Fréttir

Lands­bank­inn fjár­magn­ar fram­kvæmd­ir við nýja stúd­entagarða Há­skól­ans í Reykja­vík

Landsbankinn og Háskólinn í Reykjavík (HR) hafa gert samning um að Landsbankinn veiti framkvæmdalán til nýrra stúdentagarða háskólans við Öskjuhlíð. Í Háskólagörðunum verða 125 íbúðir til útleigu fyrir stúdenta.
20. september 2018

Samningarnir voru undirritaðir í gær, 19. september, stuttu eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að byggingunni. Um er að ræða fyrsta áfanga Háskólagarða HR og verður byggingin tæplega 5.900 fermetrar á 4-5 hæðum. Baðherbergi og eldunaraðstaða verður í öllum íbúðum en þvottarými og önnur slík aðstaða verður sameiginleg. Áætlað er íbúðirnar verði teknar í notkun haustið 2020 og að heildarkostnaður verði um 2,6 milljarðar króna.

Samningurinn undirritaðurLilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Ari Kristinn Jónsson, rektor HR og Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Landsbankans undirrituðu samninginn.

Gert ráð fyrir 390 íbúðum

Í deiliskipulagi fyrir lóð HR við Öskjuhlíð er gert ráð fyrir byggingu samtals 390 íbúða. Þetta eru allt frá litlum einstaklingsíbúðum, um 25 m2 að stærð, upp í um 80 m2 þriggja herbergja íbúðir. Nokkrar íbúðanna munu einnig nýtast til leigu og tímabundinnar búsetu fyrir starfsfólk HR og starfsfólk fyrirtækja sem starfa innan HR og annarra þekkingarfyrirtækja sem tengjast háskólanum. Auk íbúða verður þjónustukjarni með fjölbreyttri þjónustu syðst á svæðinu, næst HR. Uppbyggingin mun fara fram í fjórum áföngum. Kanon arkitektar hanna byggingarnar og Jáverk mun reisa þær.

Tölvuteikning af stúdentagörðunum

Nánar um nýja stúdentagarða Háskólans í Reykjavík

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur