Fréttir
Vikubyrjun 18. desember 2017
Í síðustu viku ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda vöxtum óbreyttum. Í þessari viku fáum við nýjar mælingar á vísitölu íbúðaverðs og vísitölu neysluverðs.
18. desember 2017
Vikan framundan
- Á morgun birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir nóvember.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir desember. Við gerum ráð fyrir 0,2% hækkun milli mánaða.
Mynd vikunnar
Það tekur um 10 ár að rækta jólatré til sölu. Þegar síðasta alþjóðlega efnahagskreppa skall á drógu jólatrjáabændur í Bandaríkjum úr gróðursetningu á nýjum trjám. Þetta hefur haft þau áhrif, nú um 10 árum seinna, að meðalverð á jólatrjám þar í landi hefur um tvöfaldast á örfáum árum.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hélt vöxtum óbreyttum í vikunni.
- Greiðslukort voru straujuð sem aldrei fyrr í nóvember.
- Að okkar mati munu ákvarðanir í næstu kjarasamningum skipta mjög miklu máli.
- Ríkissjóður gaf út nýtt skuldabréf í evrum.
- Skráð atvinnuleysi var 2,1% í nóvember.
- Samkvæmt bráðabirgðatölum var landsframleiðsla á mann á Íslandi sú fimmta hæsta í Evrópu á síðasta ári.
- Tekjuafkoma hins opinbera var jákvæð um 13,2 ma. kr. á 3. ársfjórðungi.
- Lánamál ríkisins birtu mánaðarlegt rit sitt, Markaðsupplýsingar.
- Íslandsbanki og Landsbankinn luku útboðum sértryggðra skuldabréfa.
- Lánamál ríkisins héldu útboð ríkisvíxla.
- Arion banki hélt víxlaútboð.
- Lykill fjármögnun lauk víxlaútboði og skuldabréfaútboði.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á
6. des. 2024
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
4. des. 2024
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
22. nóv. 2024
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
21. nóv. 2024
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
18. nóv. 2024
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Krýsuvíkursamtakanna.
14. nóv. 2024
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
12. nóv. 2024
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.