Fréttir
Áhættuskýrsla Landsbankans fyrir árið 2017
Landsbankinn hefur gefið út áhættuskýrslu fyrir árið 2017. Í skýrslunni er gerð ítarleg grein fyrir öllum þáttum áhættustýringar bankans og er henni ætlað að veita markaðsaðilum upplýsingar um áhættu- og eiginfjárstýringu bankans, eiginfjárstöðu hans og lausafjárstöðu.
26. febrúar 2018
Í skýrslunni kemur meðal annars fram að áhættustaða Landsbankans sé stöðug og að lausafjár- og eiginfjárstaða bankans sé áfram sterk. Skýrslan er á ensku og ber nafnið Risk and Capital Management 2017, Pillar III risk report of Landsbankinn hf.
Þú gætir einnig haft áhuga á
23. jan. 2023
Fyrirtækjaráðgjöf bankans veitti ráðgjöf við sölu á hlutabréfum í Alvotech
Alvotech tilkynnti í dag að félagið hefði gengið frá sölu hlutabréfa fyrir um 19,5 milljarða króna (137 milljónir Bandaríkjadala) í lokuðu útboði. Hlutabréfin voru seld á genginu 1.650 krónur á hlut (ígildi 11,57 Bandaríkjadala á hlut) til hóps innlendra fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila. Hlutafjárútboðið hófst 19. janúar sl. og því lauk 22. janúar sl. Gert er ráð fyrir að uppgjör viðskiptanna og afhending bréfa fari fram 10. febrúar nk. Alvotech hyggst nota söluandvirði hlutabréfanna í almennan rekstur og til annarra þarfa félagsins. Ráðgjafar Alvotech í útboðinu voru Fyrirtækjaráðjöf Landsbankans og ACRO verðbréf.
18. jan. 2023
Breyting á föstum vöxtum nýrra íbúðalána
Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,25 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,10 prósentustig. Breytingarnar taka gildi frá og með 19. janúar. Breytingarnar taka einungis til nýrra íbúðalána og hafa engin áhrif á lán sem hafa þegar verið veitt. Við vekjum athygli á fræðslugrein um áhrif vaxtahækkana á lán.
13. jan. 2023
Varist svik í gegnum samfélagsmiðla – aldrei framsenda SMS-kóða
Við viljum vara viðskiptavini okkar við netsvikum, sérstaklega svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit, en mikið hefur borið á þeim undanfarið.
13. jan. 2023
Við erum efst banka í Ánægjuvoginni fjórða árið í röð
Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2022 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu. Þetta er fjórða árið í röð sem bankinn fær þessa viðurkenningu.
12. jan. 2023
Langtímalán frá NIB í tengslum við nýbyggingu bankans
Landsbankinn hefur samið við Norræna fjárfestingarbankann (NIB) um lán til 15 ára að fjárhæð 40 milljónir Bandaríkjadala (5,8 milljarðar króna) í tengslum við nýbyggingu bankans við Austurbakka í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að húsið fái framúrskarandi einkunn samkvæmt BREEAM-vottunarkerfinu og fellur lánveitingin undir fjármögnunarramma tengdum umhverfisskuldabréfum NIB.
11. jan. 2023
Einar og Þorbjörg til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf
Einar Pétursson og Þorbjörg Kristjánsdóttir hafa gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.
29. des. 2022
Svansprent fær sjálfbærnimerki Landsbankans
Svansprent hefur fengið sjálfbærnimerki Landsbankans þar sem fyrirtækið er með vottun norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Sjálfbærnimerki Landsbankans er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.
29. des. 2022
Landsbankinn er nýr bakhjarl HönnunarMars til þriggja ára
Landsbankinn er nýr bakhjarl HönnunarMars og verður samstarfsaðili hátíðarinnar næstu þrjú árin.
27. des. 2022
Prentmet Oddi fær sjálfbærnimerki Landsbankans
Prentmet Oddi ehf. hefur fengið sjálfbærnimerki Landsbankans þar sem fyrirtækið er með vottun norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Sjálfbærnimerki Landsbankans er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.
22. des. 2022
Afgreiðslutími um jól og áramót
Útibú og afgreiðslur Landsbankans verða lokuð annan í jólum, mánudaginn 26. desember. Að öðru leyti verður opið samkvæmt auglýstum afgreiðslutíma. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.