Landsbankinn fær lán frá Norræna fjárfestingabankanum
Um er að ræða þriðja lánasamninginn sem NIB gerir við Landsbankann en eldri samningar eru frá árunum 2015 og 2017. Henrik Normann, forstjóri Norræna fjárfestingabankans, segir:
„Samstarf Norræna fjárfestingabankans og Landsbankans hefur reynst afar farsælt. Í samstarfi við Landsbankann getum við náð til fjölda lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi með langtímafjármögnun í Bandaríkjadölum.“
Lilja Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Samstarfið við NIB er afar árangursríkt fyrir Landsbankann. Með því fáum við í senn bætt lánskjör og getum betur stutt við sjálfbæran og stöðugan vöxt íslenskra fyrirtækja.“
NIB er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu átta aðildarríkja: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar bæði til verkefna í opinbera og einkageiranum jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. Lánshæfismatseinkunn NIB er AAA/Aaa frá S&P Global og Moody‘s.

Landsbankinn kolefnisjafnar starfsemina

Landsbankinn á Djúpavogi flytur

Besti banki á Íslandi að mati The Banker

Landsbankinn efstur banka í Íslensku ánægjuvoginni 2020

Ný fjármálaumgjörð Landsbankans stuðlar að sjálfbærni

Oddziały banku są otwarte, ale uprzejmie prosimy o umówienie się na wizytę

Gott ár hjá Íslenska lífeyrissjóðnum

Við opnum útibúin en biðjum þig um að panta tíma

Úthlutun Tómstundastyrkja Klassa
