Landsbankinn gefur út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 100 milljónir evra
Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 285 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði og munu skuldabréfin bera 3,125% vexti. Heildareftirspurn nam 160 milljónum evra aðallega frá fjárfestum á Norðurlöndum, meginlandi Evrópu og Bretlandi.
Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN-útgáfuramma bankans og er stefnt að töku skuldabréfanna til viðskipta í írsku kauphöllinni þann 6. september 2018.
Umsjónaraðilar sölunnar voru Citigroup og J.P. Morgan.
Lilja Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:
„Það er ánægjulegt að Landsbankinn hafi náð þeim áfanga að ljúka sinni fyrstu sölu á víkjandi skuldabréfum í evrum. Undirtektir fjárfesta voru góðar og eru til marks um að bankinn njóti vaxandi trausts á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Útgáfan er liður í að ná fram hagkvæmari fjármagnsskipan sem styður við arðsemismarkmið bankans til lengri tíma litið.“

Landsbankinn kolefnisjafnar starfsemina

Landsbankinn á Djúpavogi flytur

Besti banki á Íslandi að mati The Banker

Landsbankinn efstur banka í Íslensku ánægjuvoginni 2020

Ný fjármálaumgjörð Landsbankans stuðlar að sjálfbærni

Oddziały banku są otwarte, ale uprzejmie prosimy o umówienie się na wizytę

Gott ár hjá Íslenska lífeyrissjóðnum

Við opnum útibúin en biðjum þig um að panta tíma

Úthlutun Tómstundastyrkja Klassa
