Ný hlaðvörp um húsnæðismál og atvinnumál stúdenta
Í tveimur nýjum hlaðvörpum Umræðunnar er fjallað um fjármál stúdenta. Í fyrra hlaðvarpinu er fjallað um húsnæðismál og í hinu seinna er fjallað um atvinnumál og atvinnuleit stúdenta. Hlaðvörpin eru unnin í samvinnu við Stúdentaráð Háskóla Íslands.
Hlaðvörpin eru aðgengileg á Spotify og á Umræðunni en koma von bráðar í aðrar hlaðvarpsveitur.
Húsnæðismál stúdenta
Skortur er á íbúðum fyrir stúdenta á viðráðanlegu leiguverði. Biðlistar eru á stúdentagarða og lítið framboð af litlum íbúðum á viðráðanlegu leiguverði.
Jónas Már Torfason, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands, ræðir við Ara Skúlason, hagfræðing hjá Landsbankanum, Elísabetu Ingu Sigurðardóttur, háskólanema og fréttamann á Stöð 2 og Pétur Martein Urbancic Tómasson, háskólanema, um húsnæðismál stúdenta frá ýmsum hliðum.
Hlaðvarp: Húsnæðismál stúdenta
Atvinnumál og atvinnuleit stúdenta
Háskólamenntað fólk hefur alltaf haft mjög góðan aðgang að vinnumarkaði. En nú er staðan orðin erfiðari og atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur aukist. Hvernig geta stúdentar undirbúið sig fyrir vinnumarkaðinn og hvað getur mögulega gefið þeim forskot?
Jónas Már Torfason, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Ísland, ræðir við Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóra Landsbankans, Jónínu Kárdal, náms- og starfsráðgjafa við Háskóla Íslands og Ragnheiði Skúladóttir, formann fjármála- og atvinnulífsnefndar Stúdentaráðs.