Fréttir

Upp­tök­ur frá morg­un­fundi um hagspá komn­ar á Um­ræð­una

Upptökur, útdrættir úr erindum og glærukynningar frá morgunfundi Landsbankans 22. nóvember eru komnar á Umræðuna. Á fundinum var ný hagspá kynnt, fjallað var ítarlega um fasteignamarkaðinn og framkvæmdastjóri hjá Citigroup ræddi um arðgreiðslugetu banka og fjármagnsskipan þeirra í ljósi breytinga á regluverki.
24. nóvember 2017

Upptökur, útdrættir úr erindum og glærukynningar frá morgunfundi Landsbankans 22. nóvember eru komnar á Umræðuna. Á fundinum var ný hagspá kynnt, fjallað var ítarlega um fasteignamarkaðinn og framkvæmdastjóri hjá Citigroup ræddi um arðgreiðslugetu banka og fjármagnsskipan þeirra í ljósi breytinga á regluverki.

Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, kynnti nýja þjóðhags- og verðbólguspá deildarinnar fyrir árin 2017-2020. Hagfræðideild gerir ráð fyrir að árlegur hagvöxtur á árunum 2017-2020 verði að meðaltali 4%, sem er mun kröftugri vöxtur en reiknað er með í flestum þróuðum ríkjum á komandi árum. Samkvæmt spánni verður hagvöxtur 5,5% á þessu ári en fer svo stiglækkandi til ársins 2020 þegar gert er ráð fyrir 2,5% hagvexti. „Þrátt fyrir að boginn sé nú spenntur til hins ýtrasta hefur ekki borið mikið á merkjum ofhitnunar þótt vissulega sé talsverð spenna á vinnumarkaði og flest allir framleiðsluþættir nýttir til hins ýtrasta,“ sagði Daníel.

Ari Skúlason, hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans, fór ítarlega yfir stöðuna á fasteignamarkaðnum og hvaða áhrif húsnæðisverð hefur á efnahagslífið. Ari ræddi m.a. um framboð íbúða á höfuðborgarsvæðinu og benti á að fleiri íbúðir kæmu inn á markaðinn og sölutími þeirra væri lengri. Hann benti á að þær nýju íbúðir sem hefðu komið á markaðinn væru að jafnaði stærri og dýrari, miðað við fermetraverð, en eldri íbúðir. Þetta, ásamt öðru, ylli því að ekki væri líklegt að snögg eða skörp leiðrétting yrði á húsnæðisverði. Hagfræðideild spáir 19% hækkun fasteignaverðs í ár, 8,5% á árinu 2018, 7% á árinu 2019 og 6% á árinu 2020.

Simon McGeary, framkvæmdarstjóri hjá Citigroup í London, fjallaði um fjármagnsskipan banka og áhrif breytinga í regluverki fjármálafyrirtækja á eiginfjárþörf og fjármagnsskipan banka. Í fyrirlestri sínum fór hann m.a. yfir samsetningu eiginfjár fjármálafyrirtækja og hvaða tæki og tól bankar hafa til þess að byggja upp nauðsynlegan eiginfjárgrunn miðað við það regluverk sem hefur verið innleitt á síðustu árum og mun verða innleitt á næstu árum.

Upptökur frá morgunfundi 22. nóvember

Þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans 2017-2020

Þú gætir einnig haft áhuga á
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Play
24. apríl 2024
Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur