Svona færum við bankaþjónustu í þínar hendur
Notkun og eftirspurn eftir stafrænum lausnum hefur stóraukist síðustu ár. Landsbankinn leggur mikla áherslu á að auka framboð á þjónustu á netinu og í símanum, sem auðveldar fólki að eiga bankaviðskipti hvar og hvenær sem því hentar.
Landsbankinn hefur á undanförnum vikum og misserum kynnt fjölmargar nýjar leiðir til að sinna bankaerindum með stafrænum hætti og von er á fleiri stafrænum lausnum á næstunni.
Borgaðu með símanum – Kortaapp Landsbankans
Með kortaappi Landsbankans getur þú greitt fyrir vörur og þjónustu í snertilausum posum um allan heim. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í prófunum á appinu undanfarna daga og bendum um leið á að eins og stendur taka sumir posar taka aðeins við greiðslum sem eru undir 5.000 krónum. Posarnir verða uppfærðir fljótlega og þá verður ekkert sérstakt hámark á greiðslum með appinu. Kortaapp Landsbankans – Kort – er aðgengilegt í Google Play Store.
Landsbankaappið
Með Landsbankaappinu geta viðskiptavinir bankans sinnt bankaviðskiptum í snjalltækjum, hvar og hvenær sem er. Innskráningarferlið er einfalt, en hægt er að skrá sig inn með fingrafari, rafrænum skilríkjum eða notendanafni og lykilorði.
Komdu í viðskipti með Landsbankaappinu
Sért þú ekki þegar viðskiptavinur Landsbankans getur þú skráð þig í viðskipti á örfáum mínútum. Þú sækir appið og auðkennir þig með rafrænum skilríkjum. Við nýskráningu færð þú bankareikning, aðgang að netbanka og getur valið um fleiri þjónustuþætti.
Erlendar greiðslur í netbankanum
Í netbanka einstaklinga er hægt að framkvæma erlendar millifærslur. Hægt er að senda svokallaðar SEPA-greiðslur sem eru greiðslur innan Evrópu í evrum og hefðbundnar erlendar millifærslur (SWIFT).
Greiðslumat á netinu
Það er einfalt að ganga frá greiðslumati á netinu. Til þess að hefja ferlið þarftu að hafa rafræn skilríki á farsíma til að samþykkja heimild fyrir gagnaöflun m.a. hjá CreditInfo og ríkisskattstjóra en gögnin eru notuð til vinnslu við greiðslumatið.
Stilltu yfirdráttinn í netbankanum eða Landsbankaappinu
Í netbankanum og Landsbankaappinu getur þú stofnað, hækkað, lækkað og fellt niður yfirdráttarheimild.
Dreifðu kreditkortareikningum
Hægt er að dreifa kreditkortareikningum á einfaldan og fljótlegan hátt yfir allt að 12 mánuði í netbanka Landsbankans
Frystu kortið í appinu
Í Landsbankaappinu getur þú fryst greiðslukortið samstundis ef það týnist eða kemst í rangar hendur og opnað það aftur.