Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Út­hlut­un úr Gleði­göngupotti Hinseg­in daga og Lands­bank­ans

Opið var fyrir umsóknir um styrki úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans dagana 8. maí til 11. júní og hefur dómnefnd, skipuð af stjórn Hinsegin daga, verið að störfum frá þeim degi.
26. júní 2018

Opið var fyrir umsóknir um styrki úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans dagana 8. maí til 11. júní og hefur dómnefnd, skipuð af stjórn Hinsegin daga, verið að störfum frá þeim degi.

Niðurstöður dómnefndar liggja nú fyrir og eru styrkveitingar ársins sem hér segir:

  • Hinsegin félagsmiðstöð S78 – UngliðarS78: 200.000 kr.
  • Q – félag hinsegin stúdenta: 200.000 kr.
  • Hinsegin kórinn: 200.000 kr.
  • Intersex Ísland: 190.000 kr.
  • Það er þjóðlegt að vera hýr: 170.000 kr.
  • Drag-Súgur: 150.000 kr.
  • Óstofnað tví- og pankynhneigt félag Íslands: 150.000 kr.
  • BDSM á Íslandi: 100.000 kr.
  • House of Strike: 100.000 kr
  • Trans Ísland: 80.000 kr.

Samþykkt var að veita samtals styrki fyrir allt að 1.540.000 kr. en til viðbótar við 1.500.000 króna framlag Landsbankans hafði dómnefnd til ráðstöfunar 220.000 kr. sem ekki gengu út árið 2017. Dómnefnd heldur því eftir 180.000 krónum sem heimilt verður að nýta til veitingu hvatningarverðlauna ársins 2018.

Dómnefnd ársins skipuðu þau Gunnlaugur Bragi Björnsson – formaður Hinsegin daga, Karen Ósk Magnúsdóttir – gjaldkeri Hinsegin daga, Eva Jóa – f.h. göngustjórnar Gleðigöngu Hinsegin daga, Bjartmar Þórðarson – leikari, söngvari og altmulig-maður og Ingileif Friðriksdóttir – fjölmiðla- og athafnakona.

Nánari upplýsingar um Gleðigöngu Hinsegin daga

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.
4. júlí 2025
Frábær þátttaka í Aukakrónuhlaupi Ármanns
Aukakrónuhlaup Ármanns og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi voru ræst fyrir utan Landsbankann, Reykjastræti 6, miðvikudaginn 2. júlí. Veðrið var með besta móti og tóku tæplega 500 hlauparar þátt að þessu sinni, enda njóta götuhlaupin mikilla vinsælda hér á landi. Andrea Kolbeinsdóttir og Stefán Pálsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi árið 2025.
1. júlí 2025
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast í dag, þriðjudaginn 1. júlí 2025, undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum.
Reykjastræti
19. júní 2025
Útibú TM er flutt í Reykjastræti 6
Útibú TM á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag, 19. júní 2025, í útibú Landsbankans í Reykjastræti 6 í miðborg Reykjavíkur. Þar tekur starfsfólk TM og bankans vel á móti viðskiptavinum.