Hagspárfundir Landsbankans í Reykjanesbæ og á Akureyri
Landsbankinn stóð fyrir fundum í Reykjanesbæ og á Akureyri í tilefni af útgáfu nýrrar þjóðhags- og verðbólguspár Hagfræðideildar Landsbankans.
Akureyri
Fundurinn var haldinn í Hofi, fimmtudaginn 30. nóvember kl. 12.00 – 13.15.
Á fundinum verður ný þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans til næstu þriggja ára kynnt og farið verður yfir stöðu ferðaþjónustunnar. Einnig verður fjallað um áhrif fasteignaverðs á stöðugleikann.
Dagskrá fundarins
- Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur fundinn.
- Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum.Þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans.
- Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum.Mun þróun fasteignaverðs stefna stöðugleikanum í hættu?
Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs hjá Landsbankanum, stýrði fundi.
Reykjanesbær
Fundurinn var haldinn á Park Inn by Radisson í Reykjanesbæ, miðvikudaginn 29. nóvember kl. 8.30 - 10.00.
Á fundinum var ný þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans til næstu þriggja ára kynnt og farið yfir stöðu ferðaþjónustunnar. Einnig var fjallað um áhrif fasteignaverðs á stöðugleikann og Rúnar Fossdal Árnason, forstöðumaður hjá Keili flugakademíu, ræddi um upphaf, vöxt og framtíðarhorfur hjá félaginu.
Dagskrá fundarins
- Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum.Þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans.
- Arnar Ingi Jónsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum.Mun þróun fasteignaverðs stefna stöðugleikanum í hættu?
- Rúnar Fossdal Árnason, forstöðumaður hjá Keili flugakademíu.Upphaf, vöxtur og framtíðarsýn.
Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs hjá Landsbankanum, stýrði fundi.
Eitt ítarlegasta ritið um íslensk efnahagsmál
Í Þjóðhag, ársriti Hagfræðideildar Landsbankans, er m.a. að finna þjóðhagsspá deildarinnar fyrir árin 2017-2020. Fjallað eru um þróun verðbólgu og vaxtastigs, húsnæðismarkaðinn, horfur í helstu útflutningsgreinum og fleira. Þjóðhagur er eitt ítarlegasta rit um íslensk efnahagsmál sem gefið er út. Þjóðhagur kemur eingöngu út á rafrænu formi á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu Landsbankans.