Fréttir

Svona fær­um við banka­þjón­ustu í þín­ar hend­ur

Notkun og eftirspurn eftir stafrænum lausnum hefur stóraukist síðustu ár. Landsbankinn leggur mikla áherslu á að auka framboð á þjónustu á netinu og í símanum, sem auðveldar fólki að eiga bankaviðskipti hvar og hvenær sem því hentar.
23. október 2018

Notkun og eftirspurn eftir stafrænum lausnum hefur stóraukist síðustu ár. Landsbankinn leggur mikla áherslu á að auka framboð á þjónustu á netinu og í símanum, sem auðveldar fólki að eiga bankaviðskipti hvar og hvenær sem því hentar.

Landsbankinn hefur á undanförnum vikum og misserum kynnt fjölmargar nýjar leiðir til að sinna bankaerindum með stafrænum hætti og von er á fleiri stafrænum lausnum á næstunni.

Borgaðu með símanum – Kortaapp Landsbankans

Með kortaappi Landsbankans getur þú greitt fyrir vörur og þjónustu í snertilausum posum um allan heim. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í prófunum á appinu undanfarna daga og bendum um leið á að eins og stendur taka sumir posar taka aðeins við greiðslum sem eru undir 5.000 krónum. Posarnir verða uppfærðir fljótlega og þá verður ekkert sérstakt hámark á greiðslum með appinu. Kortaapp Landsbankans – Kort – er aðgengilegt í Google Play Store.

Kortaapp Landsbankans

Landsbankaappið

Með Landsbankaappinu geta viðskiptavinir bankans sinnt bankaviðskiptum í snjalltækjum, hvar og hvenær sem er. Innskráningarferlið er einfalt, en hægt er að skrá sig inn með fingrafari, rafrænum skilríkjum eða notendanafni og lykilorði.

Landsbankaappið

Komdu í viðskipti með Landsbankaappinu

Sért þú ekki þegar viðskiptavinur Landsbankans getur þú skráð þig í viðskipti á örfáum mínútum. Þú sækir appið og auðkennir þig með rafrænum skilríkjum. Við nýskráningu færð þú bankareikning, aðgang að netbanka og getur valið um fleiri þjónustuþætti.

Velkomin í viðskipti

Erlendar greiðslur í netbankanum

Í netbanka einstaklinga er hægt að framkvæma erlendar millifærslur. Hægt er að senda svokallaðar SEPA-greiðslur sem eru greiðslur innan Evrópu í evrum og hefðbundnar erlendar millifærslur (SWIFT).

Erlendar greiðslur

Greiðslumat á netinu

Það er einfalt að ganga frá greiðslumati á netinu. Til þess að hefja ferlið þarftu að hafa rafræn skilríki á farsíma til að samþykkja heimild fyrir gagnaöflun m.a. hjá CreditInfo og ríkisskattstjóra en gögnin eru notuð til vinnslu við greiðslumatið.

Greiðslumat

Stilltu yfirdráttinn í netbankanum eða Landsbankaappinu

Í netbankanum og Landsbankaappinu getur þú stofnað, hækkað, lækkað og fellt niður yfirdráttarheimild.

Skammtímalán

Dreifðu kreditkortareikningum

Hægt er að dreifa kreditkortareikningum á einfaldan og fljótlegan hátt yfir allt að 12 mánuði í netbanka Landsbankans

Greiðsludreifing

Frystu kortið í appinu

Í Landsbankaappinu getur þú fryst greiðslukortið samstundis ef það týnist eða kemst í rangar hendur og opnað það aftur.

Landsbankaappið

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netöryggi
31. des. 2024
Vörum við svikapóstum í nafni Skattsins
Við vörum við svikatölvupóstum sem hafa verið sendir í nafni Skattsins. Í póstinum er sagt að skattayfirvöld hafi uppfært upplýsingar varðandi skattframtalið þitt og að þú eigir að nálgast upplýsingar á þjónustuvef Skattsins með því að smella á hlekk sem sendur er með póstinum.
20. des. 2024
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
19. des. 2024
Dagatal Landsbankans 2025 - Vatnið
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra. Vatnslitamyndir eftir myndlistamanninn Stefán „Mottuna“ Óla Baldursson prýða dagatalið í ár.
19. des. 2024
Afgreiðslutími um jól og áramót
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag er opið til kl. 12 sem þýðir að útibú sem alla jafna opna eftir kl. 12 eru lokuð á gamlársdag. Að öðru leyti er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur