Fréttir

Lands­bank­inn að­ili að Jafn­réttis­vísi Capacent

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, hefur tekið við viðurkenningu um að bankinn sé nú orðinn aðili að Jafnréttisvísi Capacent. Jafnréttisvísirinn er stefnumótun og vitundarvakning á sviði jafnréttis þar sem staða jafnréttismála innan fyrirtækis eða stofnunar er metin með ítarlegri greiningavinnu.
10. september 2018 - Landsbankinn

Í kjölfarið er unnið að breytingaverkefnum og markmiðasetningu til að bæta stöðu jafnréttismála og innleiða þau. Leitast er við að ná heildrænu sjónarhorni á jafnréttismál og eru lykilþættir sem horft er til menning, samskipti og vinnuumhverfi, stefna og skipulag, skipurit, laun og fyrirmyndir. Ekki síst er lögð áhersla á að fá upp á yfirborðið þá ómeðvituðu kynbundnu fordóma sem oft leynast í menningu, umhverfi og skipulagi fyrirtækja.

Samkomulag um að Landsbankinn tæki þátt í verkefninu var undirritað í febrúar og hefur verið unnið að því síðan, með þátttöku allra starfsmanna bankans, að greina stöðuna og móta breytingaverkefni til næstu ára.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans:

„Í Landsbankanum, sem og í samfélaginu öllu, hefur að undanförnu orðið mikil vitundarvakning í jafnréttismálum. Með samstarfinu við Capacent og beitingu Jafnréttisvísins fáum við aðstoð við að greina stöðuna ítarlega, móta skýr markmið og vera almennt meðvitaðri í öllum samskiptum í þeim tilgangi að byggja upp gott starfsumhverfi og jákvæða og uppbyggilega fyrirtækjamenningu. Höfuðáherslan í jafnréttismálum hjá Landsbankanum síðustu ár hefur verið að tryggja körlum og konum jöfn tækifæri og jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Við höfum náð góðum árangri en Jafnréttisvísirinn hjálpar okkur að gera enn betur.“

Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent:

„Það hefur verið stórkostlegt að vinna með Landsbankanum að þessu verkefni og finna þann kraft og þann vilja sem er jafnt hjá stjórnendum sem starfsmönnum að koma Landsbankanum í fremstu röð á sviði jafnréttismála. Nær allir þeir þúsund einstaklingar sem starfa hjá bankanum hafa verið virkjaðir í vinnunni á einhverju stigi og hafa tekið þátt í að móta þau breytingaverkefni sem nú verður ráðist í.“

Lilja B. Einarsdóttir tekur við viðurkenningunniBaldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, Steingrímur Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá Capacent.
Þú gætir einnig haft áhuga á
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Peningaseðlar
1. mars 2024
Útleiðum danska, norska og sænska seðla
Landsbankinn mun hætta kaupum og sölu á reiðufé í þremur Norðurlandagjaldmiðlum á næstunni. Um er að ræða norskar, sænskar og danskar krónur. 
28. feb. 2024
Öflugra netspjall á landsbankinn.is
Netspjallið á vef Landsbankans er nú orðið enn öflugra eftir að við tókum í notkun nýtt spjallmenni sem getur svarað einföldum en samt mjög fjölbreyttum, fyrirspurnum um bankaþjónustu og fjármál og leiðbeint viðskiptavinum í notkun sjálfsafgreiðslulausna.
Netöryggi
23. feb. 2024
Vörum við þjófum við hraðbanka
Við vörum við þjófum sem stela kortum frá fólki sem er að taka út peninga í hraðbanka og ítrekum mikilvægi þess að enginn sjái þegar PIN er slegið inn.
Grindavík
22. feb. 2024
Grindvíkingar halda óbreyttum vaxtakjörum við kaup á nýrri íbúð
Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign.
Krossmói
22. feb. 2024
Zebranie dotyczące finansów: Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn oraz Związek Zawodowy Marynarzy i Rybaków w Keflavíku i okolicach (VSFK) zapraszają na zebranie informacyjne w języku polskim na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur