Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Heið­ar­skóli bar sig­ur úr být­um í Skóla­hreysti

Heiðarskóli í Reykjanesbæ er sigurvegari Skólahreysti 2018 eftir æsispennandi úrslitakeppni í Laugardalshöll miðvikudaginn 2. maí. Laugalækjarskóli tryggði sér annað sætið og silfur með glæsilegum árangri og Grunnskólinn á Hellu varð í þriðja sæti og fékk bronsið. Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Skólahreysti og óskar keppendum og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.
3. maí 2018

Heiðarskóli í Reykjanesbæ er sigurvegari Skólahreysti 2018 eftir æsispennandi úrslitakeppni í Laugardalshöll miðvikudaginn 2. maí.

Laugalækjarskóli tryggði sér annað sætið og silfur með glæsilegum árangri og Grunnskólinn á Hellu varð í þriðja sæti og fékk bronsið. Tólf skólar af öllu landinu unnu sér keppnisrétt í úrslitum en yfir 100 skólar hófu keppni í ár. Stemningin var engu lík í Höllinni en keppnin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Keppnin hófst með krafti þegar Óliver Dór Örvarsson úr Laugalækjarskóla bar sigur úr býtum í bæði upphífingum og dýfum en hann tók 52 upphífingar og 54 dýfur. Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir úr Grunnskóla Húnaþings Vestra og Magnea Vignisdóttir úr Brekkuskóla voru jafnar í armbeygjukeppninni en þær tóku báðar 56 armbeygjur. Leonie Sigurlaug stóð sig einnig best í hreystigreip og náði glæsilegum tíma með því að hanga í 5.33 mínútur. Heiðarskóli sigraði að lokum hraðaþrautina en það voru Ingibjörg Birta Jóhannsdóttir og Eyþór Jónsson sem fóru þrautina fyrir hönd Heiðarskóla á 2.15 mínútum.

Sigurlið Heiðarskóla skipuðu Ingibjörg Birta Jóhannsdóttir og Eyþór Jónsson (hraðaþraut), Bartosz Wiktorowicz (upphífingar og dýfur) og Ástrós Elísa Eyþórsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Silfurlið Laugalækjarskóla skipuðu Tinna Dögg Þórðardóttir og Jónas Ingi Þórisson (hraðaþraut), Óliver Dór Örvarsson (upphífingar og dýfur) og Una Sigrún Zoega (armbeygjur og hreystigreip).

Bronslið Grunnskólans á Hellu skipuðu Jóna Kristín Þórhallsdóttir og Heiðar Óli Guðmundsson (hraðaþraut), Almar Máni Þorsteinsson (upphífingar og dýfur) og Írena Rós Haraldsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Aðrir skólar í úrslitum í ár voru Brekkuskóli, Grunnskólarnir á Suðureyri og í Súðavík, Grunnskóli Hornarfjarðar, Grunnskóli Húnaþings Vestra, Holtaskóli, Lindaskóli, Varmahlíðarskóli, Varmárskóli og Ölduselsskóli.

Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Skólahreysti og óskar keppendum og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.

Myndir og nánari upplýsingar um Skólahreysti

Þú gætir einnig haft áhuga á
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.  
Snjallsími
3. sept. 2025
Breyting á dagslokum bankadaga
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.
3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum! 
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.