfismats, upplýsingar um lágmarksverð, lágmarksfjárhæð tilboða og aðra söluskilmála, ásamt mati á hagsmunaárekstrum hér að neðan.

Fjárfestar sem undirritað hafa trúnaðaryfirlýsingu og uppfylla hæfisskilyrði fyrir þátttöku í söluferlinu fá afhent ítarlegri kynningargögn um Eyri Invest hf. og gera tilboð á grundvelli þeirra. Eingöngu verður tekið við tilboðum á sérstöku tilboðsformi og samkvæmt þeim skilmálum sem þar koma fram. Tilboðsform má nálgast hjá umsjónaraðila söluferlisins, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.

Tilboðsfrestur er til kl. 12.00 miðvikudaginn 28. nóvember 2018.

Nánar um söluferlið og fyrirkomulag sölunnar

Umsjónaraðili mun birta tilboðsskilmála söluferlisins fyrir 12. nóvember 2018 hér á vef bankans. Upplýsingagjöf í tengslum við söluferlið verður tvískipt, annars vegar verða birtar upplýsingar á vef Landsbankans sem allir hafa aðgang að og hins vegar munu fjárfestar sem skilað hafa inn trúnaðaryfirlýsingu og uppfylla hæfisskilyrði fá afhent ítarlegri kynningargögn um Eyri Invest hf.

Seljandi áskilur sér rétt til að samþykkja einstök eða öll tilboð sem berast og jafnframt til að hafna einstökum eða öllum tilboðum. Gildir það um tilboðin í heild eða að hluta og án tillits til verðs þeirra. Afstaða til tilboðanna þarf ekki að byggja á sérstökum rökstuðningi og ber seljanda ekki að veita upplýsingar þar að lútandi.

Seljandi áskilur sér rétt til að breyta, hætta við eða fresta söluferlinu hvenær sem er án sérstaks rökstuðnings. Seljanda ber ekki skylda til að bæta fjárfesti tjón eða kostnað sem hann kann að verða fyrir vegna þátttöku sinnar í söluferlinu, hætt hafi verið við það eða því frestað.

Hagsmunaárekstrar

Landsbankinn hefur greint hugsanlega hagsmunaárekstra vegna sölunnar og gert ráðstafanir til að takmarka þá eins og kostur er.

  • Landsbankinn er eigandi þeirra hluta í Eyri Invest hf. sem boðnir eru til sölu og umsjónaraðili sölunnar er Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans. Fjárfestum er bent á að afla sér óháðrar ráðgjafar
  • Framkvæmdastjóri Fjármála Landsbankans situr í stjórn Eyris Invest hf.
  • Fyrirtækjasvið Landsbankans er lánveitandi Eyris Invest hf. Fyrirtækjasvið Landsbankans kann að hafa yfir að ráða ítarlegri upplýsingum um rekstur félagsins en gerðar hafa verið opinberar hluthöfum þess en Fyrirtækjasvið er aðskilið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans í samræmi við stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra, sbr. 4. þátt reglugerðar 995/2007, um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja.
  • Landsbankinn er viðskiptavaki með hlutabréf í Marel hf. sem tekin hafa verið til viðskipta í kauphöll. Hagfræðideild Landsbankans gefur reglulega út hlutabréfagreiningar á Marel hf. Hagfræðideild Landsbankans vinnur slíkar greiningar í samræmi við lög nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, reglur nr. 1013/2007, um opinbera fjárfestingaráðgjöf og reglugerð nr. 995/2007, um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja.

Tengd skjöl

Lágmarksgengi í söluferli (27. nóvember 2018)Stutt sölukynning dagsett 6. nóvember 2018Samþykktir Eyris Invest hf. dagsettar 12. apríl 2018Ársreikningur Eyris Invest hf. fyrir árið 2017 (18 mb)TrúnaðaryfirlýsingUpplýsingar um fjárfesti og hæfisskilyrðiÚtboðsskilmálar 9. nóvember 2018

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur