Fréttir

Hagn­að­ur Lands­bréfa 1.113 millj­ón­ir á ár­inu 2017

Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 1.113 milljónum króna á árinu 2017, samanborið við 702 milljóna króna hagnað fyrir rekstrarárið 2016. Aukning hagnaðar skýrist fyrst og fremst af árangurstengdum þóknunum af rekstri framtakssjóða.
15. mars 2018

Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2017. Helstu niðurstöður voru þessar:

  • Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 1.113 milljónum króna á árinu 2017, samanborið við 702 milljóna króna hagnað fyrir rekstrarárið 2016. Aukning hagnaðar skýrist fyrst og fremst af árangurstengdum þóknunum af rekstri framtakssjóða. li>
  • Hreinar rekstrartekjur námu 2.292 milljónum króna á árinu 2017 samanborið við 1.730 milljónir króna rekstrarárið 2016.
  • Eigið fé Landsbréfa í árslok 2017 nam um 3.763 milljónum króna samanborið við 3.150 milljónir króna í lok 2016.
  • Í lok tímabilsins voru eignir í stýringu 162 milljarðar króna samanborið við 184 milljarða í byrjun árs. Skýrist lækkunin annars vegar af arðgreiðslum úr framtakssjóðum og hins vegar í sveiflum á stærð fjárfestingarsjóðsins Landsbréf – Veltubréf, en sá sjóður fjárfestir fyrst og fremst í innlánum.
  • Starfsmenn voru 18 í árslok en fjöldi ársverka á árinu var 17.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa:

„Rekstur Landsbréfa gekk vel á árinu og hefur félagið fest sig í sessi sem eitt öflugasta rekstrarfélag sjóða hér á landi. Hagnaður félagsins jókst töluvert á milli ára sem skýrist að miklu leyti af árangurstengdum þóknunum af rekstri framtakssjóða. Það fyrirkomulag að tengja þóknanir við árangur tengir betur sameiginlega hagsmuni Landsbréfa og viðskiptavina og er ánægjulegt að sjá það skila svo góðum árangri sem raun ber vitni. Landsbréf munu halda áfram að leggja metnað sinn í að hlusta eftir þörfum fjárfesta og endurspegla það í fjölbreyttu sjóðaframboði félagsins, þar sem er að finna fjárfestingakosti sem mæta þörfum flestra fjárfesta.“

Nánari upplýsingar um ársreikning Landsbréfa veitir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, í síma 410 2500.

Landsbréf - ársreikningur 2017 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur