Töf á millifærslum til Íslandsbanka 14.-17. september
Dagana 14.-17. september mun Íslandsbanki, í samstarfi við Reiknistofu bankanna, innleiða nýtt innlána- og greiðslukerfi. Á meðan á innleiðingunni stendur munu reikningsyfirlit viðskiptavina Íslandsbanka ekki uppfærast og tafir verða á innborgunum á kreditkort.
Hvaða áhrif hefur þetta á viðskiptavini Landsbankans?
Eins og Íslandsbanki hefur greint frá mun innleiðing á kerfinu hefjast föstudaginn 14. september og stefnt er að því að henni verði lokið mánudaginn 17. september. Íslandsbanki hefur hvatt viðskiptavini sína til að ljúka nauðsynlegum bankaviðskiptum fyrir helgina, eigi þeir þess kost, til að forðast óþægindi.
Á meðan á innleiðingu stendur verður þjónusta í netbönkum og appi Íslandsbanka skert. Skerðingin hefur það m.a. í för með sér að upplýsingar um millifærslur af reikningum í Landsbankanum yfir á reikninga hjá Íslandsbanka munu ekki birtast samstundis í netbanka Íslandsbanka heldur í síðasta lagi þegar innleiðingu er lokið. Fé sem er millifært verður hægt að nýta með því að greiða með debetkortum. Ef greitt er inn á kreditkort frá Kreditkortum hf. eða Borgun mun ráðstöfun kortanna ekki hækka fyrr en á mánudag.
Við bendum viðskiptavinum á að í Landsbankaappinu og í netbankanum er hægt að senda kvittanir fyrir millifærslum í tölvupósti, án kostnaðar.
Vakt í Þjónustuveri Landsbankans um helgina
Sérfræðingar okkar í Þjónustuveri Landsbankans verða til taks frá kl. 11-15 laugardag og sunnudag og er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða með því að senda okkur skilaboð í gegnum Messenger á Facebook.