Nýr afgreiðslutími í hluta útibúa Landsbankans
Í júní tekur nýr afgreiðslutími gildi í hluta af útibúum Landsbankans. Um leið verða gerðar breytingar á útibúi Landsbankans við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavík. Með þessu er þjónustan í útibúunum aðlöguð að breyttum aðstæðum í bankaþjónustu en viðskiptavinir kjósa í auknum mæli að nota stafrænar lausnir til að sinna bankaviðskiptum og fara því sjaldnar í útibú en áður.
Landsbankinn leggur mikla áherslu á stafræna tækni. Undanfarnar vikur og mánuði hefur bankinn kynnt fjölmargar nýjar stafrænar þjónustuleiðir, þar á meðal Landsbankaappið, en áður hafði bankinn m.a. boðið viðskiptavinum að stilla sjálfir yfirdráttinn í netbankanum, sækja rafrænt um greiðsludreifingu kreditkorta og ljúka greiðslumati vegna íbúðalána á netinu. Fleiri nýjungar verða kynntar til sögunnar á næstunni. Í öllum tilvikum hafa viðtökurnar verið mjög góðar og það er ljóst að viðskiptavinir vilja geta sinnt sínum bankaviðskiptum í símanum eða tölvunni, hvar og hvenær sem er. Tækniþróun undanfarinna ára gerir það m.a. að verkum að heimsóknum í útibú hefur fækkað og ýmsir þættir bankastarfsemi krefjast færra starfsfólks en áður. Landsbankanum er það engu að síður mjög mikilvægt að reka öflugt útibúanet en alls rekur bankinn 37 útibú og afgreiðslur um allt land.
Breytingarnar hafa allar komið til framkvæmda. Upplýsingar um opnunartíma má nálgast á vef bankans.
Eftirfarandi breytingar verða gerðar á afgreiðslutíma
Núverandi afgreiðslutími
Nýr afgreiðslutími
Breiðdalsvík
12.30-16.00
12.00-15.00
Djúpivogur
11.00-16.00
12.00-15.00
Hvammstangi
9.00-16.00
12.00-15.00
Kópasker
12.00-16.00
12.00-15.00
Neskaupstaður
9.00-16.00
12.00-15.00
Patreksfjörður
9.00-16.00
12.00-15.00
Raufarhöfn
12.00-15.30
12.00-15.00
Skagaströnd
9.00-16.00
12.00-15.00
Vopnafjörður
12.30-16.00
12.00-15.00
Þorlákshöfn
9.00-16.00
12.00-15.00
Þórshöfn
12.30-16.00
12.00-15.00
Samhliða þessum breytingum verður útibú bankans við Hagatorg gert að afgreiðslu frá útibúinu við Austurstræti 11. Bakvinnslustörf í útibúinu við Hagatorg verða lögð niður og bakvinnslustörfum í höfuðstöðvum bankans fækkar. Starfsfólki við Hagatorg mun því fækka en viðskiptavinir ættu ekki að verða varir við miklar breytingar á þjónustu.
Nánari upplýsingar er hægt að fá í viðkomandi útibúum, með því að hringja í Þjónustuver Landsbankans í s. 410 4000 eða senda tölvupóst í netfangið info@landsbankinn.is.









