Fréttir

Lands­bank­inn öfl­ug­ur sam­starfs­að­ili sýn­ing­ar­inn­ar Verk og vit 2018

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í fjórða sinn dagana 8.-11. mars 2018 í íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Landsbankinn hefur verið einn af samstarfsaðilum sýningarinnar frá upphafi. Sýningin er tileinkuð byggingariðnaði, skipulagsmálum, mannvirkjagerð og tengdum greinum.
27. nóvember 2017

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í fjórða sinn dagana 8.-11. mars 2018 í íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Landsbankinn hefur verið einn af samstarfsaðilum sýningarinnar frá upphafi. Sýningin er tileinkuð byggingariðnaði, skipulagsmálum, mannvirkjagerð og tengdum greinum.

Landsbankinn og íslenskur iðnaður hafa átt samleið um margra áratuga skeið og íslensk iðn- og byggingarfyrirtæki hafa ætíð verið bankanum mikilvægir viðskiptavinir. Bankinn leggur ríka áherslu á að þjónusta vel þennan hóp viðskiptavina og hefur m.a. verið leiðandi í þjónustu og lánveitingum til nýbygginga ferðaþjónustufyrirtækja. Landsbankinn hefur enn fremur fjármagnað rekstur og uppbyggingu margra helstu fyrirtækja landsins á þessu sviði, sem og öðrum.

Fv. Ingibjörg Gréta Gísladóttir frá Verk og vit, Árni Þór Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs hjá Landsbankanum og Elsa Giljan Kristjánsdóttir frá Verk og vit.

Landsbankinn leiðandi á sviði mannvirkjafjármögnunar

„Við fundum fljótt að þetta er mjög góður vettvangur til að vera sýnileg og aðgengileg fyrir þá fjölmörgu sem hafa áhuga á mannvirkjagerð, bæði fagaðila og almenning,“ segir Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs hjá Landsbankanum. „Á sýningunni leggja sérfræðingar bankans sig fram um að sýna hvað bankinn hefur fram að færa á þessu sviði, en eru ekki síður áhugasamir um að sjá og heyra hvað aðrir hafa fram að færa. Landsbankinn hefur um langt árabil verið leiðandi á sviði mannvirkjafjármögnunar og starfsfólk bankans mun kynna fjölbreytt þjónustuframboð á þessu sviði, s.s. framkvæmdafjármögnun vegna byggingarverkefna og fjármögnun bíla- og tækjaþjónustu bankans fyrir verktaka og einstaklinga. Þá verður í boði fjölbreytt ráðgjöf um úrval fjármögnunarmöguleika vegna kaupa á húsnæði til atvinnunota og búsetu,“ segir Árni.

Mikill áhugi á sýningunni

Um 23.000 gestir sóttu sýninguna í Laugardalshöll árið 2016 þar sem um 100 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög kynntu vörur sínar og þjónustu. Þar má nefna byggingarverktaka, verkfræðistofur, tækjaleigur, skóla, fjármálafyrirtæki og ráðgjafarfyrirtæki. Fyrstu tvo dagana, 8. og 9. mars, verður sýningin einungis opin fagaðilum en helgina 10.–11. mars verður almenningur boðinn velkominn.

Ingibjörg Gréta Gísladóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar, segir að mikill áhugi sé á sýningunni. „Verk og vit heppnaðist mjög vel síðast og mikil ánægja var meðal sýnenda. Skráning er hafin og gengur mjög vel. Líkt og Samtök iðnaðarins hafa bent á þá er afar mikilvægt, þegar litið er til næstu missera, að ráðast í innviðaframkvæmdir á ýmsum sviðum til þess að undirbyggja hagvöxt til lengri tíma. Í því verkefni er byggingariðnaðurinn í lykilhlutverki,“ segir Ingibjörg.

Samhliða sýningunni verða haldnir fjölbreyttir viðburðir og verða þeir kynntir þegar nær dregur. Skráning er hafin á vef sýningarinnar, www.verkogvit.is.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Peningaseðlar
1. mars 2024
Útleiðum danska, norska og sænska seðla
Landsbankinn mun hætta kaupum og sölu á reiðufé í þremur Norðurlandagjaldmiðlum á næstunni. Um er að ræða norskar, sænskar og danskar krónur. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur