Opinn fundur um langlífi og samfélagsbreytingar 12. febrúar
Fjölgun eldra fólks er ein stærsta samfélagsbreyting sem Íslendingar munu standa frammi fyrir á næstu árum og áratugum. Landsbankinn og Landssamband eldri borgara, í samvinnu við Félag eldri borgara í Reykjavík, efna til opins fundar um áhrif þessara breytinga á einstaklinga og samfélagið.
Fundurinn verður haldinn mánudaginn 12. febrúar í sal Félags eldri borgara í Reykjavík að Stangarhyl 4 í Reykjavík frá kl. 16-17.
Dagskrá fundar
- Ari Skúlason, hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans: Eldra fólk er unglingar nútímans — samfélagsbreytingar vegna hækkandi meðalaldurs.
- Sigríður J. Guðmundsdóttir, formaður Félags eldri borgara Selfossi: Af lágum launum á lítil eftirlaun — reynslusaga.
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.
Greinaröð Ara Skúlasonar á Umræðunni
Fundurinn er haldinn í tengslum við birtingu greinaraðar Ara Skúlasonar á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu Landsbankans. Í greinunum fjallar Ari um áhrifin sem hækkandi meðalaldur mun hafa á samfélagið og um möguleg viðbrögð við þessum miklu breytingum.









