Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn af­hend­ir Þjóð­skjala­safni elstu skjöl bank­ans

Landsbankinn hefur í samstarfi við Seðlabanka Íslands afhent Þjóðskjalasafninu hluta af skjalasafni Landsbanka Íslands til varðveislu. Þetta er með stærri afhendingum sem Þjóðskjalasafnið hefur tekið við.
30. maí 2018

Elstu skjölin eru uppdrættir af götum Reykjavíkur frá 1861 og þau yngstu eru frá árinu 1989. Skjalasafnið barst Þjóðskjalasafninu á um 30 vörubrettum en alls eru þetta 260 hillumetrar af skjölum.

Eiríkur G. Guðmundsson, þjóðskjalavörður, segir:

„Skjalasafnið inniheldur ekki einungis mikilvægar heimildir um sögu Landsbankans heldur einnig íslensku þjóðarinnar. Skjölin varpa ljósi á fjármála- og stjórnmálasögu Íslands á síðari hluta 19. aldar og nærri alla 20. öldina. Einnig geta þau verið heimildir um kjör alþýðufólks á þessum tíma. Í skjalasafninu er ekki eingöngu að finna skjöl Landsbankans heldur einnig sparisjóða sem störfuðu víða um landið og sameinuðust síðar Landsbankanum. Því geymir skjalasafn Landsbankans einnig sögu landshluta. Þetta er með stærstu sendingum sem við höfum fengið og opnast nú tækifæri fyrir fræðimenn til að skoða safnið og nýta í rannsóknum sínum.“

Lóðaútmælingabók frá árinu 1861 er elsta skjalið sem Landsbankinn afhendir Þjóðskjalasafninu. Í hana eru teiknuð mörk lóða í Reykjavík, auk þess sem bókin er skrá yfir eigendur húsa í bænum. Á myndinni kemur fram nafn Lækjartorgs og lækurinn sjálfur sést greinilega, enda fór hann ekki í stokk fyrr en miklu síðar.

Hrafnhildur G. Stefánsdóttir, deildarstjóri á skjalasafni Landsbankans, segir:

„Í skjalasafni Landsbanka Ísland er að finna frumheimildir um sögu og starfsemi bankans ásamt yfirgripsmiklum fróðleik sem tengist atvinnulífi Íslendinga allt frá síðari hluta 19. aldar. Í gegnum tíðina hafa starfsmenn bankanna varðveitt þessi skjöl vel. Það er því sérstakt ánægjuefni að þau hafi nú verið afhent Þjóðskjalasafni til varðveislu og þar með opnað fyrir aðgengi fræðimanna að elstu heimildum Landsbanka Íslands.“

Í skjalasafninu eru m.a. bókhaldsbækur Landsbanka Íslands, aðalbanka og útibúa, ýmsar færslubækur, aðalbækur og sjóðsbækur, gjörðabók bankastjórnar (1886), gjörðabækur stjórnar Landsbanka Íslands (1909-1929), bréfadagbækur, bækur um erlenda víxla, tékka og kladdabækur.

Myndin sýnir teikningu af Austurstræti og lóðum í Grjótaþorpi. Hverri lóð var gefið númer sem vísaði síðan í yfirlitsblað yfir eigendur hverrar lóðar fyrir sig. (Lóðaútmælingabók frá 1861).

Varðveisla skjalasafnsins

Skipulagt skjalasafn Landsbanka Íslands og Seðlabanka Íslands á rætur sínar að rekja til ársins 1962 þegar þessir aðilar gerðu með sér samkomulag um flokkun og varðveislu hinna ýmsu gagna, þ. á m. elstu skjala bankanna er varðveitt voru á þeim tíma í kjallara Neskirkju. Samhliða því var ráðinn skjalavörður, Haraldur Hannesson hagfræðingur, til að sinna skjalavörslu fyrir báða bankana.

Skjalasafnið var flutt í Höfðatún 6 árið 1967 þar sem bankarnir voru með ýmsa starfsemi á þeim tíma og árið 1980 var það flutt í húsnæði Seðlabankans að Einholti 4. Árið 1981 gerðu bankarnir með sér samkomulag um að Seðlabankinn tæki að sér að varðveita elstu skjöl Landsbanka Íslands, þau er hafa sögulega þýðingu og varðveislugildi.

Vakin er athygli á því að í lögum um opinber skjalasöfn (77/2014) eru skjöl, sem innihalda upplýsingar um persónulega hagi einstaklinga, ekki opin öðrum en þeim sem málið varðar, fyrr en að 80 árum liðnum frá myndun þeirra.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netsvik
4. des. 2025
Netöryggisleikur Landsbankans spilaður 25.500 sinnum
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
4. des. 2025
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
Landsbankinn tekur þátt í og er kyndilberi verkefnis Almannaróms, Þín íslenska er málið. Markmið verkefnisins er að safna heimildum um íslenskunotkun fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Oft er um sértækan orðaforða að ræða, íðorð og hugtök, sem ekki eru í víðtækri notkun en eru engu að síður mikilvægur hluti af fjölbreytilegum málheimi okkar allra.
Maður við tölvu
4. des. 2025
Gamlársdagur ekki bankadagur – áhrif á eindaga og greiðslur
Seðlabankinn hefur ákveðið að gamlársdagur, 31. desember, verði framvegis ekki bankadagur.
26. nóv. 2025
Ljósin tendruð á Hamborgartrénu 29. nóvember
Ljósin verða tendruð á 60 ára afmæli Hamborgartrésins þann 29. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Landsbankinn
21. nóv. 2025
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti inn- og útlána. Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir nýrra íbúðalána lækka um 0,10 -0,20 prósentustig.
18. nóv. 2025
Landsbankinn styrkir Örninn í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Arnarsins.
Landsbankinn
14. nóv. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember 2025. Lokað verður frá miðnætti til um kl. 4.00 á mánudagsmorgun. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Netsvik
10. nóv. 2025
Leikir sem fræðsla um netöryggi
Landsbankinn er öflugur útgefandi fræðsluefnis, allt frá faglegum greiningum og almennri fræðslu um fjármál, netöryggi og sjálfbærni til umfjöllunar um efni sem er efst á baugi hverju sinni.
24. okt. 2025
Breytingar á framboði nýrra íbúðalána
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.