Landsbankinn hlýtur þrjár tilefningar til Íslensku vefverðlaunanna
Landsbankinn fékk þrjár tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna sem verða afhent í 17. sinn föstudaginn 26. janúar næstkomandi. Farsímabanki Landsbankans - L.is - var tilnefndur í flokknum vefkerfi ársins. Iceland Airwaves-vefur Landsbankans hlaut tilnefningu í flokknum markaðsvefur ársins og Umræðan var tilnefnd sem efnis- og fréttaveita ársins.
Samtök vefiðnaðarins (SVEF) standa að Íslensku vefverðlaununum en þau eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins. Hátíðin er haldin með það að markmiði að efla iðnaðinn, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Sjö manna dómnefnd, skipuð sérfræðingum í vef- og markaðsmálum, mat hátt á annað hundrað verkefna sem send voru inn. Veitt verða verðlaun í 14 flokkum.
Sjá allar tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2017
Tilnefningar Landsbankans
Vefkerfi ársins
Farsímabanki Landsbankans - L.is
Markaðsvefur ársins
Iceland Airwaves vefur Landsbankans
Efnis- og fréttaveita ársins