Gjafakort og Aukakrónukort virka ekki frá kl. 21.00-21.15 á föstudagskvöld
Gjafa- og inneignarkort fyrirtækja sem gefin eru út í samvinnu við Landsbankann og Aukakrónukort bankans virka ekki frá um kl. 21.00-21.15 föstudagskvöldið 24. nóvember. Ástæðan er bilun sem tengist innleiðingu á nýju tölvukerfi Landsbankans og Reiknistofu bankanna sl. helgi.
Í tengslum við innleiðingu nýja kerfisins hafa komið upp villur í reikningsyfirlitum og truflanir hafa orðið á annarri þjónustu.
Landsbankinn og Reiknistofa bankanna vinna saman að viðgerð. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þessar bilanir valda.
Nánari upplýsingar og aðstoð er hægt að fá í Þjónustuveri Landsbankans í síma 410-4000 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið info@landsbankinn.is.
Fréttin hefur verið uppfærð.









