Tilboð á söngleikinn Slá í gegn
Landsbankinn býður viðskiptavinum sínum í samstarfi við Þjóðleikhúsið tilboð á söngleikinn Slá í gegn sem frumsýndur verður 24. febrúar. Söngleikurinn er sóttur í smiðju Stuðmanna og mun stór hópur leikara, dansara og sirkuslistamanna skapa litríkan, óvæntan og fjölbreyttan heim. Miðinn er á 4.550 kr. fyrir viðskiptavini Landsbankans í stað 6.500 kr. sé greitt með greiðslukorti frá bankanum. Hægt er að nálgast tilboðið á Tix.is eða hjá miðasölu Þjóðleikhússins.
Tilboðið gildir til 2. mars 2018.