Fréttir

Lands­bank­inn í sam­starf við LGT Capital Partners

Eignastýring Landsbankans hefur gert samstarfssamning við alþjóðlega eignastýringarfyrirtækið LGT Capital Partners sem felur í sér að viðskiptavinir Landsbankans geta nú fjárfest í fjölbreyttum fjárfestingasjóðum LGT.
30. ágúst 2018

LGT Capital Partners er leiðandi, sérhæft fjárfestingafyrirtæki með yfir 60 milljarða Bandaríkjadali í stýringu. Á meðal viðskiptavina eru yfir 500 fagfjárfestar frá 37 löndum. Alþjóðlegt teymi yfir 450 sérfræðinga hefur umsjón með fjölbreyttum fjárfestingaleiðum þar sem m.a. er lögð áhersla á sérhæfðar fjárfestingar, eignadreifingu og ávöxtun lausafjár. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Pfaeffikon í Sviss. Fyrirtækið rekur einnig útibú í New York, Dublin, London, París, Vaduz, Dúbaí, Peking, Hong Kong, Tókýó og Sydney.

Fjölbreytt úrval erlendra sjóða

Landsbankinn býður nú þegar upp á miðlun á erlendum hlutabréfum og skuldabréfum á öllum helstu mörkuðum. Einnig býður bankinn upp á milligöngu um kaup í erlendum verðbréfasjóðum hjá þekktum sjóðastýringarfyrirtækjum eins og AllianceBernstein, BlackRock, T. Rowe Price, UBS, Carnegie Funds og í erlendum verðbréfasjóðum sem eru í rekstri hjá Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans.

Tom Haas Carstensen, framkvæmdastjóri Norðurlandastarfs hjá LGT Capital Partners: „Það gleður okkur að hefja samstarf við Landsbankann. Þekking bankans á íslensku atvinnulífi gerir okkur kleift að ná til fleiri fjárfesta. Það er trú okkar að reynsla LGT Capital Partners af sérhæfðum fjárfestingum og því að taka góða stjórnarhætti, umhverfislega og félagslega þætti inn í fjárfestingarákvarðanir, henti mörgum íslenskum fjárfestum.“

Kristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringarþjónustu hjá Landsbankanum: „Það er afar ánægjulegt að geta bætt sjóðum LGT Capital Partners við fjölbreytt vöruúrval Landsbankans á erlendum mörkuðum og þannig fjölgað fjárfestingarkostum á alþjóðlegum vettvangi. Við erum ekki síst ánægð með samstarfið þar sem LGT býr yfir mikill þekkingu og reynslu við mat á fjárfestingakostum með sjálfbærni að leiðarljósi. Það samræmist vel stefnu Landsbankans í samfélagsábyrgð en undanfarin ár hefur bankinn verið í fararbroddi við innleiðingu ábyrgra fjárfestinga.“

Kristín Erla JóhannsdóttirKristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringarþjónustu Landsbankans
Þú gætir einnig haft áhuga á
Fjármálamót Hvernig stækkað ég fyrirtækið mitt
14. feb. 2025
Hvernig stækka ég fyrirtækið mitt? Opinn fundur á Akureyri 20. febrúar
Á opnum fundi Landsbankans næstkomandi fimmtudag, 20. febrúar kl. 16.30, ætla eigendur og stjórnendur þriggja fyrirtækja á Akureyri og í Eyjafirði fjalla um hvernig þeir stækkuðu sín fyrirtæki og hvaða áskoranir þeir tókust á við á þeirri vegferð.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Landsbankinn
6. feb. 2025
Engar lokanir lengur vegna veðurs
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
Landsbankinn
5. feb. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að kvöldi miðvikudags 5. febrúar frá kl. 21.30 til 23.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
4. feb. 2025
Morgunfundur um fjármögnun og uppbyggingu innviða
Landsbankinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins heldur morgunfund fimmtudaginn 13. mars nk. þar sem sjónum verður beint að samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við innviðaframkvæmdir, einkum á sviði samgöngumála.
Landsbankinn
4. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn lokuð snemma á miðvikudagsmorgun
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni miðvikudagsins 5. febrúar frá kl. 06.00 til 07.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Dagatal Landsbankans 2025 sýning
3. feb. 2025
Sýning á dagatalsmyndunum – listamannaspjall 3. febrúar
Myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans í ár eru nú til sýnis í Landsbankanum Reykjastræti 6. Stefán „Mottan“ Óli Baldursson, sem málaði myndirnar, verður í bankanum mánudaginn 3. febrúar, frá kl. 13-15.30, og þar verður hægt að spjalla við hann um myndirnar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur