Fréttir

Svona fær­um við banka­þjón­ustu í þín­ar hend­ur

Notkun og eftirspurn eftir stafrænum lausnum hefur stóraukist síðustu ár. Landsbankinn leggur mikla áherslu á að auka framboð á þjónustu á netinu og í símanum, sem auðveldar fólki að eiga bankaviðskipti hvar og hvenær sem því hentar.
23. október 2018

Notkun og eftirspurn eftir stafrænum lausnum hefur stóraukist síðustu ár. Landsbankinn leggur mikla áherslu á að auka framboð á þjónustu á netinu og í símanum, sem auðveldar fólki að eiga bankaviðskipti hvar og hvenær sem því hentar.

Landsbankinn hefur á undanförnum vikum og misserum kynnt fjölmargar nýjar leiðir til að sinna bankaerindum með stafrænum hætti og von er á fleiri stafrænum lausnum á næstunni.

Borgaðu með símanum – Kortaapp Landsbankans

Með kortaappi Landsbankans getur þú greitt fyrir vörur og þjónustu í snertilausum posum um allan heim. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í prófunum á appinu undanfarna daga og bendum um leið á að eins og stendur taka sumir posar taka aðeins við greiðslum sem eru undir 5.000 krónum. Posarnir verða uppfærðir fljótlega og þá verður ekkert sérstakt hámark á greiðslum með appinu. Kortaapp Landsbankans – Kort – er aðgengilegt í Google Play Store.

Kortaapp Landsbankans

Landsbankaappið

Með Landsbankaappinu geta viðskiptavinir bankans sinnt bankaviðskiptum í snjalltækjum, hvar og hvenær sem er. Innskráningarferlið er einfalt, en hægt er að skrá sig inn með fingrafari, rafrænum skilríkjum eða notendanafni og lykilorði.

Landsbankaappið

Komdu í viðskipti með Landsbankaappinu

Sért þú ekki þegar viðskiptavinur Landsbankans getur þú skráð þig í viðskipti á örfáum mínútum. Þú sækir appið og auðkennir þig með rafrænum skilríkjum. Við nýskráningu færð þú bankareikning, aðgang að netbanka og getur valið um fleiri þjónustuþætti.

Velkomin í viðskipti

Erlendar greiðslur í netbankanum

Í netbanka einstaklinga er hægt að framkvæma erlendar millifærslur. Hægt er að senda svokallaðar SEPA-greiðslur sem eru greiðslur innan Evrópu í evrum og hefðbundnar erlendar millifærslur (SWIFT).

Erlendar greiðslur

Greiðslumat á netinu

Það er einfalt að ganga frá greiðslumati á netinu. Til þess að hefja ferlið þarftu að hafa rafræn skilríki á farsíma til að samþykkja heimild fyrir gagnaöflun m.a. hjá CreditInfo og ríkisskattstjóra en gögnin eru notuð til vinnslu við greiðslumatið.

Greiðslumat

Stilltu yfirdráttinn í netbankanum eða Landsbankaappinu

Í netbankanum og Landsbankaappinu getur þú stofnað, hækkað, lækkað og fellt niður yfirdráttarheimild.

Skammtímalán

Dreifðu kreditkortareikningum

Hægt er að dreifa kreditkortareikningum á einfaldan og fljótlegan hátt yfir allt að 12 mánuði í netbanka Landsbankans

Greiðsludreifing

Frystu kortið í appinu

Í Landsbankaappinu getur þú fryst greiðslukortið samstundis ef það týnist eða kemst í rangar hendur og opnað það aftur.

Landsbankaappið

Þú gætir einnig haft áhuga á
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Netöryggi
10. júní 2024
Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur