Berglind Svavarsdóttir kjörin varaformaður bankaráðs Landsbankans
Berglind Svavarsdóttir lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1989, öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1995 og sem hæstaréttarlögmaður árið 2008. Berglind er meðeigandi hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. Hún hefur gegnt ýmsum stjórnarstörfum og sat m.a. í stjórn Lögmannafélags Íslands 2015-2017, þar af sem varaformaður 2016-2017. Berglind var fyrst kjörin í bankaráð Landsbankans í apríl 2016.
Formaður bankaráðs er Helga Björk Eiríksdóttir.