Hægt að skipta rúblum í krónur til 1. nóvember
Fram til 1. nóvember nk. verður hægt að skipta rússneskum rúblum yfir í íslenskar krónur hjá Landsbankanum. Eftir það verður ekki hægt að skipta rúbluseðlum í íslenskar krónur.
Rússneskar rúblur eru alla jafna ekki fáanlegar á Íslandi og yfirleitt er ekki heldur hægt að skipta rúblum yfir í íslenskar krónur. Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Knattspyrnusambands Íslands og knattspyrnulandsliðanna og í tilefni af heimsmeistaramótinu í fótbolta í sumar setti bankinn upp rúbluhraðbanka í Smáralind þar sem hægt var að taka út rúblur tímabundið. Aðeins var boðið upp á rúbluseðla í hraðbankanum.
Á vef bankans er hægt að sjá upplýsingar um gengi rússnesku rúblunnar gagnvart íslenskri krónu.