Fréttir

Lands­bank­inn af­hend­ir Þjóð­skjala­safni elstu skjöl bank­ans

Landsbankinn hefur í samstarfi við Seðlabanka Íslands afhent Þjóðskjalasafninu hluta af skjalasafni Landsbanka Íslands til varðveislu. Þetta er með stærri afhendingum sem Þjóðskjalasafnið hefur tekið við.
30. maí 2018

Elstu skjölin eru uppdrættir af götum Reykjavíkur frá 1861 og þau yngstu eru frá árinu 1989. Skjalasafnið barst Þjóðskjalasafninu á um 30 vörubrettum en alls eru þetta 260 hillumetrar af skjölum.

Eiríkur G. Guðmundsson, þjóðskjalavörður, segir:

„Skjalasafnið inniheldur ekki einungis mikilvægar heimildir um sögu Landsbankans heldur einnig íslensku þjóðarinnar. Skjölin varpa ljósi á fjármála- og stjórnmálasögu Íslands á síðari hluta 19. aldar og nærri alla 20. öldina. Einnig geta þau verið heimildir um kjör alþýðufólks á þessum tíma. Í skjalasafninu er ekki eingöngu að finna skjöl Landsbankans heldur einnig sparisjóða sem störfuðu víða um landið og sameinuðust síðar Landsbankanum. Því geymir skjalasafn Landsbankans einnig sögu landshluta. Þetta er með stærstu sendingum sem við höfum fengið og opnast nú tækifæri fyrir fræðimenn til að skoða safnið og nýta í rannsóknum sínum.“

Lóðaútmælingabók frá árinu 1861 er elsta skjalið sem Landsbankinn afhendir Þjóðskjalasafninu. Í hana eru teiknuð mörk lóða í Reykjavík, auk þess sem bókin er skrá yfir eigendur húsa í bænum. Á myndinni kemur fram nafn Lækjartorgs og lækurinn sjálfur sést greinilega, enda fór hann ekki í stokk fyrr en miklu síðar.

Hrafnhildur G. Stefánsdóttir, deildarstjóri á skjalasafni Landsbankans, segir:

„Í skjalasafni Landsbanka Ísland er að finna frumheimildir um sögu og starfsemi bankans ásamt yfirgripsmiklum fróðleik sem tengist atvinnulífi Íslendinga allt frá síðari hluta 19. aldar. Í gegnum tíðina hafa starfsmenn bankanna varðveitt þessi skjöl vel. Það er því sérstakt ánægjuefni að þau hafi nú verið afhent Þjóðskjalasafni til varðveislu og þar með opnað fyrir aðgengi fræðimanna að elstu heimildum Landsbanka Íslands.“

Í skjalasafninu eru m.a. bókhaldsbækur Landsbanka Íslands, aðalbanka og útibúa, ýmsar færslubækur, aðalbækur og sjóðsbækur, gjörðabók bankastjórnar (1886), gjörðabækur stjórnar Landsbanka Íslands (1909-1929), bréfadagbækur, bækur um erlenda víxla, tékka og kladdabækur.

Myndin sýnir teikningu af Austurstræti og lóðum í Grjótaþorpi. Hverri lóð var gefið númer sem vísaði síðan í yfirlitsblað yfir eigendur hverrar lóðar fyrir sig. (Lóðaútmælingabók frá 1861).

Varðveisla skjalasafnsins

Skipulagt skjalasafn Landsbanka Íslands og Seðlabanka Íslands á rætur sínar að rekja til ársins 1962 þegar þessir aðilar gerðu með sér samkomulag um flokkun og varðveislu hinna ýmsu gagna, þ. á m. elstu skjala bankanna er varðveitt voru á þeim tíma í kjallara Neskirkju. Samhliða því var ráðinn skjalavörður, Haraldur Hannesson hagfræðingur, til að sinna skjalavörslu fyrir báða bankana.

Skjalasafnið var flutt í Höfðatún 6 árið 1967 þar sem bankarnir voru með ýmsa starfsemi á þeim tíma og árið 1980 var það flutt í húsnæði Seðlabankans að Einholti 4. Árið 1981 gerðu bankarnir með sér samkomulag um að Seðlabankinn tæki að sér að varðveita elstu skjöl Landsbanka Íslands, þau er hafa sögulega þýðingu og varðveislugildi.

Vakin er athygli á því að í lögum um opinber skjalasöfn (77/2014) eru skjöl, sem innihalda upplýsingar um persónulega hagi einstaklinga, ekki opin öðrum en þeim sem málið varðar, fyrr en að 80 árum liðnum frá myndun þeirra.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur