Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn af­hend­ir Þjóð­skjala­safni elstu skjöl bank­ans

Landsbankinn hefur í samstarfi við Seðlabanka Íslands afhent Þjóðskjalasafninu hluta af skjalasafni Landsbanka Íslands til varðveislu. Þetta er með stærri afhendingum sem Þjóðskjalasafnið hefur tekið við.
30. maí 2018

Elstu skjölin eru uppdrættir af götum Reykjavíkur frá 1861 og þau yngstu eru frá árinu 1989. Skjalasafnið barst Þjóðskjalasafninu á um 30 vörubrettum en alls eru þetta 260 hillumetrar af skjölum.

Eiríkur G. Guðmundsson, þjóðskjalavörður, segir:

„Skjalasafnið inniheldur ekki einungis mikilvægar heimildir um sögu Landsbankans heldur einnig íslensku þjóðarinnar. Skjölin varpa ljósi á fjármála- og stjórnmálasögu Íslands á síðari hluta 19. aldar og nærri alla 20. öldina. Einnig geta þau verið heimildir um kjör alþýðufólks á þessum tíma. Í skjalasafninu er ekki eingöngu að finna skjöl Landsbankans heldur einnig sparisjóða sem störfuðu víða um landið og sameinuðust síðar Landsbankanum. Því geymir skjalasafn Landsbankans einnig sögu landshluta. Þetta er með stærstu sendingum sem við höfum fengið og opnast nú tækifæri fyrir fræðimenn til að skoða safnið og nýta í rannsóknum sínum.“

Lóðaútmælingabók frá árinu 1861 er elsta skjalið sem Landsbankinn afhendir Þjóðskjalasafninu. Í hana eru teiknuð mörk lóða í Reykjavík, auk þess sem bókin er skrá yfir eigendur húsa í bænum. Á myndinni kemur fram nafn Lækjartorgs og lækurinn sjálfur sést greinilega, enda fór hann ekki í stokk fyrr en miklu síðar.

Hrafnhildur G. Stefánsdóttir, deildarstjóri á skjalasafni Landsbankans, segir:

„Í skjalasafni Landsbanka Ísland er að finna frumheimildir um sögu og starfsemi bankans ásamt yfirgripsmiklum fróðleik sem tengist atvinnulífi Íslendinga allt frá síðari hluta 19. aldar. Í gegnum tíðina hafa starfsmenn bankanna varðveitt þessi skjöl vel. Það er því sérstakt ánægjuefni að þau hafi nú verið afhent Þjóðskjalasafni til varðveislu og þar með opnað fyrir aðgengi fræðimanna að elstu heimildum Landsbanka Íslands.“

Í skjalasafninu eru m.a. bókhaldsbækur Landsbanka Íslands, aðalbanka og útibúa, ýmsar færslubækur, aðalbækur og sjóðsbækur, gjörðabók bankastjórnar (1886), gjörðabækur stjórnar Landsbanka Íslands (1909-1929), bréfadagbækur, bækur um erlenda víxla, tékka og kladdabækur.

Myndin sýnir teikningu af Austurstræti og lóðum í Grjótaþorpi. Hverri lóð var gefið númer sem vísaði síðan í yfirlitsblað yfir eigendur hverrar lóðar fyrir sig. (Lóðaútmælingabók frá 1861).

Varðveisla skjalasafnsins

Skipulagt skjalasafn Landsbanka Íslands og Seðlabanka Íslands á rætur sínar að rekja til ársins 1962 þegar þessir aðilar gerðu með sér samkomulag um flokkun og varðveislu hinna ýmsu gagna, þ. á m. elstu skjala bankanna er varðveitt voru á þeim tíma í kjallara Neskirkju. Samhliða því var ráðinn skjalavörður, Haraldur Hannesson hagfræðingur, til að sinna skjalavörslu fyrir báða bankana.

Skjalasafnið var flutt í Höfðatún 6 árið 1967 þar sem bankarnir voru með ýmsa starfsemi á þeim tíma og árið 1980 var það flutt í húsnæði Seðlabankans að Einholti 4. Árið 1981 gerðu bankarnir með sér samkomulag um að Seðlabankinn tæki að sér að varðveita elstu skjöl Landsbanka Íslands, þau er hafa sögulega þýðingu og varðveislugildi.

Vakin er athygli á því að í lögum um opinber skjalasöfn (77/2014) eru skjöl, sem innihalda upplýsingar um persónulega hagi einstaklinga, ekki opin öðrum en þeim sem málið varðar, fyrr en að 80 árum liðnum frá myndun þeirra.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
28. apríl 2025
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í A-
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að lánshæfismat Landsbankans til langs tíma hefði verið hækkað úr BBB+ í A-. Lánshæfismatið hefur ekki verið hærra frá árinu 2014, þegar S&P hóf að veita bankanum lánshæfiseinkunnir.
16. apríl 2025
Þjónusta um páskana – appið og Ellí loka ekki
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 22. apríl nk.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. 
8. apríl 2025
Húsfyllir í Landsbankanum á HönnunarMars
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.
Fjölskylda úti í náttúru
7. apríl 2025
Úrræði að renna út hjá mörgum - viðbótarlífeyrissparnaður og fyrstu kaup
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.