Fréttir

Lands­bank­inn af­hend­ir Þjóð­skjala­safni elstu skjöl bank­ans

Landsbankinn hefur í samstarfi við Seðlabanka Íslands afhent Þjóðskjalasafninu hluta af skjalasafni Landsbanka Íslands til varðveislu. Þetta er með stærri afhendingum sem Þjóðskjalasafnið hefur tekið við.
30. maí 2018

Elstu skjölin eru uppdrættir af götum Reykjavíkur frá 1861 og þau yngstu eru frá árinu 1989. Skjalasafnið barst Þjóðskjalasafninu á um 30 vörubrettum en alls eru þetta 260 hillumetrar af skjölum.

Eiríkur G. Guðmundsson, þjóðskjalavörður, segir:

„Skjalasafnið inniheldur ekki einungis mikilvægar heimildir um sögu Landsbankans heldur einnig íslensku þjóðarinnar. Skjölin varpa ljósi á fjármála- og stjórnmálasögu Íslands á síðari hluta 19. aldar og nærri alla 20. öldina. Einnig geta þau verið heimildir um kjör alþýðufólks á þessum tíma. Í skjalasafninu er ekki eingöngu að finna skjöl Landsbankans heldur einnig sparisjóða sem störfuðu víða um landið og sameinuðust síðar Landsbankanum. Því geymir skjalasafn Landsbankans einnig sögu landshluta. Þetta er með stærstu sendingum sem við höfum fengið og opnast nú tækifæri fyrir fræðimenn til að skoða safnið og nýta í rannsóknum sínum.“

Lóðaútmælingabók frá árinu 1861 er elsta skjalið sem Landsbankinn afhendir Þjóðskjalasafninu. Í hana eru teiknuð mörk lóða í Reykjavík, auk þess sem bókin er skrá yfir eigendur húsa í bænum. Á myndinni kemur fram nafn Lækjartorgs og lækurinn sjálfur sést greinilega, enda fór hann ekki í stokk fyrr en miklu síðar.

Hrafnhildur G. Stefánsdóttir, deildarstjóri á skjalasafni Landsbankans, segir:

„Í skjalasafni Landsbanka Ísland er að finna frumheimildir um sögu og starfsemi bankans ásamt yfirgripsmiklum fróðleik sem tengist atvinnulífi Íslendinga allt frá síðari hluta 19. aldar. Í gegnum tíðina hafa starfsmenn bankanna varðveitt þessi skjöl vel. Það er því sérstakt ánægjuefni að þau hafi nú verið afhent Þjóðskjalasafni til varðveislu og þar með opnað fyrir aðgengi fræðimanna að elstu heimildum Landsbanka Íslands.“

Í skjalasafninu eru m.a. bókhaldsbækur Landsbanka Íslands, aðalbanka og útibúa, ýmsar færslubækur, aðalbækur og sjóðsbækur, gjörðabók bankastjórnar (1886), gjörðabækur stjórnar Landsbanka Íslands (1909-1929), bréfadagbækur, bækur um erlenda víxla, tékka og kladdabækur.

Myndin sýnir teikningu af Austurstræti og lóðum í Grjótaþorpi. Hverri lóð var gefið númer sem vísaði síðan í yfirlitsblað yfir eigendur hverrar lóðar fyrir sig. (Lóðaútmælingabók frá 1861).

Varðveisla skjalasafnsins

Skipulagt skjalasafn Landsbanka Íslands og Seðlabanka Íslands á rætur sínar að rekja til ársins 1962 þegar þessir aðilar gerðu með sér samkomulag um flokkun og varðveislu hinna ýmsu gagna, þ. á m. elstu skjala bankanna er varðveitt voru á þeim tíma í kjallara Neskirkju. Samhliða því var ráðinn skjalavörður, Haraldur Hannesson hagfræðingur, til að sinna skjalavörslu fyrir báða bankana.

Skjalasafnið var flutt í Höfðatún 6 árið 1967 þar sem bankarnir voru með ýmsa starfsemi á þeim tíma og árið 1980 var það flutt í húsnæði Seðlabankans að Einholti 4. Árið 1981 gerðu bankarnir með sér samkomulag um að Seðlabankinn tæki að sér að varðveita elstu skjöl Landsbanka Íslands, þau er hafa sögulega þýðingu og varðveislugildi.

Vakin er athygli á því að í lögum um opinber skjalasöfn (77/2014) eru skjöl, sem innihalda upplýsingar um persónulega hagi einstaklinga, ekki opin öðrum en þeim sem málið varðar, fyrr en að 80 árum liðnum frá myndun þeirra.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Netöryggi
10. júní 2024
Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur