Fréttir

Opið fyr­ir um­sókn­ir um styrki úr Gleði­göngupotti

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans. Gleðigöngupottinum er ætlað að styðja einstaklinga og hópa til þátttöku í Gleðigöngu Hinsegin daga sem fer fram 11. ágúst nk.
22. maí 2018

oembed

Drag-Súgur var meðal þeirra sem hlaut styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans í fyrra.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans. Gleðigöngupottinum er ætlað að styðja einstaklinga og hópa til þátttöku í Gleðigöngu Hinsegin daga sem fer fram 11. ágúst nk.

Landsbankinn hefur verið stoltur styrktaraðili Hinsegin daga um árabil og þegar samstarfssamningur bankans og Hinsegin daga var endurnýjaður í fyrra var ákveðið að stofna um leið Gleðigöngupott. Landsbankinn leggur árlega til 1,5 milljónir króna í pottinn auk annars stuðnings við hátíðina. Stjórn Hinsegin daga annast umsóknarferlið og skipar dómnefnd sem fer yfir umsóknir og úthlutar styrkjunum.

Tekið verður við umsóknum til og með 3. júní og niðurstaðan verður tilkynnt 20. júní. Miðað er við að styrkfjárhæðir séu á bilinu 100.000-500.000 krónur. Við hvetjum sem flesta hugmyndaríka einstaklinga og hópa til að sækja um styrk til að standa að litlum sem stórum atriðum í göngunni.

Sækja um styrk úr Gleðigöngupottinum

Nánari upplýsingar um Gleðigöngupottinn

Dómnefnd Gleðigöngupottsins 2018 skipa:

  • Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga
  • Karen Ósk Magnúsdóttir, gjaldkeri Hinsegin daga
  • Eva Jóhannsdóttir, f.h. göngustjórnar Gleðigöngu Hinsegin daga
  • Bjartmar Þórðarson, leikari, söngvari og altmuligmaður
  • Ingileif Friðriksdóttir, fjölmiðla- og athafnakona

Ævintýri Drag-Súgs í Gleðigöngunni 2017

Drag-Súgur var einn af sjö hópum sem hlutu styrk úr Gleðigöngupottinum í fyrra og á Umræðunni var fylgst með undirbúningi og þátttöku hópsins í göngunni frá upphafi til enda. Auk þessara sjö hópa hlaut félagið Ace hvatningarverðlaun að göngunni lokinni. Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim einstaklingi eða hópi sem með eftirtektarverðum hætti vekur athygli á boðskap síns atriðis í Gleðigöngu Hinsegin daga.

„Þetta er búið að vera algjört ævintýri“ – Drag-Súgur í Gleðigöngunni 2017

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur