Ljósmyndakeppni Klassa - úrslit
Vinnu dómnefndar í ljósmyndakeppni Klassa er lokið og ljóst hverjir báru sigur úr býtum þetta árið. Innsendar myndir í keppnina voru tæplega 200 talsins og gaman var að sjá hversu fjölbreytt og skemmtilegt myndefnið var. Dómnefnd fékk það erfiða verk að velja sjö myndir úr öllum þeim fjölmörgu og góðu myndum sem sendar voru inn og var ein þeirra valin sigurmyndin.
Sigurvegari ljósmyndakeppninnar í ár er Gunnar Egill Guðlaugsson en hann sendi inn skemmtilega mynd af sér í sinni tómstund, sem er klifur. Gunnar Egill hlýtur iPad mini í verðlaun.
Sjö bestu tómstundamyndirnar:
Gunnar Egill Guðlaugsson - Klifur
Brimir Birgisson - Ljósmyndun
Embla Líf Hreinsdóttir - Ballett
Kristján Uni Jensson - Fjallahjólreiðar
Magnea Ósk Indriðadóttir - Fimleikar
María Sól Jósepsdóttir - Sund
Tinna Hrönn Einarsdóttir - Júdó









