Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn að­ili að Jafn­réttis­vísi Capacent

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, hefur tekið við viðurkenningu um að bankinn sé nú orðinn aðili að Jafnréttisvísi Capacent. Jafnréttisvísirinn er stefnumótun og vitundarvakning á sviði jafnréttis þar sem staða jafnréttismála innan fyrirtækis eða stofnunar er metin með ítarlegri greiningavinnu.
10. september 2018 - Landsbankinn

Í kjölfarið er unnið að breytingaverkefnum og markmiðasetningu til að bæta stöðu jafnréttismála og innleiða þau. Leitast er við að ná heildrænu sjónarhorni á jafnréttismál og eru lykilþættir sem horft er til menning, samskipti og vinnuumhverfi, stefna og skipulag, skipurit, laun og fyrirmyndir. Ekki síst er lögð áhersla á að fá upp á yfirborðið þá ómeðvituðu kynbundnu fordóma sem oft leynast í menningu, umhverfi og skipulagi fyrirtækja.

Samkomulag um að Landsbankinn tæki þátt í verkefninu var undirritað í febrúar og hefur verið unnið að því síðan, með þátttöku allra starfsmanna bankans, að greina stöðuna og móta breytingaverkefni til næstu ára.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans:

„Í Landsbankanum, sem og í samfélaginu öllu, hefur að undanförnu orðið mikil vitundarvakning í jafnréttismálum. Með samstarfinu við Capacent og beitingu Jafnréttisvísins fáum við aðstoð við að greina stöðuna ítarlega, móta skýr markmið og vera almennt meðvitaðri í öllum samskiptum í þeim tilgangi að byggja upp gott starfsumhverfi og jákvæða og uppbyggilega fyrirtækjamenningu. Höfuðáherslan í jafnréttismálum hjá Landsbankanum síðustu ár hefur verið að tryggja körlum og konum jöfn tækifæri og jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Við höfum náð góðum árangri en Jafnréttisvísirinn hjálpar okkur að gera enn betur.“

Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent:

„Það hefur verið stórkostlegt að vinna með Landsbankanum að þessu verkefni og finna þann kraft og þann vilja sem er jafnt hjá stjórnendum sem starfsmönnum að koma Landsbankanum í fremstu röð á sviði jafnréttismála. Nær allir þeir þúsund einstaklingar sem starfa hjá bankanum hafa verið virkjaðir í vinnunni á einhverju stigi og hafa tekið þátt í að móta þau breytingaverkefni sem nú verður ráðist í.“

Lilja B. Einarsdóttir tekur við viðurkenningunniBaldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, Steingrímur Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá Capacent.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.  
Snjallsími
3. sept. 2025
Breyting á dagslokum bankadaga
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.
3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum! 
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.