Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn að­ili að nor­rænu sam­starfi um auk­ið netör­yggi

Landsbankinn hefur gengið í samtökin Nordic Financial CERT sem eru samtök norænna fjármálafyrirtækja sem er ætlað að efla netöryggi og verjast glæpastarfsemi á netinu.
30. nóvember 2017

Landsbankinn hefur gengið í samtökin Nordic Financial CERT sem eru samtök norænna fjármálafyrirtækja sem er ætlað að efla netöryggi og verjast glæpastarfsemi á netinu.

Þrír norrænir bankar stofnuðu Nordic Financial CERT í apríl 2017; Nordea í Svíþjóð, DnB í Noregi og Danske Bank í Danmörku. Síðan þá hefur fjöldi banka og tryggingafélaga bæst í hópinn, þar á meðal frá Finnlandi og í nóvember gekk Landsbankinn í samtökin, fyrstur íslenskra fjármálafyrirtækja. Fyrirtæki sem eru aðilar að samtökunum skiptast á viðeigandi upplýsingum um hvers kyns tilraunir til fjársvika á netinu og varnir gegn þeim.

Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri Upplýsingatækni Landsbankans, segir: „Með samstarfi við önnur fjármálafyrirtæki á Norðurlöndunum í gegnum Nordic Financial CERT fáum við aðgang að verðmætri þekkingu og reynslu af baráttu gegn netsvikum og miðlum um leið af okkar eigin reynslu og þekkingu. Netglæpir verða sífellt þróaðri og því er brýn þörf á að fjármálafyrirtæki leggi saman krafta sína til að berjast gegn þeim. Okkar von er að samstarfið muni stuðla að auknu öryggi í bankaviðskiptum.“

Hákon Lennart Aakerlund, netöryggissérfræðingur hjá Landsbankanum, segir: „Glæpa- og svikastarfsemi á netinu hefur færst í aukana á undanförnum árum. Í dagsins önn er það snerpan sem öllu máli skiptir, að geta brugðist hratt við tilraunum til svika og annarri yfirvofandi ógn. Starfsemin sem frem fer í gegnum Nordic Financial CERT er bæði öflug og lipur. Þetta er mjög mikilvægur vettvangur fyrir samstarf á milli landa og það hefur þegar sannað gildi sitt.“

Aðgengileg umfjöllun um varnir gegn netsvikum

Á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu Landsbankans, er aðgengileg umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik. Í greinunum er m.a. fjallað um hvernig auka má öryggi í netverslun, mikilvægi traustra lykilorða og hvernig svikarar beita fölsuðum fyrirmælum og fölskum tölvupóstum til að svíkja út fé.

Verum vakandi - Netöryggi

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.
4. júlí 2025
Frábær þátttaka í Aukakrónuhlaupi Ármanns
Aukakrónuhlaup Ármanns og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi voru ræst fyrir utan Landsbankann, Reykjastræti 6, miðvikudaginn 2. júlí. Veðrið var með besta móti og tóku tæplega 500 hlauparar þátt að þessu sinni, enda njóta götuhlaupin mikilla vinsælda hér á landi. Andrea Kolbeinsdóttir og Stefán Pálsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi árið 2025.
1. júlí 2025
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast í dag, þriðjudaginn 1. júlí 2025, undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum.
Reykjastræti
19. júní 2025
Útibú TM er flutt í Reykjastræti 6
Útibú TM á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag, 19. júní 2025, í útibú Landsbankans í Reykjastræti 6 í miðborg Reykjavíkur. Þar tekur starfsfólk TM og bankans vel á móti viðskiptavinum.