Fréttir

Lands­bank­inn og FS und­ir­rita samn­ing um fjár­mögn­un á nýj­um stúd­enta­garði

Landsbankinn og Félagsstofnun stúdenta (FS) hafa skrifað undir samning um framkvæmdalán á byggingatíma nýs stúdentagarðs við Sæmundargötu 21 í Reykjavík. Þar verða um 250 fullbúnar leigueiningar en stefnt er að því að framkvæmdir hefjist um áramótin.
24. nóvember 2017

Landsbankinn og Félagsstofnun stúdenta (FS) hafa skrifað undir samning um framkvæmdalán á byggingatíma nýs stúdentagarðs við Sæmundargötu 21 í Reykjavík. Þar verða um 250 fullbúnar leigueiningar en stefnt er að því að framkvæmdir hefjist um áramótin. Þetta er stærsti stúdentagarður sem byggður hefur verið hér á landi og stefnt er að því að hann verði tekinn í notkun um áramótin 2019/2020.

Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri og Kristján Guðbjartsson viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði undirrita samninginn.

Hönnunin tekur mið af hugmyndafræði deilihúsnæðis. Fyrir utan paraíbúðir (um 37 fm) og einstaklingsíbúðir (um 27 fm) verða þar 8-9 herbergja íbúðir þar sem hvert herbergi er rúmgott (17 fm) með sér baðherbergi, en hver íbúð deilir með sér eldhúsi, samtengdri setustofu og alrými. Til sameiginlegrar notkunar fyrir íbúanna verður m.a. samkomusalur og stór garður þar sem boðið verður upp á útiaðstöðu með útigrillum, útiæfingatækjum og fleira.

Farsælt samstarf

Landsbankinn og Félagsstofnun stúdenta hafa átt í góðu samstarfi undanfarin ár og framlengdu samstarfssamning sinn til næstu tveggja ára, í júní síðastliðinn. Félagsstofnun stúdenta er þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands sem hefur það að leiðarljósi að auka lífsgæði stúdenta. FS leigir út rúmlega 1.200 íbúðir og herbergi á Stúdentagörðum, rekur umfangsmikla veitingasölu á háskólalóðinni og víðar, veitinga- og skemmtistaðinn Stúdentakjallarann, þrjá leikskóla og Bóksölu stúdenta sem er bæði námsbóka- og almenn bókaverslun.

Tengt efni:

2. júní 2017 - Landsbankinn og Félagsstofnun stúdenta framlengja samstarfssamning

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Fjármálamót Hvernig stækkað ég fyrirtækið mitt
14. feb. 2025
Hvernig stækka ég fyrirtækið mitt? Opinn fundur á Akureyri 20. febrúar
Á opnum fundi Landsbankans næstkomandi fimmtudag, 20. febrúar kl. 16.30, ætla eigendur og stjórnendur þriggja fyrirtækja á Akureyri og í Eyjafirði fjalla um hvernig þeir stækkuðu sín fyrirtæki og hvaða áskoranir þeir tókust á við á þeirri vegferð.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Landsbankinn
6. feb. 2025
Engar lokanir lengur vegna veðurs
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
Landsbankinn
5. feb. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að kvöldi miðvikudags 5. febrúar frá kl. 21.30 til 23.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
4. feb. 2025
Morgunfundur um fjármögnun og uppbyggingu innviða
Landsbankinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins heldur morgunfund fimmtudaginn 13. mars nk. þar sem sjónum verður beint að samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við innviðaframkvæmdir, einkum á sviði samgöngumála.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur