16. október 2018 - Landsbankinn
Jónas Már Torfason, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Íslands stýrði umræðum. Gestir hans voru Jónína Kárdal, náms- og starfsráðgjafi við Háskóla Íslands, Ragnheiður Skúladóttir, forseti fjármála- og atvinnulífsnefndar Stúdentaráðs Íslands og Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á

14. jan. 2021
Af hverju hækkuðu hlutabréf og fasteignir í heimsfaraldri?
Í þættinum er fjallað um hlutabréfa-, skuldabréfa og gjaldeyrismarkaðinn á árinu 2020. Rætt er um það sem mörgum kann að koma spánskt fyrir sjónir, að hlutabréfamarkaðir hækkuðu í miðjum heimsfaraldri. Una Jónsdóttir, sérfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans og einn helsti sérfræðingur okkar um fasteignamarkaðinn ræðir þróunina á þeim markaði á árinu 2020 og horfurnar.

17. des. 2020
Fjármálamarkaðir, vinnumarkaðurinn og ríkisfjármál
Í þættinum er farið yfir þróunina á innlendum fjármálamörkuðum. Einnig er farið yfir þróunina í nýskráningum í Bandaríkjanum þar sem sérstaklega er litið til eins fyrirtækis með íslenska tengingu. Auk þess er rætt við Ara Skúlason frá Hagfræðideild Landsbankans um stöðuna á íslenska vinnumarkaðnum og ríkisfjármál.

2. des. 2020
Krónan, gjaldeyrismarkaðurinn og vaxtaákvörðun Seðlabankans
Í þættinum er farið yfir þróunina á innlendum fjármálamörkuðum í nóvember, nýjustu verðbólgutölur frá Hagstofunni, hagvaxtartölur á þriðja fjórðungi og síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Að auki er rætt við Stefni Kristjánsson hjá gjaldeyrisviðskiptum Landsbankans um gjaldeyrismarkaðinn og þróunina á íslensku krónunni að undanförnu.

27. nóv. 2020
Sjálfbærni og græn fjármál
Í þættinum er fjallað um sjálfbær fjármál frá ýmsum hliðum. Hvað eru græn skuldabréf og regnbogafjármögnun? Hver eru raunveruleg umhverfisáhrif fjármálafyrirtækja og hver er þróunin í ábyrgum fjárfestingum?

21. okt. 2020
Hagspá Landsbankans og fasteignamarkaðurinn
Í þættinum er rætt við Daníel Svavarsson, forstöðumann Hagfræðideildar og Unu Jónsdóttur sérfræðing, um nýja hagspá Landsbankans. Farið er yfir stöðu og horfur í efnahagsmálum og sérstaklega rætt um fasteignamarkaðinn. Ný þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020 -2023 var birt þann 20. október.

20. okt. 2020
Ungir fjárfestar
Hvernig byrjar maður að fjárfesta og afhverju ætti ungt fólk að hugsa um sparnað eða fjárfestingar?

15. maí 2020
Markaðsumræðan: Efnahagsáfall aldarinnar - fjallað um nýja hagspá Landsbankans
Arnar Ingi Jónsson, Daníel Svavarsson og Gústaf Steingrímsson fjalla um nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans sem gefin var út 15. maí. Samkvæmt spánni mun landsframleiðsla dragast saman um tæplega 9% á árinu 2020 en við taki hægur bati. Mikil óvissa sé þó um efnahagshorfur.

11. mars 2020
Markaðsumræðan: Áhrif Covid-19 á hlutabréfamarkaði og efnahagslífið
Arnar Ingi Jónsson, Daníel Svavarsson og Sveinn Þórarinsson í Hagfræðideild Landsbankans ræða um áhrif Covid-19 á hlutabréfamarkaði og efnahagslíf hér á landi og erlendis. Rætt er um aðgerðir sem ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa kynnt til að sporna gegn samdrætti, uppnámið sem varð á olíumörkuðum, áhrif á gengi krónunnar og fleira.

17. des. 2019
Markaðsumræðan: Hlutdeildarlán, kaup TM á Lykli og fjarskiptamarkaðurinn
Í þættinum ræða Arnar I. Jónsson og Sveinn Þórarinsson við Unu Jónsdóttur um Hlutdeildarlán á fasteignamarkaði. Stjórnvöld hafa boðað frumvarp um hlutdeildarlán, að breskri fyrirmynd, sem er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast íbúð. Einnig er fjallað um kaup TM á Lykli og þróun skráðra félaga á fjarskiptamarkaði. Auk þess sem áskoranir í rekstri eru ræddar og rýnt inn í framtíðina.

10. des. 2019
Markaðsumræðan: Lucinity og baráttan gegn peningaþvætti
Í þættinum ræða Arnar og Sveinn við Guðmund Rúnar Kristjánsson stofnanda Lucinity um peningaþvætti og hvaða leiðir eru færar í baráttunni gegn því. Lucinity er íslenskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í notkun hjálpargreindar í baráttunni gegn peningaþvætti.