Jón Ingi Árnason gengur til liðs við Landsbankann
Jón Ingi Árnason
Jón Ingi Árnason hefur hafið störf hjá Mörkuðum Landsbankans en þar mun hann sinna miðlun hlutabréfa og skuldabréfa.
Jón Ingi hefur mikla og fjölbreytta reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Hann vann hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum á árunum 2000-2004 þegar hann hóf störf hjá Íslandsbanka, fyrst sem verðbréfamiðlari en síðan sem forstöðumaður skuldabréfamiðlunar. Á árunum 2009-2013 starfaði hann hjá J Bond Fund sem hann stofnaði með Jóni Eggerti Hallssyni. Hann var sjóðsstjóri hjá Landsbréfum hf. árin 2013-2015 og fór svo í markaðsviðskipti hjá Straumi og síðar Kviku banka frá 2015-2017.
Jón Ingi lauk B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2001 og er löggiltur verðbréfamiðlari.