Fréttir

Ný hlað­vörp um hús­næð­is­mál og at­vinnu­mál stúd­enta

Í tveimur nýjum hlaðvörpum Umræðunnar er fjallað um fjármál stúdenta. Í fyrra hlaðvarpinu er fjallað um húsnæðismál og í hinu seinna er fjallað um atvinnumál og atvinnuleit stúdenta. Hlaðvörpin eru unnin í samvinnu við Stúdentaráð Háskóla Íslands.
16. október 2018

Í tveimur nýjum hlaðvörpum Umræðunnar er fjallað um fjármál stúdenta. Í fyrra hlaðvarpinu er fjallað um húsnæðismál og í hinu seinna er fjallað um atvinnumál og atvinnuleit stúdenta. Hlaðvörpin eru unnin í samvinnu við Stúdentaráð Háskóla Íslands.

Hlaðvörpin eru aðgengileg á Spotify og á Umræðunni en koma von bráðar í aðrar hlaðvarpsveitur.

Húsnæðismál stúdenta

Skortur er á íbúðum fyrir stúdenta á viðráðanlegu leiguverði. Biðlistar eru á stúdentagarða og lítið framboð af litlum íbúðum á viðráðanlegu leiguverði.

Jónas Már Torfason, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands, ræðir við Ara Skúlason, hagfræðing hjá Landsbankanum, Elísabetu Ingu Sigurðardóttur, háskólanema og fréttamann á Stöð 2 og Pétur Martein Urbancic Tómasson, háskólanema, um húsnæðismál stúdenta frá ýmsum hliðum.

Hlaðvarp: Húsnæðismál stúdenta

Atvinnumál og atvinnuleit stúdenta

Háskólamenntað fólk hefur alltaf haft mjög góðan aðgang að vinnumarkaði. En nú er staðan orðin erfiðari og atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur aukist. Hvernig geta stúdentar undirbúið sig fyrir vinnumarkaðinn og hvað getur mögulega gefið þeim forskot?

Jónas Már Torfason, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Ísland, ræðir við Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóra Landsbankans, Jónínu Kárdal, náms- og starfsráðgjafa við Háskóla Íslands og Ragnheiði Skúladóttir, formann fjármála- og atvinnulífsnefndar Stúdentaráðs.

Hlaðvarp: Atvinnumál og atvinnuleit stúdenta

Þú gætir einnig haft áhuga á
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Peningaseðlar
1. mars 2024
Útleiðum danska, norska og sænska seðla
Landsbankinn mun hætta kaupum og sölu á reiðufé í þremur Norðurlandagjaldmiðlum á næstunni. Um er að ræða norskar, sænskar og danskar krónur. 
28. feb. 2024
Öflugra netspjall á landsbankinn.is
Netspjallið á vef Landsbankans er nú orðið enn öflugra eftir að við tókum í notkun nýtt spjallmenni sem getur svarað einföldum en samt mjög fjölbreyttum, fyrirspurnum um bankaþjónustu og fjármál og leiðbeint viðskiptavinum í notkun sjálfsafgreiðslulausna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur