Landsbankinn annast hlutafjárútboð í Heimavöllum 7.-8. maí
Landsbankinn hefur umsjón með hlutafjárútboði í Heimavöllum leigufélagi. Útboðið hefst kl. 10.00 mánudaginn 7. maí og lýkur kl. 16.00 þriðjudaginn 8. maí.
Í útboðinu verða boðnir til sölu 750.000.000 nýir hlutir í Heimavöllum sem er stærsta leigufélag landsins. Gefi eftirspurn tilefni til hefur félagið heimild til að fjölga seldum hlutum í útboðinu þannig að þeir nemi samtals allt að 900.000.000. Hlutafjáraukningin nemur 6,7%-7,9% af hlutafé Heimavalla að útboði loknu, allt eftir því hvort heimild til að fjölga seldum hlutum verður nýtt eða ekki.
Markmiðið með útboðinu er að fjölga hluthöfum í Heimavöllum þannig að félagið uppfylli skilyrði Aðalmarkaðar Kauphallar Íslands varðandi dreifingu hlutafjár og fjölda hluthafa. Stefnt er að því að hlutabréf í Heimavöllum verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar þann 24. maí nk.