Fréttir

Svona fær­um við banka­þjón­ustu í þín­ar hend­ur

Notkun og eftirspurn eftir stafrænum lausnum hefur stóraukist síðustu ár. Landsbankinn leggur mikla áherslu á að auka framboð á þjónustu á netinu og í símanum, sem auðveldar fólki að eiga bankaviðskipti hvar og hvenær sem því hentar.
23. október 2018

Notkun og eftirspurn eftir stafrænum lausnum hefur stóraukist síðustu ár. Landsbankinn leggur mikla áherslu á að auka framboð á þjónustu á netinu og í símanum, sem auðveldar fólki að eiga bankaviðskipti hvar og hvenær sem því hentar.

Landsbankinn hefur á undanförnum vikum og misserum kynnt fjölmargar nýjar leiðir til að sinna bankaerindum með stafrænum hætti og von er á fleiri stafrænum lausnum á næstunni.

Borgaðu með símanum – Kortaapp Landsbankans

Með kortaappi Landsbankans getur þú greitt fyrir vörur og þjónustu í snertilausum posum um allan heim. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í prófunum á appinu undanfarna daga og bendum um leið á að eins og stendur taka sumir posar taka aðeins við greiðslum sem eru undir 5.000 krónum. Posarnir verða uppfærðir fljótlega og þá verður ekkert sérstakt hámark á greiðslum með appinu. Kortaapp Landsbankans – Kort – er aðgengilegt í Google Play Store.

Kortaapp Landsbankans

Landsbankaappið

Með Landsbankaappinu geta viðskiptavinir bankans sinnt bankaviðskiptum í snjalltækjum, hvar og hvenær sem er. Innskráningarferlið er einfalt, en hægt er að skrá sig inn með fingrafari, rafrænum skilríkjum eða notendanafni og lykilorði.

Landsbankaappið

Komdu í viðskipti með Landsbankaappinu

Sért þú ekki þegar viðskiptavinur Landsbankans getur þú skráð þig í viðskipti á örfáum mínútum. Þú sækir appið og auðkennir þig með rafrænum skilríkjum. Við nýskráningu færð þú bankareikning, aðgang að netbanka og getur valið um fleiri þjónustuþætti.

Velkomin í viðskipti

Erlendar greiðslur í netbankanum

Í netbanka einstaklinga er hægt að framkvæma erlendar millifærslur. Hægt er að senda svokallaðar SEPA-greiðslur sem eru greiðslur innan Evrópu í evrum og hefðbundnar erlendar millifærslur (SWIFT).

Erlendar greiðslur

Greiðslumat á netinu

Það er einfalt að ganga frá greiðslumati á netinu. Til þess að hefja ferlið þarftu að hafa rafræn skilríki á farsíma til að samþykkja heimild fyrir gagnaöflun m.a. hjá CreditInfo og ríkisskattstjóra en gögnin eru notuð til vinnslu við greiðslumatið.

Greiðslumat

Stilltu yfirdráttinn í netbankanum eða Landsbankaappinu

Í netbankanum og Landsbankaappinu getur þú stofnað, hækkað, lækkað og fellt niður yfirdráttarheimild.

Skammtímalán

Dreifðu kreditkortareikningum

Hægt er að dreifa kreditkortareikningum á einfaldan og fljótlegan hátt yfir allt að 12 mánuði í netbanka Landsbankans

Greiðsludreifing

Frystu kortið í appinu

Í Landsbankaappinu getur þú fryst greiðslukortið samstundis ef það týnist eða kemst í rangar hendur og opnað það aftur.

Landsbankaappið

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Landsbankinn
6. feb. 2025
Engar lokanir lengur vegna veðurs
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
Landsbankinn
5. feb. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að kvöldi miðvikudags 5. febrúar frá kl. 21.30 til 23.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
4. feb. 2025
Morgunfundur um fjármögnun og uppbyggingu innviða
Landsbankinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins heldur morgunfund fimmtudaginn 13. mars nk. þar sem sjónum verður beint að samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við innviðaframkvæmdir, einkum á sviði samgöngumála.
Landsbankinn
4. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn lokuð snemma á miðvikudagsmorgun
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni miðvikudagsins 5. febrúar frá kl. 06.00 til 07.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Dagatal Landsbankans 2025 sýning
3. feb. 2025
Sýning á dagatalsmyndunum – listamannaspjall 3. febrúar
Myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans í ár eru nú til sýnis í Landsbankanum Reykjastræti 6. Stefán „Mottan“ Óli Baldursson, sem málaði myndirnar, verður í bankanum mánudaginn 3. febrúar, frá kl. 13-15.30, og þar verður hægt að spjalla við hann um myndirnar.
15. jan. 2025
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi halda áfram
Við bjóðum til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Fundaröðin hefur verið vel sótt og færri stundum komist að en vilja. Við höfum þegar haldið fundi um þetta efni í Reykjavík og Reykjanesbæ, á Akureyri, Selfossi og Reyðarfirði og næst ætlum við að heimsækja Vestmannaeyjar og Akranes.
Netöryggi
31. des. 2024
Vörum við svikapóstum í nafni Skattsins
Við vörum við svikatölvupóstum sem hafa verið sendir í nafni Skattsins. Í póstinum er sagt að skattayfirvöld hafi uppfært upplýsingar varðandi skattframtalið þitt og að þú eigir að nálgast upplýsingar á þjónustuvef Skattsins með því að smella á hlekk sem sendur er með póstinum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur