Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn og FS und­ir­rita samn­ing um fjár­mögn­un á nýj­um stúd­enta­garði

Landsbankinn og Félagsstofnun stúdenta (FS) hafa skrifað undir samning um framkvæmdalán á byggingatíma nýs stúdentagarðs við Sæmundargötu 21 í Reykjavík. Þar verða um 250 fullbúnar leigueiningar en stefnt er að því að framkvæmdir hefjist um áramótin.
24. nóvember 2017

Landsbankinn og Félagsstofnun stúdenta (FS) hafa skrifað undir samning um framkvæmdalán á byggingatíma nýs stúdentagarðs við Sæmundargötu 21 í Reykjavík. Þar verða um 250 fullbúnar leigueiningar en stefnt er að því að framkvæmdir hefjist um áramótin. Þetta er stærsti stúdentagarður sem byggður hefur verið hér á landi og stefnt er að því að hann verði tekinn í notkun um áramótin 2019/2020.

Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri og Kristján Guðbjartsson viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði undirrita samninginn.

Hönnunin tekur mið af hugmyndafræði deilihúsnæðis. Fyrir utan paraíbúðir (um 37 fm) og einstaklingsíbúðir (um 27 fm) verða þar 8-9 herbergja íbúðir þar sem hvert herbergi er rúmgott (17 fm) með sér baðherbergi, en hver íbúð deilir með sér eldhúsi, samtengdri setustofu og alrými. Til sameiginlegrar notkunar fyrir íbúanna verður m.a. samkomusalur og stór garður þar sem boðið verður upp á útiaðstöðu með útigrillum, útiæfingatækjum og fleira.

Farsælt samstarf

Landsbankinn og Félagsstofnun stúdenta hafa átt í góðu samstarfi undanfarin ár og framlengdu samstarfssamning sinn til næstu tveggja ára, í júní síðastliðinn. Félagsstofnun stúdenta er þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands sem hefur það að leiðarljósi að auka lífsgæði stúdenta. FS leigir út rúmlega 1.200 íbúðir og herbergi á Stúdentagörðum, rekur umfangsmikla veitingasölu á háskólalóðinni og víðar, veitinga- og skemmtistaðinn Stúdentakjallarann, þrjá leikskóla og Bóksölu stúdenta sem er bæði námsbóka- og almenn bókaverslun.

Tengt efni:

2. júní 2017 - Landsbankinn og Félagsstofnun stúdenta framlengja samstarfssamning

Þú gætir einnig haft áhuga á
24. okt. 2025
Breytingar á framboði nýrra íbúðalána
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.  
Reykjastræti
22. okt. 2025
Útibúin verða lokuð 24. október vegna kvennaverkfalls
Vegna kvennaverkfallsins verða útibú Landsbankans lokuð föstudaginn 24. október. Einnig má búast við skertri þjónustu í Þjónustuveri bankans.
Austurbakki
20. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.