Hannes Hlífar sigraði á Friðriksmóti Landsbankans
Árni Emilsson, sigurvegarinn Hannes Hlífar Stefánsson og Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands.
Hannes Hlífar Stefánsson sigraði á Friðriksmóti Landsbankans - Íslandsmótinu í hraðskák - sem fram fór laugardaginn 17. desember, í útibúi Landsbankans við Austurstræti. Hannes hlaut 11 vinninga í 13 skákum sem er afar góður árangur. Alls tóku um 100 skákmenn þátt í mótinu og hafa sjaldan verið fleiri. Í 2.- 3. sæti urðu Helgi Ólafsson og Hjörvar Steinn með 10½ vinning. Sigurbjörn Björnsson og Guðmundur Kjartansson urðu í 4.-5. sæti með 9½ vinning.
Þetta er í fjórtánda sinn sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friðriksmótinu sem haldið er til heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslands.
Önnur verðlaun:
- Efstur með 2.001-2.200 hraðskákstig - Dagur Ragnarsson
- Efstur undir 2.000 hraðskákstigum: Dagur Andri Friðgeirsson
- Efstur 16 ára og yngri: Vignir Vatnar Stefánsson
- Efstur skákmanna 60 ára og eldri: Bragi Halldórsson
- Efsta konan - Lenka Ptácníková