Fréttir

Svona fær­um við banka­þjón­ustu í þín­ar hend­ur

Notkun og eftirspurn eftir stafrænum lausnum hefur stóraukist síðustu ár. Landsbankinn leggur mikla áherslu á að auka framboð á þjónustu á netinu og í símanum, sem auðveldar fólki að eiga bankaviðskipti hvar og hvenær sem því hentar.
23. október 2018

Notkun og eftirspurn eftir stafrænum lausnum hefur stóraukist síðustu ár. Landsbankinn leggur mikla áherslu á að auka framboð á þjónustu á netinu og í símanum, sem auðveldar fólki að eiga bankaviðskipti hvar og hvenær sem því hentar.

Landsbankinn hefur á undanförnum vikum og misserum kynnt fjölmargar nýjar leiðir til að sinna bankaerindum með stafrænum hætti og von er á fleiri stafrænum lausnum á næstunni.

Borgaðu með símanum – Kortaapp Landsbankans

Með kortaappi Landsbankans getur þú greitt fyrir vörur og þjónustu í snertilausum posum um allan heim. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í prófunum á appinu undanfarna daga og bendum um leið á að eins og stendur taka sumir posar taka aðeins við greiðslum sem eru undir 5.000 krónum. Posarnir verða uppfærðir fljótlega og þá verður ekkert sérstakt hámark á greiðslum með appinu. Kortaapp Landsbankans – Kort – er aðgengilegt í Google Play Store.

Kortaapp Landsbankans

Landsbankaappið

Með Landsbankaappinu geta viðskiptavinir bankans sinnt bankaviðskiptum í snjalltækjum, hvar og hvenær sem er. Innskráningarferlið er einfalt, en hægt er að skrá sig inn með fingrafari, rafrænum skilríkjum eða notendanafni og lykilorði.

Landsbankaappið

Komdu í viðskipti með Landsbankaappinu

Sért þú ekki þegar viðskiptavinur Landsbankans getur þú skráð þig í viðskipti á örfáum mínútum. Þú sækir appið og auðkennir þig með rafrænum skilríkjum. Við nýskráningu færð þú bankareikning, aðgang að netbanka og getur valið um fleiri þjónustuþætti.

Velkomin í viðskipti

Erlendar greiðslur í netbankanum

Í netbanka einstaklinga er hægt að framkvæma erlendar millifærslur. Hægt er að senda svokallaðar SEPA-greiðslur sem eru greiðslur innan Evrópu í evrum og hefðbundnar erlendar millifærslur (SWIFT).

Erlendar greiðslur

Greiðslumat á netinu

Það er einfalt að ganga frá greiðslumati á netinu. Til þess að hefja ferlið þarftu að hafa rafræn skilríki á farsíma til að samþykkja heimild fyrir gagnaöflun m.a. hjá CreditInfo og ríkisskattstjóra en gögnin eru notuð til vinnslu við greiðslumatið.

Greiðslumat

Stilltu yfirdráttinn í netbankanum eða Landsbankaappinu

Í netbankanum og Landsbankaappinu getur þú stofnað, hækkað, lækkað og fellt niður yfirdráttarheimild.

Skammtímalán

Dreifðu kreditkortareikningum

Hægt er að dreifa kreditkortareikningum á einfaldan og fljótlegan hátt yfir allt að 12 mánuði í netbanka Landsbankans

Greiðsludreifing

Frystu kortið í appinu

Í Landsbankaappinu getur þú fryst greiðslukortið samstundis ef það týnist eða kemst í rangar hendur og opnað það aftur.

Landsbankaappið

Þú gætir einnig haft áhuga á
Grænland
13. feb. 2024
Fyrirtækjaráðgjöf bankans ráðgjafi í vel heppnuðu hlutafjárútboði Amaroq
Amaroq Minerals Ltd., félag sem starfar á sviði námuvinnslu og er handhafi réttinda til leitar að verðmætum málmum í jörðu á Suður-Grænlandi, lauk í gær vel heppnuðu hlutafjárútboði að andvirði 7,6 milljarða íslenskra króna.
Reykjanesbær
13. feb. 2024
Nasz oddział w Reykjanesbær przy Krossmóar 4a został ponownie otwarty
Serdecznie witamy Klientów w tych samych godzinach otwarcia co wcześniej, tj. w godz. 10.00‒16.00 w każdy dzień roboczy.
Reykjanesbær
12. feb. 2024
Útibú bankans í Reykjanesbæ opið
Útibú okkar í Reykjanesbæ að Krossmóum 4a hefur verið opnað að nýju.
Gulleggið 2024
9. feb. 2024
Sea Growth er sigurvegari Gulleggsins 2024
Viðskiptahugmyndin Sea Growth bar sigur úr bítum í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Sea Growth gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Teymið skipa Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir, Alexander Schepsky, Martin Uetz og Sigrún Guðjónsdóttir.
Sjávarklasinn
8. feb. 2024
Landsbankinn hefur samstarf við Íslenska sjávarklasann
Íslenski sjávarklasinn og Landsbankinn hafa hafið samstarf sem miðar að því að styðja við aukna verðmætasköpun í bláa hagkerfinu. Áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að lausnum á þeim áskorunum sem rótgrónari fyrirtæki standa frammi fyrir, auk þess að styðja við frumkvöðla sem vinna verðmæti úr því sem áður var fargað.
Netbanki
26. jan. 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 29. janúar. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti til kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Reykjastræti
23. jan. 2024
Skert þjónusta í hraðbönkum vegna kerfisuppfærslu
Vegna kerfisuppfærslu verða hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki lokuð milli kl. 21.00 og 23.30 þriðjudagskvöldið 23. janúar.
Ánægjuvogin
19. jan. 2024
Efstur banka í Ánægjuvoginni fimmta árið í röð
Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2023 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu og er þetta fimmta árið í röð sem bankinn fær þessa viðurkenningu.
Austurbakki
18. jan. 2024
Przedłużamy możliwe rozwiązania dla mieszkańców Grindavíku
Na samym początku klęski żywiołowej Landsbankinn zaproponował wszystkim mieszkańcom Grindavíku program ochrony płatności obowiązujący przez okres sześciu miesięcy, a ponadto zniesienie odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych na okres trzech miesięcy. W związku z sytuacją, w której znaleźli się mieszkańcy Grindavíku, postanowiliśmy przedłużyć okres, w którym obowiązuje zniesienie odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych o dodatkowe trzy miesiące, tj. do końca kwietnia br.
Austurbakki
18. jan. 2024
Við framlengjum úrræði fyrir Grindvíkinga
Strax í upphafi hamfaranna bauð Landsbankinn öllum Grindvíkingum greiðsluskjól í sex mánuði og einnig felldum við niður vexti og verðbætur á íbúðalánum þeirra í þrjá mánuði. Í ljósi þeirrar stöðu sem Grindvíkingar eru í höfum við ákveðið að framlengja þann tíma sem íbúðalán þeirra bera hvorki vexti né verðbætur um þrjá mánuði til viðbótar, þ.e. til aprílloka.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur