Fréttir

Út­hlut­an­ir úr Menn­ing­ar­næt­urpotti Lands­bank­ans

Alls fengu 25 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans í ár. Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar valdi styrkþegana úr hópi 240 umsókna. Hægt verður að sjá afrakstur þeirra á Menningarnótt 18. ágúst. Veittir voru styrkir á bilinu 100-500.000 kr. til einstaklinga og hópa, samtals fjórar milljónir króna.
14. ágúst 2018

Alls fengu 25 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans í ár. Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar valdi styrkþegana úr hópi 240 umsókna. Hægt verður að sjá afrakstur þeirra á Menningarnótt 18. ágúst. Veittir voru styrkir á bilinu 100-500.000 kr. til einstaklinga og hópa, samtals fjórar milljónir króna.

Menningarnæturpotturinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Landsbankans sem hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi. Landsbankinn mun til viðbótar við styrkina standa fyrir árvissri dagskrá í útibúi sínu í Austurstræti á Menningarnótt.

Styrkþegar Menningarnæturpotts Landsbankans 2018

Styrkupphæð: 500.000 kr.

  • Jóhann Kristófer - Toppurinn

Á Menningarnótt verður hluta efstu hæðar bílastæðahússins við Hverfisgötu 20 umbreytt. Í stað bíla verður fólk, í stað ryks verða plöntur, og í stað umferðarniðs verður dönnuð „house“ tónlist. Það sem áður var hæð í bílastæðahúsi verður nú dannaður „lounge rooftop” bar. Þar koma fram Houskell, Sturla Atlas & Bjarni, Frímann og GDRN & Magnús Jóhann, þau flytja sína tónlist í einsöngsútgáfum. Listrænn umbreytir er Jóhann Kristófer Stefánsson.

Styrkupphæð: 300.000 kr.

  • Lúðrasveitin Svanur - Lúðrasveita „battl“

Þrjár stærstu lúðrasveitir borgarinnar mætast í Hljómskálagarðinum með sitt besta lið og takast á þar til yfir lýkur. Baráttan fer fram með lúðrum og slagverki.

Styrkupphæð: 200.000 kr.

  • Curver Thoroddsen - Andrými í Höggmyndagarðinum

Sýningin er unnin sérstaklega fyrir garðinn og samanstendur af innsetningu og gjörningnum Grjótskilningi sem framinn verður kl. 17:00 á Menningarnótt og verður hluti af sýningunni. Markmið sýningarinnar er að skapa andrými í Höggmyndagarðinum sem er opið öllum á hvaða tíma sem er. Torf- og grjót-orkupunktar mynda einskonar andleg rými fyrir gesti til að staldra við, íhuga, velta fyrir sér hinu innra, hinu ytra, leika sér eða bara vera.

  • Ágústa Rós Árnadóttir - Árið er 1918 – í fréttum er þetta helst!

Hið sögufræga hús við Aðalstræti 10 heyrir nú undir Borgarsögusafn Reykjavíkur og er orðið að fallegu safna- og sýningahúsi. Leikarar verða fengnir til þess að lesa valdar fréttir og munu þeir klæðast fötum í anda ársins 1918. Upplesturinn fer fram með vissu millibili yfir daginn en einnig verður tónlistarflutningur sem hæfir tíðarandanum.

  • Snorri Ástráðsson - Hip Hop hátíð Menningarnætur

Hip Hop hátíðin eru einu tónleikarnir á Menningarnótt sem einblína einungis á Hip hop og það ferskasta í þeirri senu á Íslandi. Tónleikarnir fara fram á Ingólfstorgi.

  • Ingimundur Björgvinsson - Upplyfting

Bekkpressumót með myndlistar- og tónlistarívafi. Konur og karlar geta skráð sig á bekkpressumótið eða mætt á staðinn og spreytt sig á stönginni undir eftirliti og leiðsögn fremsta kraftlyftingafólks landsins.

  • Björn Steinar Jóhannesson - Precious Plastic Reykjavík

Precious Plastic eru samtök sem stuðla að aukinni endurvinnslu plasts á heimsvísu. Með einfaldleikann í fyrirrúmi hafa samtökin hannað fjórar mismunandi vélar sem gegna hver sínu hlutverki í að umbreyta plastúrgangi í nýja nytjamuni – og skapa með því úrgangnum nýtt virði. Vinnustofan verður staðsett í gámi miðsvæðis í Reykjavík.

  • Eyrún Ævarsdóttir - Æskusirkusinn

Æskusirkusinn er barna- og unglingastarf Hringleiks og vettvangur fyrir börn, 8 til 16 ára, til að æfa sirkuslistir af ýmsu tagi. Sýningin verður við útitaflið í Lækjargötu. Sex metra hár loftfimleikastandur verður settur upp sem gerir loftfimleikafólki Æskusirkusins kleift að sýna atriði sín.

Styrkupphæð: 180.000 kr.

  • Borghildur Indriðadóttir - Hei maei

Fiskiskipið Heimaey VE-001 stendur nú við gömlu höfnina í Reykjavík. Skipið og umhverfi þess er uppspretta hugmyndarinnar að gjörningnum Hei maei.

Styrkupphæð: 150.000 kr.

  • Vigdís Bergsdóttir - Geimskipið Jörð

Innsetningin Geimskipið jörð er verk þriggja ungra listakvenna sem mynda hópinn ENDUR HUGSA. Þar verður hægt að skoða alheiminn út frá þremur ólíkum sjónarhornum í þremur mismunandi hvelfingum. Hvelfingarnar hýsa gagnvirka stafræna stjörnuskoðun, fróðleg listaverk um ský og birtingarmynd geislavirkni í þokuhylki (e. cloud chamber).

  • Hotel Reykjavík Marina - Ljóðasjoppa á Menningarnótt

Skáld sitja við ritvélar og semja ljóð fyrir gesti og gangandi eftir pöntun. Gestir velja viðfangsefnið og bíða á staðnum á meðan ljóðið er samið og pikkað á ritvélina. Gestir ganga því á brott með ljóð sem er einstakt, ritsmíð samin sérstaklega fyrir hvern og einn gest.

Styrkupphæð: 120.000 kr.

  • Prent & vinir - Kósýkvöld Prents & vina á Listasafni Íslands

Prent & vinir standa fyrir „Kósýkvöldi Prents & vina á Listasafni Íslands“. Hátíðarhöldin standa allan daginn með sýningu á nýjum stórum grafíkverkum sem prentuð voru með jarðvegsþjöppu á Ísafirði og yfirlitssýningu á verkum sem unnin hafa verið af gestalistamönnum á sýningartímabilinu. Skipulögð dagskrá kósýkvöldsins hefst með tónleikum Teits Magnússonar og dj Flugvélar og geimskips í innsetningunni.

Styrkupphæð: 100.000 kr.

  • Óskar Styrmir Hauksson - Víkinga-málmbræðsla

Málmsmiðja þar sem unnið er með niðurbræddan málm við Bríetartún.

  • Félag Litháa á Íslandi - Takk, Ísland

Félag Litháa á Íslandi kynnir þjóðbúninga, þjóðdansa og söngva.

  • Improv Ísland - Spunamaraþon

Improv Ísland samanstendur af rúmlega 30 spunaleikurum sem spinna í 6 klukkustundir samfellt í Þjóðleikhúskjallaranum.

  • Benóný Ægisson - Garðtónleikar fyrir börn

Tónleikar fyrir börn, haldnir í garði við Skólavörðustíg 4c. Þar verða fluttar þrjár smáóperur sem Benóný hefur samið við texta eftir Roald Dahl, um Rauðhettu, Öskubusku og grísina þrjá, ásamt fleiri barnalögum.

  • Capoeira Mandinga á Íslandi - Capoeira á Menningarnótt

Capoeira er brasilísk bardagalist sem felur einnig í sér dans, tónlist og loftfimleika. Á Menningarnótt munu tveir glæsilegir Capoeira hópar frá Reykjavík og Mílanó (samtals um 20 fullorðnir og 10 börn) koma fram við Austurvöll.

  • Skylmingafélagið Væringjar - Sverð og riddaramennska: Kynning á sögulegum evrópskum skylmingum

Skylmingafélagið Væringjar verður með sýningarbardaga og kynningu á aðeins öðruvísi skylmingum en flestir eru vanir, þ.e með þýskum tveggja handa sverðum og öðrum evrópskum sverðum. Þessi íþrótt er stunduð um alla Evrópu og Bandaríkin og er þekkt undir nafninu HEMA (e. Historical European Martial Arts), eða sögulegar evrópskar bardagalistir.

  • Sunna Ástþórsdóttir - Klapparstígur 12: Umskipti /Samtalssalóna

Í þrjár klukkustundir er almenningi boðið að leika flugur á vegg á einkaheimili við Klapparstíg 12 þar sem tólf menningarvitar ræða saman í pörum.

  • Dorothee Kirch - WHAT ARE PEOPLE FOR?

Gjörningur eftir Önnu McCarthy og samstarfskonu hennar, Manuelu Rzytki, í Nýlistasafninu í Marshallhúsinu. Gjörningurinn fer fram á Menningarnótt kl. 21:00 til tæplega 23:00, lýkur tímanlega áður en flugeldasýningin hefst.

  • Munstur - MMMM – tónleikar

Listrænir tónleikar á Menningarnótt, haldnir á Hagatorgi – skipulagðir af Kristni Arnari Sigurðssyni og Atla Arnarsyni.

  • Álfheiður Erla Guðmundsdóttir - Kvöldtónar í Dómkirkjunni

Sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og píanóleikarinn Eva Þyri Hilmarsdóttir halda tónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík. Á efnisskránni eru sönglög og aríur auk þekktra dúetta óperubókmenntanna.

  • Hermann Sæmundsson - Komið úr skúrnum!

Bílskúrsbönd fullorðinna kvenna og karla koma úr skúrnum á Menningarnótt og láta ljós sitt skína í Iðnó.

  • Daníel Þ. Sigurðsson - Frumflutningur á nýjum strengjakvintett

Um er að ræða frumflutning á nýju verki eftir Daníel Sigurðsson sem er um það bil 20 mínútur að lengd. Tónlistin er lífleg og aðgengileg og minnir svolítið á ameríska jazz-tónskáldið George Gershwin eða franska tónskáldið Maurice Ravel.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur