Mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð hækkaði í 11,5% 1. júlí 2018
Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA hækkaði mótframlag launagreiðanda úr 10% í 11,5% 1. júlí 2018. Er það síðasti áfangi í hækkun en mótframlagið hækkaði úr 8% í 8,5% 1. júlí 2016 og í 10% 1. júlí 2017. Frá 1 júlí 2018 varð því heildariðgjaldið 15,5%.
Sjóðfélagar sem greiða lögbundinn lífeyrissparnað í Íslenska lífeyrissjóðinn og njóta hærra iðgjalds þurfa ekkert að aðhafast þar sem viðbótin rennur öll til frjálsrar séreignar sem er laus til útgreiðslu frá 60 ára aldri.
Sjóðfélagar kjarasamningsbundinna lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði geta valið að hækkun mótframlags, allt að 3,5%, renni í tilgreinda séreign hjá Íslenska lífeyrissjóðnum. Tilgreind séreign er laus til útborgunar frá 67 ára aldri, en unnt verður að taka hana út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á fimm árum, frá 62 til 67 ára aldurs.
Frekari upplýsingar má fá hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans og hjá Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans í síma 410 4040 eða með að senda tölvupóst á netfangið RadgjofVL@landsbankinn.is.